Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 20
20 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Tilgangur þessarar greinar er að kynna fyrir ljósmæðrum grunn- hugtök innan jákvæðar sálfræði og fjalla aðeins um þætti sem geta hjálpað okkur að efla vellíðan í vinnu og í lífinu almennt. Jákvæð sálfræði Jákvæð sálfræði er nálgun innan sálfræðinnar sem kom fram skömmu fyrir síðustu aldamót þegar Martin Seligman var formaður ameríska sálfræðingafélagsins. Hann lagði til að áhersla yrði lögð á að rann- saka með vísindalegum hætti það sem gengur vel hjá fólki í lífinu og eykur vellíðan. Áherslan innan sálfræðinnar hafði frá stríðslokum og fram að þeim tíma verið meiri á að skoða þá kvilla sem hrjáðu mann- inn og hvernig hægt væri að lækna þá á kostnað þess sem vel gekk. Markmiðið með jákvæðri sálfræði er ekki að velta úr sessi eða koma í staðinn fyrir þá athygli sem sjúkdómafræði hefur fengið heldur að víkka sviðið og skoða einnig hvað einkenni og leiði til heilbrigðs, vel starfandi einstaklings (Peterson, 2006). Rannsóknarefni jákvæðrar sálfræði eru fjölbreytt og má þar nefna vellíðan, hamingju, bjartsýni og persónulegan þroska. Vellíðan er yfirhugtak innan jákvæðu sálfræðinnar og er skilgreint sem það að líða vel og vera virkur í leik og starfi. Til að auka vellíðan er t.d. unnið út frá eflingu styrkleika, þakklæti, hamingju, flæði og hugar- fari og almennri vitund um hvernig hægt er að hámarka lífsgæði sín með eigin hegðun, áreynslu, viðhorfum og með jákvæðum inngripum (Heffron og Boniwell, 2011). Hamingja og vellíðan Hamingja er hugtak sem er mikið rannsakað og er óumdeilt að hamingja skiptir fólk miklu máli. Hamingjan er einstaklingsbundin og því ekki til nein uppskrift að hamingju sem gildir fyrir alla. Árið 1984 skilgreindi Ruut Veenhoven hamingju sem upplifun okkar af því hvernig við metum líf okkar þegar á heildina er litið og er sú skil- greining oft notuð (Veenhoven, 2012). Vellíðan á við um það þegar lífið gengur vel. Það er sambland af því að líða vel og að vera vel starfhæfur. Vellíðan felur ekki endilega í sér að einstaklingur sé alltaf glaður heldur líka að sársaukafull upplifun og tilfinningar, svo sem vonbrigði, mistök og sorg, séu eðlilegur hluti lífsins. Að vera fær um að takast á við slíkar tilfinningar er mikilvægt fyrir vellíðan til lengri tíma og til að þroskast og dafna. Að líða vel felur í sér að upplifa tilfinningar eins og ánægju, áhuga, skuldbindingu, sjálfstraust og væntumþykju. Að vera starfhæfur eða virkur felur í sér að þroska hæfileika sína, að hafa stjórn á lífi sínu, að finna lífi sínu tilgang og að eiga í jákvæðum samskiptum (Huppert, 2009). Það er er gott fyrir einstaklingana og samfélagið að þar sé almennt mikil vellíðan. Vellíðan einstaklingsins tengist öðrum jákvæðum þáttum, svo sem getu til náms, framleiðni og sköpun, félagsfærni, góðum samböndum, hjálpsemi, góðri heilsu og lífslíkum (Huppert og So, 2013). Vellíðan í vinnu Áhersla á vellíðan í vinnu er mikilvæg, ekki síst þar sem flestir eyða stórum hluta fullorðinsáranna á vinnustaðnum og jákvætt vinnuum- hverfi er mikilvægt fyrir heilsu og hamingju fólks. Það að upplifa vellíðan á vinnustað hefur mikið um það að segja hvort einstaklingur nái að sinna starfi sínu eins vel og mögulegt er. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem starfa innan heilbrigðisþjónustunnar og upplifa streitu í starfi eiga á hættu að þróa með sér einkenni kulnunar, enda eru tilfinningatengsl við skjólstæðinga oft mikil (Leinweber og Rowe, 2010, Steinunn Hrafnsdóttir og Anna Rós Jóhannesdóttir, 2006). Að annast einstaklinga sem hafa orðið fyrir áföllum, sárs- auka eða áverkum getur leitt til áfallastreituviðbragða hjá starfsfólki. Það getur haft áhrif á getu þeirra til að sinna starfinu eins og best væri. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir möguleikanum á afleiddri Vellíðan í vinnu, hvað getum við gert til að efla hana? F R Æ Ð S L U G R E I N Stefanía Guðmundsdóttir Ljósmóðir á Landspítala

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.