Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 7
7Ljósmæðrablaðið - júní 2016 R I T R Ý N D G R E I N ÁGRIP Bakgrunnur: Feður vilja taka virkan þátt í barneignarferlinu og eru nánast undantekningarlaust viðstaddir fæðingu barna sinna. Þeir upplifa oft að þeir séu utanveltu í kerfi sem er sniðið að mæðrum, þar sem upplýsingar til þeirra eru ófullnægjandi. Tíðni heima- fæðinga hefur farið vaxandi án þess að reynsla feðra af þeim hafi verið mikið skoðuð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að dýpka skilning á reynslu feðra af heimafæðingu með rannsóknarspurn- ingunni: Hver er reynsla feðra af heimafæðingu? Aðferð: Innihaldsgreining var notuð til þess að greina svör 65 feðra, sem svöruðu opinni spurningu, í samnorrænni spurningalista- könnun, um reynslu af heimafæðingum. Að auki voru tekin djúpvið- töl við tvo feður um reynslu þeirra. Þar var notast við ferli Vancou- ver skólans í fyrirbærafræði við gagnasöfnun og greiningu. Niðurstöður: Meginþemað í gögnunum er að heimafæðing er vel ígrunduð ákvörðun verðandi foreldra sem leiðir til jákvæðrar upplif- unar föður af fæðingarferlinu. Feður lýsa fæðingunni sem frábærri upplifun. Þeir lýsa persónulegum tengslum og trausti til ljósmóður og að þeir séu virkir þátttakendur í fæðingarferlinu þar sem óskir þeirra og fjölskyldunnar séu virtar. Ákvörðunin um heimafæðingu var stór þáttur í reynslu þeirra, þar sem viðhorf og fordómar samfé- lagsins um heimafæðingar, fyrri reynsla, vilji til að vera við stjórn og öryggissjónarmið komu sterkt fram. Ályktanir: Frekari rannsókna er þörf á reynslu feðra af barn- eignarferlinu eftir fæðingarstað. Mikilvægt er að efla upplýsingagjöf og umræðu um heimafæðingar í samfélaginu og skoða hvaða þættir hafa áhrif á val á fæðingarstað. Lykilorð: Feður, heimafæðing, reynsla, fæðingarstaður. ABSTRACT Introduction: Fathers have a desire to actively participate in the child- bearing process and are almost invariably present at their babies’ births. They experience not belonging in the maternity care system and getting inadequate information. The number of homebirths has been increasing without much study of fathers’ experience. The aim of this study is to get a better understanding of fathers’ experience of homebirth. The research question is: What is the experience of fathers during homebirth? Methods: Content analysis was used to analyze the responses of 65 Icelandic fathers who responded to an open question in a survey about experience of homebirth in the Nordic countries. To get a deeper understanding two fathers were interviewed about their experience using the Vancouver School of doing phenomenology to gather and analyze data. Results: The main theme throughout the data was that homebirth is a well-considered choice of expectant parents that leads to a positive experience of the birth for the father. Fathers describe the homebirth as a great experience. They describe a personal relationship and trust towards the midwife and that they are active participants in the birth process, where their own and their family´s preferences are respected. The decision to have a homebirth was a big part of their journey where former experience, prejudices of society, desire to be in control and safety issues were important factors. Conclusions: More research of fathers’ experiences of birth in different birthplaces and the factors that influence decision making, is needed. It is important to provide more information and to promote discussion in society about homebirth. Keywords: Fathers, homebirth, experience, birthplace. Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu „Frábær upplifun, algjörlega rétt ákvörðun fyrir okkur“ RANNSÓKN Fyrirspurnir Ásrún Ösp Jónsdóttir asrun.osp.jonsdottir@hsn.is Ásrún Ösp Jónsdóttir, ljósmóðir M.Sc á Heilbrigðisstofnun Norðurlands - Akureyri Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir PhD. Dósent við námsbraut í ljósmóður- fræði við Hjúkrunarfræðideild HÍ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.