Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 37
37Ljósmæðrablaðið - desember 2011 Höfn í Hornafirði Þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir. Að vera ljósmóðir á Höfn er mjög fjöl- breytt og að flestu leyti gefandi starf. Öll mæðravernd heyrir að sjálfssögðu undir mig og þær fæðingar sem hér eru. Á þessu ári hafa um það bil 40 konur verið í mæðraverndinni og að auki koma alltaf nokkrar aukalega á sumrin sem annaðhvort eru hér að heimsækja ættingja eða eru á ferðalagi. Höfn flokkast sem fæðingastaður D og förum við eftir þeim viðmiðum þegar verið er að ráðgera fæðingar, konurnar fá einnig upplýsingar um hvað við höfum uppá að bjóða hér og taka þær því upplýsta ákvörðun um hvar þær áætla fæðingu. Þetta ár hefur verið nokkuð sérstakt að því leyti til að í upphafi ætluðu nær allar konur sem uppfylltu skilyrði að fæða hér á staðnum. Annað kom þó á daginn því að þær greindust mjög margar á síðustu vikunum með hina og þessa sjúkdóma sem komu í veg fyrir að þær gætu fætt hér. Fæðingar hafa því aðeins verið 3 (ein frumbyrja og 2 fjölbyrjur) á árinu af þeim 19 sem áætlaðar voru í upphafi. Aðstaðan sem við höfum til fæðinga hér er býsna góð. Á heilsugæslustöðinni er fæðingastofa þar sem er baðkar, sturta og glaðloft ef vill. Ótrúlega fáar konur nýta sér þó þessa verkjameðhöndlun, af hverju veit ég ekki. Ég held helst að það sé innbyggt í hornfirsku þjóðarsálina að þurfa ekki neina verkjameðhöndlun í fæðingu. Margar konur kjósa þó að fæða heima hjá sér og gera það, stundum er það ekki ákveðið fyrr en í fæðingunni sjálfri. Ef konan getur ekki hugsað sér að fara neitt þá klárum við fæðinguna heima. Auk þessa sé ég um ungbarnaeftirlit fyrstu 18 mánuðina svo að hver kona og fjölskylda sem kemur til mín eru hjá mér í 2 ár og lengur í þeim tilfellum þar sem annað barn kemur strax til sögunnar. Óhjákvæmilega kynnist ég fjölskyldunni ágætlega á öllum þessum tíma og það leiðir til þess að oft er ég orðin nokkurskonar „alt mulig mand“ hjá fólkinu og þau leita til mín með hitt og þetta sem er kannski ekki nákvæmlega samkvæmt starfslýsingu ljósmæðra. Þetta finnst mér skemmtilegt og að glíma við allskonar vandamál og spurningar sem koma upp hjá fjölskyldum hefur aukið kunnáttu mína og víkkað sjóndeildarhringinn. Ég held að ég hljóti að vera sú ljósmóðir á Íslandi sem nýtur mestra forréttinda, ég hef sjálfstæði, fjölbreytni í starfi og möguleika á að fylgja fjölskyldum frá upphafi og þar til barnið er komið vel á legg. Hvað er hægt að biðja um meira??? Áslaug Valsdóttir ljósmóðir Áslaug Valsdóttir á Höfn

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.