Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 17
17Ljósmæðrablaðið - júní 2016 kvenna á aldrinum 40 ára og eldri við 37.‒41. viku meðgöngu var hætta á andvana fæðingu 1 af hverjum 267 meðgöngum. En það eru 1,88 sinnum hærri tíðni samanborið við konur 35 ára og yngri. Hlutfallsleg hætta var þrisvar sinnum hærri meðal kvenna á aldrinum 40 ára og eldri samanborið við konur 35 ára og yngri miðað við 41. viku meðgöngu. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir sjúkdómum meðal þýðis höfðu konur á aldrinum 35‒39 ára við 37.‒41. viku meðgöngu 1,28 sinnum hærri tíðni andvana fæðingar, konur á aldrinum 40 ára og eldri höfðu 1,79 sinnum hærri tíðni andvana fæðingar samanborið við konur 35 ára og yngri. Miðað við allt þýðið voru 73% kvenna 40 ára og eldri sem fæddu andvana barn án þekktra sjúkdóma. Aukin tíðni andvana fæðingar var bæði hjá frumbyrjum og fjölbyrjum en þó höfðu frumbyrjur aukna tíðni andvana fæðingar samanborið við fjölbyrjur. Frumbyrjur 40 ára og eldri höfðu þannig 2,63 sinnum aukna tíðni á andvana fæðingu samanborið við fjölbyrjur á sama aldri við 37. viku meðgöngu eða lengur. Rannsakendur skoðuðu einnig hvort kynstofn hefði áhrif á tíðni andvana fæðingar og sýndu niðurstöður að svartar konur voru í aukinni hættu. Svartar konur 40 ára og eldri voru í 1,26 sinnum aukinni hættu á andvana fæðingu samanborið við hvítar konur á sama aldri við 37‒41 viku meðgöngu. Rannsakendur ályktuðu að konur 35 ára og eldri eru í aukinni hættu á andvana fæðingu allan meðgöngutímann miðað við konur 35 ára og yngri. Hættan er mest við 37. ‒41. viku meðgöngu (Reddy o.fl., 2006) sjá nánar í töflu 1. Tafla 1 Hætta á andvana fæðingu með hækkandi aldri kvenna við 37 til 41 viku meðgöngu í Ameríku. Utan sviga eru tölur að undanskildum fósturgöllum. Innan svigans eru tölur sem einnig útiloka sjúkdóma (Reddy o.fl., 2006). Barneignaraldur 37 til 38 vikur 39 til 40 vikur 41 vika < 35 ára 1/1639 (1/1887) 1/1020 (1/1149) 1/1333 (1/1449) 35-39 ára 1/1220 (1/1493) 1/735 (1/806) 1/775 (1/952) ≥ 40 ára 1/893 (1/1064) 1/503 (1/667) 1/403 (1/463) Árið 2009 voru konur í Bretlandi, 40 ára og eldri, 1,7 sinnum líklegri til að fæða andvana barn samanborið við konur á aldrinum 25‒29 ára. Nýburadauði var einnig 1,3 sinnum líklegri meðal barna eldri mæðra, sjá nánar töflu 2 (CMACE, 2011) sjá nánar í töflu 2. Tafla 2 Hætta á andvana fæðingu og nýburadauða miðað við barneignaraldur í Bretlandi árið 2009 (CMACE, 2011). Barneignaraldur Andvana fæðing (e. stillbirth) Nýburadauði 25-29 ára 1/217 1/345 30-34 ára 1/213 1/385 35-39 ára 1/182 1/345 ≥ 40 1/132 1/263 Síðustu tvo áratugi hefur tíðni andvana fæðinga í þróuðum ríkjum haldist óbreytt. Markmið rannsóknar Flenady o.fl., (2011b) var að bera kennsl á þá þætti sem geta dregið úr tíðni andvana fæðinga. Rannsóknin er afturskyggn yfirlitsrannsókn þar sem áhættuþættir andvana fæðingar voru greind með gagnasöfnun. Skoðaðar voru 96 rannsóknir sem taldar voru hágæða rannsóknir. Niðurstöður voru þær að hægt er að rekja stórt hlutfall andvana fæðingar í þróuðum löndum til áhættuþátta sem að mestu leyti eða einhverju leyti er hægt að koma í veg fyrir. Helstu áhættu- þættir voru fyrir utan hækkandi aldur 35 ára og eldri (7‒11%), ofþyngd og offita móður, 8‒18%, og reykingar á meðgöngu, 4‒7%. Ályktun rannsakenda var að með aukinni vitund og íhlutunum gagnvart þessum áhættuþáttum mætti minnka tíðni andvana fæðingar í þróuðum löndum. Afturskyggn hóprannsókn Pasupathy o.fl. (2011) hafði það markmið að skoða tengsl aldurs kvenna og andvana fæðingar vegna súrefnisþurrðar sem á sér stað í fæðingu við settan tíma. Niðurstöður rannsóknar voru að konur 40 ára og eldri eru í tvöfaldri hættu á andvana fæðingu sem hægt er að rekja til útkomu fæðingar samanborið við konur 20‒34 ára (Pasupathy, Wood, Pell, Fleming og Smith, 2011). Með þessar upplýsingar til grundvallar má íhuga hvort gangsetning fæðingar meðal eldri kvenna fyrir settan dag eigi rétt á sér. Við hvaða aldur er aukin hætta? Rannsóknum ber ekki saman um nákvæmlega við hvaða aldur kvenna aukin hætta er á óhagstæðri útkomu fæðingar. Sumar rann- sóknir sýna að tengsl við aldur verða aðeins marktæk eftir 40 ára aldur (Nybo, Wolhlfahrt, Christens, Olsen og Melbye, 2000) meðan aðrir rannsakendur sýna fram á aukna hættu við 35 ára aldur (Delba- ere o.fl., 2007). Yfirlitsrannsókn var gerð með það að markmiði að skoða tengsl við hækkandi aldur kvenna á meðgöngu. Þar var lögð áhersla á konur á aldrinum 35‒39 ára þar sem niðurstöður rannsókna á þessum hópi kvenna hafa ekki verið eins afgerandi og hjá konum 40 ára og eldri. Skoðaðar voru rannsóknir í Englandi á tímabilinu 2000 til 2010 um tengsl við útkomu fæðingar við aldur kvenna 35‒39 ára. Gögn frá rannsóknunum bentu til vægrar aukningar á andvana fæðingum hjá konum á þessum aldri. Rannsakendur ályktuðu að þrátt fyrir aukna tíðni óhagstæðra atvika við fæðingar hjá þessum hópi kvenna mætti ekki gleyma að almennt séð væri útkoma fæðingar hagstæð hjá konum á aldrinum 35‒39 ára (Carolan og Frankowska, 2011). Ávinningur af framköllun fæðingar meðal eldri kvenna Niðurstöður yfirlitsrannsóknar sýndu að framköllun fæðingar hjá öllum aldurshópum vegna meðgöngulengdar við 41. viku meðgöngu bætir útkomu fæðingar með færri tíðni andvana fæðingum án þess þó að auka tíðni keisara (Gülmezoglu, Crowther, Middleton og Heatley, 2012). Í rannsóknum má sjá að fæðing er oftast framkölluð vegna meðgöngulengdar og fyrirmálsrifnun himna (Guerra o.fl., 2009). Í leiðbeiningum National Institute for Health and Care Excellence (NICE) í Bretlandi er tekið fram að bjóða ætti öllum konum gang- setningu fæðingar við 41.‒42. viku meðgöngu til að fyrirbyggja lengda meðgöngu. Þannig er leitast við að bæta útkomu fæðingar þar sem lengd meðganga eykur líkur á andvana fæðingu (NICE, 2008). Rannsókn Walker, Bugg, Macpherson og Thornton (2012) kann- aði álit breskra kvenna og fæðingarlækna á framköllun fæðingar meðal kvenna 35 ára og eldri við settan tíma. Þátttakendur voru 128 starfandi fæðingarlæknar og 663 konur sem voru barnshafandi eða voru nýlega búnar að eiga. Niðurstöður sýndu að 43% kvenna myndu skoða framköllun fæðingar vegna aldurs, 29% myndu íhuga að taka þátt í rannsókn um framköllun fæðingar þar sem fæðing væri framkölluð hjá einum hópi og hjá hinum hópnum væri beðið eftir sjálfkrafa sótt. 3% fæðingarlækna bjóða konum á aldrinum 35‒39 ára framköllun fæðingar, 37% bjóða framköllun fæðingar við 40‒44 ára aldur og í 55% tilfella er boðið upp á gangsetningu hjá konum eldri en 45 ára. 48% kvenna hafa áhuga á að taka þátt í rannsókn sem mótaði stefnu um framköllun fæðingar hjá frumbyrjum eldri en 35 ára. Rannsakendur ályktuðu að víða væri eldri konum boðin framköllun fæðingar og marktækt hlutfall kvenna telur það raun- hæfan kost (Walker o.fl., 2012). Um þessar mundir fer fram samanburðarrannsókn á eldri frumbyrjum í Englandi. Í öðrum hópnum er framkölluð fæðing við 39‒40 vikna meðgöngu en í hinum hópnum er beðið eftir sjálfkrafa sótt nema aðstæður krefjist inngripa eins og framköllun fæðingar eða keisara. Tilgangur rannsóknar er að sýna hvaða áhrif vinnureglur um framköllun fæðingar hjá eldri frumbyrjum við 39 vikna meðgöngu hefur á tíðni keisara. Annar tilgangur rannsóknarinnar er að svara spurningunni hvort framköllun fæðingar hjá þessum hópi kvenna bæti útkomu fæðingar (Walker, Bugg, Macpherson, McCormick, Wildsmith, Smith og Thornton, 2012). Framköllun fæðingar hjá eldri frumbyrjum er líklegri til að enda með fæðingu um fæðingarveg en bráðakeisara. Í rannsókn Carolan

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.