Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 40
40 Ljósmæðrablaðið - desember 2011 Norræn brjóstagjafaráðstefna Fjórða norræna brjóstagjafaráðstefnan var haldin í Reykjavík dagana 31. maí til 1. júní fyrr á þessu ári. Ráðstefnan var vel sótt og þátttakendur voru tæplega tvö hundruð. Íslendingar mættu vel og mátti sjá einstaklinga frá mörgum fagstéttum og víðs vegar að af landinu. Flestir sem komu erlendis frá voru frá Norðurlöndunum, en einnig frá öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Á þriðja tug fræðimanna fluttu erindi eða voru með kynningu í formi veggspjalda. Þórður Þórkelsson barnalæknir reið á vaðið og bauð fólk velkomið. Catherine Watson Genna brjóstagjafaráðgjafi kom frá Banda- ríkjunum og var með erindi báða dagana. Fyrri daginn ræddi hún um ástæður fyrir því að sum börn eiga í erfiðleikum með að taka brjóstið og hvað þarf að hafa í huga. Seinni daginn var umfjöllunarefni hennar um mjólkurmyndun og ráðleggingar vegna lítillar eða mikillar mjólkurmyndunar. Hún var einnig með vinnusmiðju dagana fyrir ráðstefnuna. Nokkrar kynningar voru á norskum rann- sóknum sem fjölluðu meðal annars um stöðu barnvænna sjúkrahúsa, stuðning við mæður og breytingar á starfsháttum innan deilda á síðustu áratugum. Rannsóknir á brjóstagjöf eftir keisarafæðingu og brjóstagjöf of feitra mæðra voru einnig kynntar. Mikil gróska virðist vera í rannsóknum á brjóstagjöf innan nýburagjörgæsludeilda, nokkrar kynningar voru á þeim og voru þó nokkrir starfsmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins meðal þátttakenda á ráðstefnunni. Stöðu brjóstagjafar á Íslandi var einnig gerð góð skil þar sem bæði var farið yfir brjóstagjöf hérlendis í sögulegu samhengi og staðan rædd í dag. Næringarfræðingar kynntu meðal annars niðurstöður rannsókna á brjóstagjöf sem næringu íslenskra barna og áhrif hennar á járnbirgðir líkamans og vöxt barna. Íslensku ljósmæðurnar Hildur Sigurðardóttir og Helga Gottfreðsdóttir voru með erindi. Hildur kynnti rannsókn á vandamálum tengdum brjóstagjöf og sjálfsöryggi kvenna við brjóstagjöf og Helga sagði frá reynslu foreldra af fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngu. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir ljós- móðir var með veggspjaldskynningu á rann- sókn sinni um reynslu og líðan kvenna sem fá verki í geirvörtur við brjóstagjöf. Arnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaráðgjafi kynnti heimasíðuna www. brjostagjof.is sem innheldur mikinn fróðleik bæði fyrir foreldra og fagfólk. Einnig kynntu norsku brjóstagjafasamtökin nýja heimasíðu, ammehjelpen.no, sem inniheldur upplýsingar um brjóstagjöf fyrst og fremst á norsku. Þar er einnig að finna myndbönd um brjóstagjöf sem gætu nýst vel við fræðslu, myndböndin eru oft á ensku auk norsku. Í lok ráðstefnunnar voru Dr. Marga Thome og Rannveig Sigurbjörnsdóttir heiðraðar, en þær hafa báðar unnið ötullega að eflingu brjóstagjafar á Íslandi. Ráðstefnan tókst vel í alla stað og var jafnt fræðandi og skemmtileg. Ásrún Ösp Jónsdóttir tók saman. Undirbúningsnefndin Rannveig Sigurbjörnsdóttir og Dr. Marga Thome

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.