Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 34
34 Ljósmæðrablaðið - desember 2011 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Miklar breytingar hafa orðið á fæðingardeildinni í Keflavík undanfarið. Skurðstofum HSS var lokað 1.maí 2010, minnkaði því þjónustustigið úr C2 niður í D1 samkvæmt leiðbeiningum um val á fæðingar- stað frá Landlæknisembættinu. Nú er miðað við að þær konur sem geta fætt hér séu ekki með neina áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu. Miklar umræður sköpuðust á Suðurnesjum um lokun skurðstofunnar sem varð til þess að mikil hræðsla greip um sig meðal barns- hafandi kvenna og fjölskyldna þeirra. En um svipað leyti byrjaði Margrét Knútsdóttir ljós- móðir og yogaleiðbeinandi með námskeið fyrir barnshafandi konur sem varð strax mjög vinsælt. Hafði Margrét jákvæð áhrif á konur hér á Suðurnesjum sem dró mikið úr hræðslu hjá þeim með fræðslu og góðum undir- búningi. Konur fóru að hafa trú á sjálfan sig og eðlilegum fæðingum og völdu frekar að fæða í sinni heimabyggð. Deildin hefur verið með 240-280 fæðingar á ári en eftir lokun á skurð- stofunum fóru þær í 147 fæðingar á einu ári sem er í rauninni minni fækkun en við bjuggumst við. Vatnsfæðingar hafa verið frá árinu 1998 og hafa farið stigvaxandi með hverju árinu og sérstaklega eftir að þjónustustigið lækkaði. Nú eru vatnsfæðingar 45% af fæðingum við HSS. Þær verkjastillingar sem eru í boði auk vatnsins eru nálastungur, ilmkjarnameðferðir, glaðloft, pethidín og phenergan. Sameining mæðraverndar og fæðingardeildar Á þessu ári var tekin ákvörðun um að sameina mæðraverndina og fæðingardeildina í eina deild og hefur deildin fengið nafnið Ljós- mæðravaktin. Með sameiningunni er verið að hagræða en jafnframt að bæta þjónustuna með því að leggja áherslu á samfellda ljós- mæðraþjónustu í barneignarferlinu. Allar ljósmæður sinna nú mæðravernd og er hver ljósmóðir með einn dag í viku í mæðravernd. Reynt verður að hafa sömu ljósmóður sem sinnir foreldrum í gegnum allt barneignarferlið. Barneignarþjónustan á að vera þannig að hún sé sniðin að þörfum foreldra, og með samfelldri þjónustu er hægt að koma frekar til móts við þarfir og óskir foreldra. Með þessari sameiningunni er einnig verið að tryggja gott aðgengi að ljósmæðrum fyrir barnshafandi konur og fjölskyldu þeirra á Suðurnesjum. Breytingar á húsnæði Gerðar voru miklar breytingar á húsnæði deildarinnar vegna sameiningar, mæðraverndin sem hefur alltaf verið staðsett á heilsugæslunni fluttist upp á fæðingardeild. Sængurlegustofum var fækkað úr fjórum í þrjár og einnig var barnastofu breytt í mæðraverndarstofu. Deildin er nú með tvær stofur fyrir mæðraverndina, aðstöðu til að setja konur í rit, litla barnastofu, eina fæðingastofu með baði, tvö einbýli og eitt tvíbýli. Ljósmæður eru mjög ánægðar með þessar breytingar þar sem þær eru nú allar stað- settar á einum stað. Undirbúningsnálastungur Ljósmæður á HSS byrjuðu á þeirri nýjung fyrir tveim árum að bjóða upp á svokall- aðar undirbúningsnálar. Þær virka þannig að konur koma frá 36 viku einu sinni í viku í undirbúningsnálar fram að fæðingu. Við ákváðum að bjóða upp á þessa meðferð þar sem rannsóknir hafa sýnt að undirbúnings- nálar auka líkur á eðlilega fæðingu. Þegar konur koma í nálar fá þær einnig tækifæri til að ræða um væntanlegu fæðinguna. Í leiðinni ná þær að mynda tengsl við ljós- mæður deildarinnar sem gefur þeim aukið öryggi og traust. Fæðingar í heimabyggð Mikilvægt er að halda fæðingum í heimabyggð og að konur í eðlilegri fæðingu þurfi ekki að fara inn á hátæknisjúkrahús. Það kemur fram í rannsóknum að fæðingar- staðir hafa áhrif á ljósmæðraþjónustuna og að ljósmæðrum finnst erfiðara að styðja við eðlilegt ferli fæðingar á hátæknisjúkra- húsum. Það er talið er að umhverfi hafi áhrif á líðan kvenna í fæðingu og hafa rann- sakendur sett fram þá tilgátu að læknis- vætt umhverfi eykur á kvíða hjá konum. Á ljósmæðrastýrðum fæðingarstöðum þar sem áhersla er á eðlilegt ferli fæðingar eru minni líkur á erfiðum fæðingum, inngripum, notkun verkjalyfja, hríðarörvandi lyfja og spangarklippingu. En meiri líkur á jákvæðari fæðingarupplifun og samfelldri þjónustu (Davis o.fl., 2011). Jónína Birgisdóttir, yfirljósmóðir Ljósmæðravaktar HSS og Steina Þórey Ragnarsdóttir, ljósmóðir HSS Heimildarskrá Davis, Baddock, Pairman ofl. (2011) Planned place of birth in New-Zealand: Does it affect mode of birth and intervention rates among low-risk women? Birth, 38(2), 111-119. Töluverðar breytingar hafa orðið á þjónustu við barnshafandi konur og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Komnar eru leiðbeiningar um val á fæðingarstað útgefnar af Landlæknisem- bættinu árið 2007. Töluverður niðurskurður á fjárlögum hafa gert það að verkum að heilbrigð- isstofnanir á landsbyggðinni hafa þurft að endurskoða sína starfsemi. Okkur í ritnefndinni langaði að fá fréttir frá nokkrum stöðum úti á landi sem sinna barneignarþjónustu til að vita hvernig hljóðið er í þeim. FRÉTTIR AF LANDSBYGGÐINNI Steina Þórey með mæðraskoðun á Ljósmæðravaktinni

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.