Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 18
18 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 o.fl. (2011) jókst tíðni bráðakeisara með hækkandi aldri frumbyrja. Hjá aldurshópnum 24‒29 ára var tíðni keisara eftir að hríðar hófust 21,6%, við 35‒39 ára 32,9% og hjá konum 40‒44 ára 40,6%. Tíðni gangsetningar var 40,1% hjá frumbyrjum á aldrinum 40‒44 ára og 37,7% hjá konum 35‒39 ára (Carolan, Davey, Biro og Kealy, 2011). Í stórri slembivalsrannsókn var skoðuð útkoma fæðingar hjá konum með meðgöngueitrun eða væga meðgöngueitrun, annars vegar var um að ræða konur sem fengu sjálfkrafa sótt og hins vegar framköllun fæðingar. Miðað var við framköllun fæðingar við 36.‒41. viku meðgöngu, en niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tíðni keisara væri sú sama hjá báðum hópum. Rannsakendur álykt- uðu að framköllun fæðingar bætir útkomu fæðingar og ætti að bjóða konum með vægt hækkaðan blóðþrýsting við 37 vikna meðgöngu (Koopmans, Biljlenga og Groen, 2009). Framköllun fæðingar er ekki að öllu leyti áhættulaus og mikilvægt að meta vel kosti og galla þess þar sem um mikið inngrip í eðlilegt fæðingarferli er að ræða. Tíðni inngripa þegar fæðing er framkölluð er aukin. Til dæmis eru auknar líkur á notkun bláæðaleggja, eftirliti með sírita, aukinni þörf á mænurótardeyfingu, áhaldafæðingu og keisaraskurði (Gilbert, 2011). Rannsóknum ber þó ekki saman um hvort tíðni keisaraskurðar sé aukin við framköllun fæðingar. Í yfir- litsrannsókn Gülmezoglu o.fl., (2012) var skoðaður ávinningur af framköllun fæðingar hjá konum við eða eftir áætlaðan fæðingardag og borin saman við sjálfkrafa sótt við lengda meðgöngu. Rannsak- endur ályktuðu að ávinningur gangsetninga væri minni tíðni burðar- málsdauða og færri keisarafæðingar. Einnig kom í ljós minni tíðni sjúkdóma hjá nýburum eins og meconium aspirations þar sem verk- lag um gangsetningar við lengda meðgöngu er til staðar. Ekki sást marktækur munur á tíðni innlagnar á vökudeild á milli þessa hópa. Rannsóknir um framköllun fæðingar við aðrar áhættusamar þung- anir gefa til kynna að þær bæti útkomu fæðingar með minni tíðni burðarmálsdauða án þess að auka tíðni keisarafæðinga (Walker o.fl., 2012). Áhrif undirliggjandi sjúkdóma, svo sem háþrýstings, offitu og sykursýki eru mikil á meðgöngu og geta haft áhrif á fóstrið. Þegar við bætist hækkandi aldur kvenna aukast líkur enn frekar á neikvæðum áhrifum á útkomu meðgöngu. Þrátt fyrir að þessum undirliggjandi sjúkdómum sé haldið í jafnvægi með lyfjum og mataræði er hækkaður aldur kvenna á meðgöngu sjálfstæður áhættuþáttur fyrir aukna tíðni andvana fæðingar (Fretts, Schmitt- diel, McLean, Usher og Goldman, 1995; Pasupathy, Wood, Pell, Fleming og Smith, 2011). Umræður og samantekt Svo virðist sem framköllun fæðingar bæti útkomu fæðingar við áhættusama þungun og lengda meðgöngu. Mikilvægt er að fá frek- ari rannsóknir um ávinning af framköllun fæðingar vegna aldurs kvenna. Þær rannsóknir sem til eru og hér hafa verið kynntar gefa þó upplýsingar sem styðja það að réttlætanlegt sé að bjóða konum 40 ára og eldri framköllun á fæðingu. Þannig er verið að leitast við að bæta útkomu fæðingar og draga úr líkum á andvana fæðingu meðal eldri kvenna. Rannsóknir um framköllun fæðingar við aðra áhættu- samar þunganir gefa til kynna að þær bæti útkomu fæðingar með minni tíðni burðarmálsdauða án þess að auka tíðni keisarafæðinga (Walker o.fl., 2012). Rannsóknum ber þó ekki saman um hvaða aldursviðmið eigi að nota við framköllun fæðingar til að ná sem bestum árangri meðal eldri kvenna. Væg aukning er á tíðni andvana fæðingar hjá konum á aldrinum 35‒40 ára (Carolan og Frankowska, 2011) samanborið við marktækt aukna tíðni við 40 ára aldur og eldri (Carolan og Fran- kowska, 2011; Reddy o.fl., 2006). Þörf er á frekari rannsóknum um hver ávinningur gangsetningar er samanborið við sjálfkrafa sótt. Einnig er mikilvægt að kanna nánar hvort tíðni keisara sé aukin við framköllun fæðingar samanborið við sjálfkrafa sótt hjá þessum hópi kvenna. Mikilvægt er að kanna stöðu þekkingar meðal kvenna um áhrif hækkandi aldurs við barneignir ekki síst þeirra yngri þegar staðið er frammi fyrir ákvörðun um barn- eign, hvort og hvenær æskilegt sé að ráðgera þungun. LOKAORÐ Ljóst er að hækkandi aldur kvenna á meðgöngu getur haft marg- vísleg neikvæð áhrif bæði á meðgöngu og útkomu fæðingar. Aukin tíðni andvana fæðingar meðal eldri kvenna eykst með aukinni meðgöngulengd. Miðað við þær rannsóknir sem fyrir liggja virðist vera réttlætanlegt að bjóða framköllun á fæðingu hjá konum 40 ára og eldri við 39‒40 vikna meðgöngu og þannig leitast við að bæta útkomu fæðingar. Til að styðja við upplýst val kvenna er þó þörf á frekari rannsóknum um ávinning af framköllun fæðingar meðal eldri kvenna. Rannsakendur hafa ályktað að eldri konur á meðgöngu geri sér að jafnaði grein fyrir því að aldur þeirra sé áhættuþáttur fyrir ófædda barnið. En hvernig er staðan meðal yngri kvenna sem eru að huga að barneignum? Ljósmæður gegna afar mikilvægu hlutverki í að upplýsa konur á barneignaraldri og fjölskyldur þeirra um þætti sem tengjast kven- og kynheilbrigði, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Einn af þeim þáttum sem mikilvægt er að huga að er þróun fræðsluefnis og hlut- verk ljósmæðra og annars heilbrigðisfólks í fræðslu um ákvörðun kvenna um barneignir. Slíka kven- og kynheilbrigðisþjónustu er mikilvægt að efla og þróa innan heilsugæslunnar, ásamt meðgöngu- verndinni, bjóða t.d. viðtöl og fræðslu um hvernig konur og fjöl- skyldur þeirra geta undirbúið sig fyrir eða ráðgert þungun. Ungt fólk á barneignaraldri ætti að vera upplýst um áhrif aldurs á barneignir og þá áhættuþætti sem geta fylgt því að fresta barneignum. HEIMILDASKRÁ Art Medica. (2015). Sótt 12. maí 2015 af http://artmedica.is/doc/131/Barnlaus.pdf Carolan, M. og Frankowska, D. (2011). Advanced maternal age and adverse perinatal outcome: e review of the evidence. Midwifery, 27, 793‒801. Carolan, M., Davey, M.A., Brio, M.A. og Kealy, M. (2011). Older maternal age and intervention in labour: A population-based study comparing older and yonger first-tie mothers in Victoria, Australis. Birth, 38, 24‒29. Carlan, M.C. (2003). The graying of the obstetric population: implications for older mother. Journal of Obstetrics, Gynecology, and Neonatal Nursing, 32, 19‒27. Centre for Maternal and Child Enquiries (CMACE). (2011). Perinatal Mortality 2009. United Kingdom: London. Cooke, A., Mills, T.A. og Lavender, T. (2010). Informed and uninformed decision making -Women´s reasoning, experiences and perceptions with regard and advanced maternal age and delayes childbearing: a meta-synthesis. International Journal of Nursing Studies, 47(10): 1317‒1329. Delbaere, I., Verstraelen, H., Goetgeluk S., Martens G., De Backer G., et al. (2007). Pregnancy outcome in primiparae of advanced maternal age. Eur J Obstet Gynecol Reprod Biol 135: 41–46. Ecker, J.L. Chen, K.T. Cohen, A.P., Riley, L.E., Lieberman, E.S. (2001). Increased risk of cesarean delivery with advancing maternal age: Indications and association factors in nulliparous women. American Journal of Obstetrics and Gynaecology, 185, 883‒887. Flenady, V., Middleton, P., Smith, G.C. o.fl. (2011a). The Lancet´s Stillbirths series steering committee. Stillbirths: the way forward in high-income countries. The Lancet, 377, 1703‒1717. Flenady, V., Koopmans, L., Middleton, P., Froen, J. F., Smith G. C., Gibbons, K., o.fl. (2011b). Major risk factors for stillbirth in high-income countries: systematic review and meta-analysis. Lancet, 377, 1331‒1340. Miðað við þær rannsóknir sem fyrir liggja virðist vera réttlætanlegt að bjóða framköllun fæðingar hjá konum 40 ára og eldri við 39-40 vikna meðgöngu og þannig leitast við að bæta útkomu fæðingar. Til að styðja við upplýst val kvenna er þörf á frekari rannsóknum um ávinning af framköllun fæðinga meðal eldri kvenna.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.