Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 22
22 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 meðvitað og sífellt bætir í skilning á hvaða athafnir eru líklegar til að skila árangri og hvaða þættir hafa áhrif þar á (Layous og Lyubomir- sky, 2014). Dæmi um jákvæð inngrip er æfingin Þrír góðir hlutir sem er ætlað að efla jákvæðar tilfinningar. Þar er einstaklingurinn beðinn að rifja upp daginn að kvöldi og skrifa niður þrjá góða hluti sem gerðust í lífi hans þann dag, ásamt því að velta því fyrir sér hvaða þátt hann átti í þessum atburðum. Hér er lögð áhersla á það að fólk átti sig á því hvaða áhrif það getur sjálft haft til að gera líf sitt jákvæðara. Önnur æfing er að nota styrkleika á nýjan hátt. Það krefst þess að einstaklingurinn sé búinn að greina styrkleika sína og noti einn af kjarna styrkleikum sínum á nýjan hátt, þ.e. ekki eins og þeir eru notaðir dagsdaglega. Rannsóknir hafa sýnt að báðar þessar æfingar auka hamingju og draga úr þunglyndiseinkennum og er árangurinn enn til staðar við mælingar eftir sex mánuði (Seligman o.fl., 2005). Heffron og Mutrie (2012) hafa skoðað hreyfingu sem jákvætt inngrip. Áhrif líkamsræktar eru meðal annars jákvæðar tilfinn- ingar, aukið sjálfsálit og aukinn tilgangur með lífinu. Best er að líta á hreyfingu sem leik eða gleði en ekki sem skyldu. Það er mikil- vægt að finna hreyfingu sem hentar hverjum og einum því þannig eru meiri líkur á að við höfum ánægju af því að stunda hreyfingu sem eykur vellíðan okkar enn frekar. Góð líkamsvitund eykur líkur á að einstaklingur fari vel með líkama sinn. Því vænna sem okkur þykir um líkamann, því meiri líkur eru á að við förum vel með hann (Hefferon, 2013). Hreyfing ein og sér er það inngrip sem talið er hafa mest áhrif til að efla vellíðan. Núvitund hefur verið mikið notuð sem inngrip í jákvæðri sálfræði og er eitt form hugleiðslu. Skilgreining Jon Kabat-Zinn á núvitund er athygli með sérstökum hætti: Af ásettu ráði, á þessu andartaki og án þess að dæma (Tan, 2012). Núvitund snýst um að skerpa athygl- ina á meðvitaðan hátt án þess að skilgreina eða dæma. Að festast ekki í truflandi, síendurteknum hugsunum og reyna að bregðast ekki ósjálfrátt við þeim heldur gefa sér í staðinn tíma til að velja viðbragð (Ivtzan, 2015). Rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundarhugleiðsla hefur jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi, svo sem á hjarta- og æðakerfi með því að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting og hún getur einnig dregið úr verkjum. Í tengslum við hugræna starfsemi hefur verið sýnt fram á að hugleiðsla eykur einbeitingu og athygli, bætir minni, dregur úr kvíða og stressi, bætir svefn og hjálpar fólki að bregð- ast við atburðum og áreiti á meðvitaðan hátt (Grossman, Nieman, Schmidt og Walach, 2004). Núvitundarþjálfun hefur mikil áhrif til að efla vellíðan. Hún tengist þáttum eins og sjálfsöryggi, sjálfræði, lífsánægju og jákvæðum áhrifum ásamt því að auka jákvæðar tilf- inningar (Ivtzan, 2015). Hannað hefur verið núvitundarnámskeið sem leggur áherslu á góðvild í eigin garð og sýndi rannsókn sem gerð var á árangri þess námskeiðs að góðvild í eigin garð, velvild og lífsánægja jókst marktækt og á móti dró úr þunglyndi, streitu, kvíða og tilfinningalegri forðun hjá þeim sem fóru á námskeiðið saman- borið við viðmiðunarhóp. Ávinningurinn hélst í 6 og 12 mánuði eftir námskeiðið. Lífsánægja hafði aukist eftir árið sem leiðir líkum að því að þeir sem halda áfram að sýna sér velvild auki lífsgæði sín varanlega (Neff og Germer, 2013). Einfaldasta form núvitundar er að beina athygli sinni að önduninni. Ef vilji er til að tileinka sér núvitund er fjöldi mismunandi aðferða til, til að mynda námskeið og ýmis snjallforrit auk þess sem mikið er til af leiddri hugleiðslu á netinu. Tökum málin í okkar hendur og tökum ábyrgð á okkur sjálfum Af framansögðu er ljóst að við getum sjálf haft mikil áhrif á það hvernig okkur líður í einkalífi og starfi. Það er mikilvægt að finna tilgang með því sem maður gerir og að finna hamingju og vellíðan í því starfi sem maður sinnir og ver stórum hluta lífsins í. Verum vakandi fyrir því að finna jákvæða hluti og gefum jákvæðum tilf- inningum meiri gaum, því þær efla hjá okkur vellíðan. Nýtum styrk- leika okkar og eflum þá því þar erum við upp á okkar besta. Hrósum hvert öðru og finnum okkur nýjar leiðir að markmiðum okkar ef gömlu aðferðirnar hafa ekki virkað. Leikum okkur og gefum okkur tíma til að njóta augnabliksins. Því eins og Bangsímon sagði, þá er lífið ferðalag sem maður þarf að upplifa en ekki verkefni sem maður þarf að leysa. HEIMILDASKRÁ Britt, T. W., Adler, A. B., & Bartone, P. T. (2001). Deriving benefits from stressful events: The role of engagement in meaningful work and hardiness. Journal of Occupational Health Psychology, 6, 53–63. Fisher, C. D. (2010). Happiness at work. International Journal of Management Reviews. 12(4) 384‒412. Gander, F., Proyer, R.T., Ruch, W. og Wyss, T. (2012). Strength-Based Positive Interventions: Further Evidence for Their Potential in Enhancing Well-Being and Alleviating Depression. Journal of Happiness Studies, 14(4), 1241‒1259. Germer, C. K. og Neff, K. D. (2013). Self-compassion in clinical practice. Journal of Clinical Psychology, 69(8), 856‒867. Grossman, P., Niemann, L., Schmidt, S. og Walach, H. (2004). Mindfulness-based stress reduction and health benefits: A meta-analysis. Journal of Psychosomatic Research, 57(1), 35‒43. Harzer, C. og Ruch, W. The application of signature character strengths and positive experiences at work. Journal of Happiness Studies, 6, 25–41. Hefferon, K. (2013). Positive psychology and the body. The somatopsychic side to flourishing. Maidenhead: Open University Press. Hefferon, K. og Boniwell, I. (2011). Positive Psychology: Theory, Research and Applications. McGraw-Hill Education (UK). Huppert, F. A. (2009). Psychological Wellbeing: Evidence regarding its causes and consequences. Applied Psychology: Health and wellbeing, 1(2), 137‒164. Huppert, F. A. og So, T. T. C. (2013). Flourishing across Europe: Application of a new conceptual framework for defining well-being. Social Indicators Research 110(3), 837‒861. Ivtsan, I. (2015). Awareness is freedom. The adventure of psychology and spirituality. Winchester: Change Makers Books. Layous, K., & Lyubomirsky, S. (2014). The how, why, what, when, and who of happiness: Mechanisms underlying the success of positive interventions. Í J. Gruber & J. Moscowitz (ritstj.), Positive emotion: Integrating the light sides and dark sides (pp. 473‒495). New York: Oxford University Press. Leinweber, J., og Rowe, H.J. (2010). The costs of ‘being with the woman’: secondary traumatic stress in midwifery. Midwifery. 2010;26: 76–87. Peterson, C. (2006). A primer in Positive Psychology. Oxford University Press. Peterson, C. og Seligman, M. E. P. (2004). Character strengths and virtues: A handbook and classification. New York: Oxford University Press and Washington, DC: American Psychological Association. Peterson, C., Park, N., Hall, N. og Seligman, M.E.P. (2009). Zest and work. Journal of Organizational Behavior, 30, 161–172. Seligman, M. E. P., Steen, T. A., Park, N. og Peterson, C. (2005). Positive psychology progress - Empirical validation of interventions. American Psychologist, 60(5), 410–421. doi:10.1037/0003-066X.60.5.410 Sin, N. L. og Lyubomirsky, S. (2009). Enhancing well-being and alleviating depressive symptoms with positive psychology interventions: a practice-friendly meta-analysis. Journal of Clinical Psychology, 65(5), 467–487. Steger, M. F., Dik, B. J., & Shim, Y. (2009). Assessing meaning and satisfaction at work. Í S. J. Lopez (Ritstj.), The Oxford handbook of positive psychology assessment (2. útg.). Oxford, UK. Oxford University Press. Steinunn Hrafnsdóttir. (2004). The mosiac of gender: The working environment of Icelandic social service managers. Reykjavík: University of Iceland Press. Steinunn Hrafnsdóttir og Anna Rós Jóhannesdóttir. (2006). Handleiðsla og stuðningur á vinnustað. Í Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guðmundsson, (ritstjórar) Heilbrigði og heildarsýn, félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu (bls. 285‒295). Reykjavík: Háskólaútgáfan og Rannsóknasetur í barna- og fjölskyl- duvernd. Tan, C.M. (2014.) Núvitund – leitaðu inn á við (Guðni Kolbeinsson þýddi). Reykjavík: Forlagið. (Upphaflega útgefið 2012). Veenhoven, R. (2012). Cross-national differences in happiness: Cultural measurement bias or effect of culture? International Journal of Wellbeing, 2(4), 333‒353. Wood, A. M., Linley, P. A., Maltby, J., Kashdan, T. B. og Hurling, R. (2011). Using personal and psychological strengths leads to increases in well-being over time: A longitudinal study and the development of the strengths use questionnaire. Per- sonality and Individual Differences 50, 15‒19. Ástæða er til þess að hvetja lesendur að fara á heimasíðunna www.viacharacter.org og greina þar styrkleika sína án endugjalds.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.