Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 26
26 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is Fást í öllum helstu apótekum um land allt VELJUM ÍSLENSKT Barnalínan frá Gamla apótekinu inniheldur engin viðbætt ilm- og litarefni. Vörurnar í Barnalínunni eru íslenskar vörur þróaðar í samstarfi við lækna og lyfjafræðinga. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 31 03 2 / BARNIÐ Verndar og nærir dýrmæta húð Í daglegu starfi okkar ljósmæðra skipta þessi hugtök kannski ekki sköpum um það hvernig við nálgumst vinnu okkar, við berum alltaf hag skjólstæðinga okkar fyrir brjósti sama hvað það er kallað. En í stærra samhengi hlýtur orðræðan að vera mikilvæg og móta hugmyndir fólks að einhverju leyti. Ég velti því fyrir mér hvort heppilegt sé að ljósmæður noti hugtök á borð við eðlilegar og náttúrulegar fæðingar í tengslum við hugmyndafræði sína. Þegar þessi hugtök eru notuð fela þau ósjálfrátt í sér hinn kostinn eða andstæðurnar, það er óeðlilegar og ónáttúrulegar fæðingar. Konur standa frammi fyrir því að hafa fætt ónáttúrulega vegna þess að gripið var inn í fæðinguna af einhverjum orsökum og það getur valdið togstreitu, vonbrigðum og jafnvel tilfinningu um að hafa brugðist. Einnig er það staðreynd að skjólstæðingahópur ljósmæðra samanstendur ekki bara af konum sem fæða einbura á settum tíma í höfuðstöðu, við sinnum líka konum sem glíma við veikindi eða alvarlega áhættuþætti sem njóta góðs af tæknilegum inngripum og þurfa ekki síður á umönnun ljósmæðra að halda. Mikilvægt er að ljósmæður geri stóran hóp kvenna ekki fráhverfan hugmynda- fræði sinni með þröngum skilgreiningum, sem gætu í ofanálag haft neikvæð áhrif á upplifun þeirra af eigin fæðingu. Ef til vill er hugmyndafræði og orðanotkun um lífeðlislega nálgun heildrænni og meira viðeigandi heldur en skilgreiningar á eðlilegum og/eða náttúrlegum fæðingum. Ávinningur lífeðlislegrar nálgunar er ekki annaðhvort til staðar eða ekki heldur er hann hámarkaður fyrir hverja og eina konu. Þannig hættir nálgunin aldrei að eiga við og konur falla ekki út fyrir ramma skilgreiningarinnar í miðri fæðingu eða þegar hún er yfirstaðin. Þetta þýðir þó ekki að það skipti ekki máli hvort gripið sé inn í fæðingu eða ekki því það er ávallt haft að leiðarljósi að öryggi og ávinningur sé mestur þegar truflun er sem minnst. Ef til vill er kominn tími til að snúa vörn í sókn og leggja aukna áherslu á óhindrað ferli fæðingar og ávinning í stað þess að einblína á afleiðingar þess að grípa inn í ferlið. Áhersla á ávinning lífeðlis- legrar nálgunar, frekar en fjölgun eðlilegra fæðinga, gæti veri lykill- inn í baráttunni gegn sjúkdóms- og tæknivæðingu fæðingarinnar. HEIMILDIR American College of Nurse-Midwives (ACNM), Midwives Alliance of North America (MANA), and the National Association of Certified Professional Midwives (NACPM). (2012). Supporting health and normal physiologic childbirth: a consensus statement. Sótt 12. apríl 2015 af http://nacpm.org/wp-content/ uploads/2014/07/Physiolgical-Birth-Consensus-Statement.pdf Darra, S. (2009). ‚Normal‘, ‚natural‘, ‚good‘ or ‚good-enough‘ birth: examining the concepts. Nursing Inquiry, 16(4), 297‒305. Ljósmæðrafélag Íslands. (2000). Hugmyndafræði og stefna. Sótt 15. apríl 2015 af http:// www.ljsomaedrafelag.is/Assets/%C3%9Ath%C3%A1fa/lmfistefnumotun.pdf Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur Pálsson (ritstjórar). (2011). Skýrsla frá Fæðingarskráningunni fyrir árið 2010. Reykjavík: Kvenna- og barnasvið Landspítala Háskólasjúkrahúss. Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur Pálsson (ritstjórar). (2014). Skýrsla frá Fæðingarskráningunni fyrir árið 2013. Reykjavík: Kvenna- og barnasvið Landspítala Háskólasjúkrahúss. World Health Organization (WHO). (1996). Care in normal birth: Practical guide. Sótt 11. desember 2014 af http://whqlibdoc.who.int/hq/1996/WHO_FRH_MSM_96.24. pdf

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.