Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 25
25Ljósmæðrablaðið - desember 2011 umönnun á bringu föður eru rólegri og gráta minna svo ætla má að þau spari orku og verði tilbúnari að taka brjóst móður þegar að því kemur (Erlandsson, Dsilna, Fagerberg og Christensson, 2007). Miklar líkur eru á að húð við húð snerting við móður á sængurlegu tímabilinu stuðli að meiri farsæld brjóstagjafar. Aldrei er hægt að hafa þessi samskipti of löng eða of mikil (Moore, Anderson og Bergman, 2007). LÍFFRÆÐILEGT UPPELDI – BIOLOGICAL NURTURING (BN) Suzanne Colson er doktor í ljós- mæðrafræðum og brjóstagjafaráðgjafi í Bret- landi. Hún hefur undanfarin ár rannsakað brjóstagjafahegðun barna frá fæðingu og fyrstu vikurnar. Colson (2007b) hefur sett fram kenn- ingu um að börnum sé eðlislægast að taka brjóstið þegar þau liggja á maganum. Þetta er aðferð við að nærast við brjóstið sem líklega mætir þörfum barnsins best og styður við mjólkurmyndun. Colson (2007b) kallar þessa aðferð Biological Nurturing (BN) sem þýða mætti sem „líffræðilegt uppeldi“. Með BN er horft fram hjá algengum brjóstagjafastellingum og boðið uppá um 200 mismunandi stellingar barns við brjóstið. Frá sjónarhorni móður snýst þessi aðferð um að halda á barninu þannig að bringa barns sé í snertingu við líkama móður og bjóða því óheftan aðgang að brjóstinu. Mjög mikilvægt er að móðirin finni þægilega stellingu hvort sem hún situr nær upprétt, er hálf útafliggjandi, alveg útafliggjandi eða útafliggjandi á hlið. Frá sjónarhóli barnsins snýst BN um að hreyfa munninn, sleikja, finna lykt, hjúfra sig upp að og hreiðra um sig við brjóstið. Einnig að þreifa fyrir sér og snúa sér að brjóstinu, grípa brjóstvörtuna og brúna svæðið upp í sig og sjúga. Barnið sýgur, kyngir og drekkur til sín góða máltíð. Dæmi um barn í BN stellingu má sjá á mynd 1. Þessi stelling er svipuð þeirri stell- ingu sem margar mæður og börn eru í strax eftir fæðinguna. Góður kostur við þessa stellingu móður og stöðu barns er að barnið, sem stundum getur átt erfitt með að taka brjóst, á það til að leita eftir brjóstinu hálfsofandi og sjúga brjóstið af krafti og ná til sín mikilli næringu þó það sé sofandi (Colson, 2007a). Best er að barnið sé sem mest á bringu móður fyrstu þrjá dagana a.m.k. og á markmiðið að vera að vel takist til með að breyta fóstri í barn. Að veita samfellu í umönnun, næringu og hita svo eitthvað sé nefnt. Ekki er við því að búast að barn sé vært eða rólegt og sofi lengi í einu fyrstu sólarhringana, nýkomið á nýjan stað. En það má hjálpa mikið til við þessa aðlögun. Barn sem grætur við að vera flutt yfir í vöggu sýnir aðeins eðlileg viðbrögð við því að vera ekki á „sínum stað“ (Colson, 2010). Þegar móðir hallar sér aftur til að gefa brjóst þá er það hvíldarstaða þar sem hún liggur á spjaldbeininu og líkaminn slakar á. Ef hún hefur stuðning við höfuðið nær hún enn betri slökun. Í hefðbundnum stellingum situr móðir Mynd 1: birt með leyfi Sue Carter - The Nurturing Project. oft upprétt, á þjóhnöppunum, í nokkurskonar vélritunarstellingu. Móðirin þarf að halda á barninu með örmunum í uppréttri stöðu öfugt við BN stellingu þar sem þungi barnsins er ofan á líkama móður (Colson, 2010). Margar mæður nota BN aðferð frá upphafi, án þess að reyna aðrar stöður (Colson, 2007b). Þegar barn liggur í hefðbundnum brjósta- gjafastellingum þar sem móðir heldur á barni í örmum sér og styður við bak og háls, koma mörg fyrrnefndra ósjálfráðra viðbragða ekki fram eða geta t.d. komið þannig fram að barnið sé að spyrna sér frá brjóstinu, bæði með höndum og fótum og gefi þar með móðurinni þau skilaboð að það vilji ekki brjóstið, sem þarf alls ekki að vera raunin. Meðfædd ósjálfráð viðbrögð eru nokkuð sterk í allt að 4 vikur. Hægt að nota BN aðferð til að fá börn til að taka brjóst sem erfiðlega gengur að taka brjóstið með hefðbundnum aðferðum eða sýna ekki fullnægjandi ósjálfráð viðbrögð við brjóstinu (Colson, 2007a; Colson o.fl., 2008). Talið er að lega barnsins í móðurkviði geti haft áhrif á vellíðan barnsins í hefðbundnum brjóstagjafas- tellingum því gæti þeim hentað aðrar stellingar (Cadwell, Turner-Maffei, O´Connor, Blair, Arnold og Blair, 2006). Colson (2010) gerir ekki endilega ráð fyrir húð við húð samveru móður og barns í ströngustu skilgreiningu þeirrar umönnunar í kenningu sinni, sem er að barn sé einungis á bleyjunni og móðir nakin frá mitti. Hún bendir á að ekki sé alltaf auðvelt að koma því við t.d. vegna menningarlegra og persónulegra þátta. Það geti einnig verið óþægilegt vegna svita og hita. Mæðrum finnst erfitt að vera berar frá mitti og uppúr langtímum saman en í rannsóknum hennar (vídeó upptökum) eru móðir og barn léttklædd og barnið alltaf með fæturna bera. Í niðurstöðum Colson (2007b) er tekið fram að þessi staða henti einkar vel eftir keisaraskurð en þá er móðirin útafliggjandi og barnið kemur að brjóstinu ofan frá þ.e.a.s. yfir handlegg eða öxl eða liggur þvert yfir bringu. Þessi stelling krefst vissrar aðstöðu, aðbúnaðar, sem saman- stendur af koddum og púðum, góðum sófa, rúmi eða þægilegum hægindastól. Colson dregur í efa gagnsemi sem lögð er á að kenna mæðrum vissar stellingar við brjóstagjöf og rétt grip barns á geirvörtu. Hún rökstyður það m.a. með háu hlutfalli mæðra sem hætta með börn sín á brjósti á fyrstu vikunum eftir fæðingu, þrátt fyrir að hafa fengið svokallaða „hands off “ sýnikennslu í því að leggja börn á brjóst (Colson, 2005). „Hands off“ sýnikennsla er kennsla í því að leggja barn á brjóst án snertingar við móður eða barn og er talin auka farsæld brjóstagjafar vegna þeirrar styrkingar sem móðir upplifir ef hún getur gert það sjálf (Ingram, Johnson og Greenwood, 2002). Þegar barnið grípur brjóstið í BN stellingu verður það sjálfkrafa óaðfinnanlegt, því það galopnar munninn. Þá eru öll ósjálfráðu viðbrögð nýburans að hjálpa til við brjóstagjöfina (Colson, 2005). UMRÆÐUR OG LOKAORÐ Nýfætt fullburða og heilbrigt barn kann að taka brjóstið og það kann að taka það þannig að það nái til sín næringu og særi ekki brjóstvörtur móður sinnar. Það gerir það af eðlisávísun ef það er í kviðlægri stöðu, liggjandi á maganum (Colson, 2010; Ransjö-Arvidsson, 2001; Righard og Alade, 1990; Widström o.fl., 2011; Widström o.fl., 1987). Þessi þekking er bæði ný og gömul segir Odent (2003) og telur að séu móðir og barn látin óáreitt eftir fæðinguna þá verði brjóstagjöf sjálfkrafa. Hins vegar hefur mæðrum verið kennt að brjóstagjöfin sé þeirra mál og þær þurfi að læra „réttu“ hand- tökin (Glover, 2007) og því er hætt við að bæði þær og ljósmæður hafi ekki trú á að barnið kunni þetta. Ég er sammála Inu May Gaskin (2009) sem telur BN kenningu Colsons eitt af því merkilegra sem rannsakað hefur verið í sambandi við brjóstagjöf síðustu ár og telur að

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.