Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 4
4 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Þegar ég fæddist þá fór mamma mín til Reykjavíkur nokkrum dögum fyrir áætlaðan fæðingardag. Það var heilmikið ferðalag að fara frá Borgarnesi til Reykjavíkur, þá var engin Borgarfjarðarbrú eða Hval- fjarðargöng og malarvegur alla leiðina. Hún naut góðs af því að eiga systur sem var ljósmóðir, hún fékk að gista hjá henni fyrir fæðingu og svo tók hún frænka mín á móti mér á Fæðingarheimili Reykja- víkur. Pabbi var ekki viðstaddur, það tíðkaðist ekki þá. Hann var heima með þrjú systkinin mín. Á þessum tíma voru þau ekki með síma, frænka mín hringdi til nágranna foreldra minna og kom skila- boðum til pabba um að það væri fædd stúlka. Í dag eru allir með síma með sér og fréttir komnar af fæðingu barns, jafnvel áður en skilið er á milli, á veraldarvefinn. Ég velti því stundum fyrir mér hvað þessi tækni getur verið truflandi, allt snýst um að koma frétt- unum sem fyrst í loftið og fylgjast svo með hamingjuóskum rigna inn á Facebook. En auðvitað á maður að vera þakklátur fyrir tækn- ina, hún hefur fleiri kosti en ókosti, hraðinn er bara orðinn svo mikill í samfélaginu. Sem betur fer eru feður meira þátttakendur í öllu barn- eignarferlinu í dag, koma með í mæðraskoðun og rannsóknir eins og sónar, koma að ákvörðun um fæðingarstað, fara í fræðslu tengdri meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf og taka sér fæðingarorlof. Í blað- inu er ritrýnd grein sem fjallar um feður og heimafæðingar og er gaman að sjá hvað þeir upplifa sig sem meiri þátttakendur í ferlinu á sínum heimavelli, þ.e. á heimili þeirra. Íslenskar ljósmæður koma víða við, sumar hafa lært ljósmóður- fræði erlendis, í blaðinu fáum við frásagnir frá þremur ljósmæðrum sem lærðu ljósmóðurfræði í Danmörku, Hollandi og Bandaríkjunum. Anna Rut Sverrisdóttir ljósmóðir hefur verið að starfa í Betlehem, hún er með ótrúlega hrífandi frásögn í blaðinu þar sem hún lýsir vel starfinu á fæðingardeild í þessu stríðshrjáða landi. Það er alltaf gaman þegar einstaklingar úr öðrum stéttum sækj- ast eftir að skrifa í blaðið. Í þessu blaði er grein um áhrif vakta- vinnu á heilsuna sem Erla Björnsdóttir sálfræðingur skrifar. Einnig er grein frá lyfjafræðingum um notkun morfínskyldra lyfja í fæðingu. Ég hef verið aðeins hugsi yfir umræðu sem átti sér stað um daginn um félagsgjöld okkar til Ljósmæðrafélagsins, kannski er þetta ekki rétti vettvangurinn til að tjá sig um þau. Ég hef reynt að sækja aðalfund félagsins á hverju ári því mér finnst mikilvægt og skemmtilegt að mæta til að sýna mig og sjá aðra. Á aðalfundi eru teknar ákvarðanir um ýmis mál, ef maður vill hafa áhrif þá er betra að mæta. Dagskrá aðalfundar liggur fyrir með fyrirvara á vefsíðu félagsins. Það þýðir því lítið að koma löngu eftir aðalfund og vilja fá annan af því maður er ekki sammála því sem fór fram á fundinum. Það er mín skoðun að standa verði við þær ákvarð- anir sem voru teknar á aðalfundi þó að hann hafi verið fámennur. Á næsta aðalfundi má svo taka upp þráðinn aftur og þá er hægt að endurskoða félagsgjaldið. Þá er um að gera að mæta og hafa áhrif á þau mál sem eru tekin fyrir og hitta um leið aðrar ljós- mæður, sem er alltaf skemmtilegt. Hluti af félagsgjöldunum fer í að gefa út Ljósmæðrablaðið, það er metnaður í ljósmæðrum sem skrifa í blaðið og er ég alltaf stolt af blaðinu þegar ég sé útkom- una, vonandi er ég ekki ein um það. Það hefur stundum gengið erfiðlega að fá ljósmæður til trúnaðarstarfa fyrir félagið, komið hefur fram hörð gagnrýni á sumar ljósmæður sem hafa verið að vinna fyrir félagið í stjórn og nefndum svo kannski er skiljanlegt að ljósmæður treysti sér ekki til að ganga í þessi störf, til dæmis tókst ekki að fullmanna kjaranefnd á síðasta aðalfundi. Ljósmæðrum og öðrum lesendum sendi ég sumarkveðju. Aðkoma feðra að barneignarferlinu af hinu góða Hrafnhildur Ólafsdóttir, ritstjóri Ljósmæðrablaðsins R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Gleðilegt sumar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.