Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 33
33Ljósmæðrablaðið - desember 2011 Í fræðslunefnd LMFÍ sitja Hanna Rut Jónas- dóttir, formaður, Bergrún Svava Jónsdóttir, Brynja Pála Helgadóttir, Halldóra Karlsdóttir og Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Það sem hefur einna helst staðið upp úr á þessu ári eru nálastungunámskeiðin sem María Sigurðardóttir hjá 9 mánuðum hefur haldið. Eitt grunnnámskeið var haldið í vor og annað á haustmánuðum. 10 ljósmæður komust að á hvort námskeiðið fyrir sig og komust færri að en vildu. Einnig var haldið eitt upprifjunarnám- skeið fyrir þær ljósmæður sem hafa nýtt sér nálastungutæknina í einhvern tíma. Áætlað er að halda eitt grunnnámskeiðið í janúar á næsta ári. Tvær hringborðsumræður voru auglýstar síðastliðið vor. Fyrri umræðunum áttu Guðrún I. Gunnlaugsdóttir og Elín Arna Gunnarsdóttir, ljósmæður, að stjórna og var viðfangsefnið áhrif ofþyngdar á meðgöngu, sængurlegu og fæðingu. Því miður var mætingin mjög léleg þar sem gleymdist að senda út smáskilaboð til áminningar og því var umræðunum frestað. Vonumst til að fá tækifæri til að hlusta á stöll- urnar síðar. Seinni hringborðsumræðunum stjórnaði Björg Sigurðardóttir, ljósmóðir, og fjallaði hún um mikilvægi þriðja stigs fæðingar, nýjar hugmyndir á gömlum grunni. Björg var í meistaranámi og gerði í því úttekt á þriðja stigi fæðingar m.a. í tengslum við erfiðar fæðingar. Mikilvægt er að við ljósmæður séum duglegar að sækja þessi fræðslukvöld bæði til að efla okkur sem ljósmæður og nýta hverja stund sem við getum hist og átt góðar stundir saman. Ástþóra Kristinsdóttir, Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Birna Gerður Jónsdóttir, ljósmæður, í samvinnu við Endurmenntun HÍ, voru með námskeið í maí sem bar yfirskriftina “Barneignarferlið og viðkvæmir hópar kvenna – námskeið um þjónustu og umönnun”. Fjallað var um barneignarþjónustu við konur sem hafa búið við heimilisofbeldi, erlendar konur og konur sem eiga við áfengis- og/eða vímuefnavanda að stríða. Þetta var heilsdags- námskeið sem heppnaðist í alla staði vel og var vel sótt af ljósmæðrum. Í byrjun október buðu Björkin og LMFÍ ljósmæðrum að hlusta á fyrirlestur með Penny Simkin, breskrar “doulu”, þar sem hún ræddi meðal annars um efni sem koma fram í nýrri bók hennar “The labor progress handbook.” Má þar nefna hvernig hægt sé að hraða fæðingu, framhöfuðstöðu í fæðingu- hvað hægt sé að gera, hliðarverkanir mænurótardeyfingar- hvernig hægt sé að minnka þær og veita konunum stuðning í fæðingunni. Síðast en ekki síst ræddi hún um hvaða áhrif það hefur á konu í fæðingu að hafa þolað kynferðisofbeldi. Um 30 ljósmæður mættu á þennan fyrirlestur sem var mjög svo áhugaverður. Þegar þetta er ritað er fræðslunefndin í samvinnu við Endurmenntun HÍ að vinna í að fá Steve Griffith til landsins til að vera með námskeið um hypnobirthing. Við erum nú að kanna áhuga ljósmæðra á þessu námskeiði og hvenær þær mundu helst vilja hafa það. Jólafundur verður svo að sjálfsögðu haldinn á aðventunni og vonumst við til að sjá sem flestar þar. Fyrir hönd fræðslunefndar, Hanna Rut Jónasdóttir, formaður Starf fræðslunefndar LMFÍ árið 2011 Skipulagðar heimafæðingar á Íslandi árin 2010-2014 Minnum á rannsókn Kæru ljósmæður Núna stendur yfir rannsókn á öllum skipulögðum heimafæðingum á Íslandi, þ.e. á tímabilinu 2010-2014, til þeirra teljast allar fæðingar sem áætlað er að eigi sér stað heima og hefjast þar óháð því hvort fæðingin klárist heima eða eftir flutning á sjúkrahús. Þar sem skráning á heimafæðingum er ónákvæm þurfum við upplýsingar frá heimafæðingarljósmæðrum. Ekki er hægt að gera greinarmun á fyrirfram ákveðinni og óvæntri heimafæðingu. Skipulögð heimafæðing sem hefst heima en lýkur eftir flutning á sjúkrahús er ekki skráð sem slík. Rannsóknin á Íslandi er hluti af samnorrænni rannsókn. Tilgangur rann- sóknarinnar er að skrá allar skipulagðar heimafæðingar á Norðurlöndum á 5 ára tímabili. Markmiðið er að kanna með spurningalistum hversu margir foreldrar skipuleggja heimafæðingu, hversu margar konur eru fluttar á sjúkrahús í fæðingarferlinu og að fá vitneskju um útkomu og heilsu kvenna og barna þeirra. Ennfremur er skoðuð reynsla og upplifun kvenna og maka þeirra af því að fæða heima. Leyfi hefur verið fengið frá vísindasiðanefnd og rannsóknin tilkynnt til persónuverndar. Ábyrgðarmaður rann- sóknarinnar er Ólöf Ásta Ólafsdóttir ljós- móðir og lektor, sími: 8634623, netfang: olofol@hi.is. Meðrannsakandi og starfs- maður rannsóknar er Ásrún Ösp Jónsdóttir, ljósmóðir og meistaranemi sími: 866-8198, netfang: aoj5@hi.is. Til þess að sem marktækastar niður- stöður fáist er mjög mikilvægt er að fá hátt svarhlutfall sérstaklega hér á landi þar sem hver fæðing vegur þungt. Niðurstöður verða birtar bæði fyrir Norðurlöndin í heild og fyrir Ísland eitt og sér, í fagtímaritum, fyrirlestrum og lokaverkefnum í grunn- og framhaldnámi í ljósmóðurfræði. Við óskum eftir upplýsingum frá ljós- mæðrum um nöfn kvenna og maka þeirra, sem skipuleggja heimafæðingu á tímabilinu 2010-2014. Við sendum svo nánari upplýsingar um rannsóknina og óskum eftir skriflegu samþykki frá foreldrum fyrir þátt- töku og leyfi þeirra fyrir því að ljósmóðir svari líka spurningalista um fæðinguna. Við gefum gjarnan nánari upplýsingar um rannsóknina og bendum á heimasíðuna nordichomebirth.com þar sem spurninga- listana er að finna. Upplýsingar um konur og maka sem hafa skipulagt heimafæðingu óskast sendar til Ásrúnar í tölvupósti. Með fyrirfram þakklæti fyrir góð viðbrögð og samvinnu Ólöf Ásta og Ásrún Ösp

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.