Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 30
30 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 11‒22 klst. á meðan helmingunartími fullorðinna er einungis 3‒4 klst. Þannig að útskilnaður lyfsins úr plasma hjá nýburum er um þriðjungi hægari en hjá fullorðnum [10]. Próteinbinding lyfsins er um 52% í nýburum en 60‒80% í fullorðnum, svo mun meira magn er af virku (fríu) lyfi í blóði nýbura. Þetta þýðir að sami blóðstyrkur hefur mun meiri áhrif í nýburum en í fullorðnum og því má búast við meiri virkni í heila, meiri öndunarbælingu o.fl. hjá nýburum. Petidín kemst greiðlega yfir fylgju eða um 70‒90% [8, 10]. Umbrot ópíóíða fer að mestu fram í lifur þar sem sum niður- brotsefnin eru virk þegar önnur hafa enga virkni. Sem dæmi mynd- ast morfín-6-glúkúroníð þegar morfín brotnar niður en það er mun virkara en morfínið sjálft, en þegar petidín brotnar niður myndast óvirkt norpetidín [2, 8, 11]. ÁVINNINGUR OG AUKAVERKANIR HJÁ MÓÐUR Sársaukinn sem móðir upplifir þegar hún fæðir barn er óumdeildur, en það er afar persónubundið hvernig þær skynja þennan sársauka [4]. Margar konur kjósa að fá einhvers konar verkjastillingu á meðan fæðingu stendur eins og mænudeyfingu eða jafnvel kröft- uga verkjadeyfingu með ópíóíðum. Helsti ávinningurinn við að nota ópíóíða er að þeir slá fljótt og vel á sársaukann án þess skerða meðvitund konunnar [2]. Samkvæmt samantekt sem Ullman og félagar unnu árið 2011 á mörgum rannsóknum kemur fram að einungis minni hluti kvenna töldu verkjastillingu góða eða full- komna með ópíóíðum. Helstu aukaverkanir voru ógleði, uppköst og sljóleiki, en marktækt fleiri konur í þeim hópi sem fékk petidín létu vita að þær finndu fyrir sljóleika [4]. ÁHRIF Á NÝBURA Eins og áður hefur komið fram flytjast ópíóíðar yfir fylgju og má áætla að það taki nýburann allt að 3‒6 sólarhringa að losa sig við petidín og niðurbrotsefni þess úr líkama sínum [12]. Mikilvægt er að mæður sem fá petidín séu tengdar við hjartsláttarrita sem fylgist með hjartslætti barnsins, þar sem að hann á það til að detta niður eða verða óreglulegur vegna lyfsins [13]. Önnur áhrif sem nýburar geta orðið fyrir eru öndunarbæling og lægri APGAR einkunn [3, 14, 15]. Þó magn af ópíóíðum sé aðeins minna í blóði nýbura en móður, þá er mun meira magn af virku (fríu) lyfi í blóði nýburans vegna próteinbindingar og því geta áhrif lyfsins verið meiri en hjá móður. Síðan virkar lyfið mun lengur í nýburanum en móður og þeir því líklegri til að verða fyrir óæski- legum áhrifum sökum lyfjagjafarinnar [16]. ÁHRIF Á BRJÓSTAGJÖF Fáar rannsóknir hafa tekið fyrir áhrif ópíóíða sem notaðir voru við fæðingu, á brjóstagjöf. Í einni rannsókn sem gerð var í Svíþjóð 1997 voru áhrif petidíns á brjóstagjöf skoðuð og sýndi hún að það voru tengsl á milli verkjastillingar móður með peditíni og tíma að fæðingu [14, 17]. Einnig hefur verið sýnt fram á að ópíóíðar hafa áhrif á sogþörf og hve fljótt nýburinn sækir í brjóstið. Þeir nýburar sem höfðu hæstu blóðgildin (sýni tekin úr naflastreng) voru með minni sogþörf og voru lengur að taka brjóst [14]. Tíminn skipti einnig máli en því lengri tími sem leið frá síðustu lyfjagjöf uns barnið fæddist því fljótari virtust þau taka brjóst. Ein af ástæðunum er að petidín er mjög fituleysanlegt og á því greiða leið beint inn í miðtaugakerfið og hefur slævandi áhrif á mikið af þeirri starfsemi sem þar fer fram [14]. LOKAORÐ Eins og fram hefur komið er notkun ópíóíða í fæðingu umdeild og ekki að ástæðulausu. En ef rétt er farið að gjöf ópíóíða og eftir- fylgni er góð, þá er hægt að lágmarka áhættuna fyrir nýburann ásamt því að ná sem mestum ávinningi fyrir móðurina. Almenna reglan ætti samt að vera að mæla frekar með notkun annarrar verkjastillingar, ef hægt er, og nota ópíóíða einungis í brýnustu nauðsyn. Passa þarf að lyfjagjöf sé í lágmarki til að minnka óæski- leg áhrif á litla krílið. HEIMILDIR 1. Wang, K., Cao, L., Deng, Q., Sun, L. Q., Gu, T. Y., Song, J., & Qi, D. Y. (2014). The effects of epidural/spinal opioids in labour analgesia on neonatal outcomes: a meta- analysis of randomized controlled trials. Can J Anaesth, 61(8), 695‒709. 2. Anderson, D. (2011). A review of systemic opioids commonly used for labor pain relief. J Midwifery Womens Health, 56(3), 222‒239. 3. Hilmarsdóttir, L. Ó. (2010). Verkjameðferð í fæðingu með lyfjum. ljosmodir.is: Ljósmæðrafélag Íslands. 4. Ullman, R., Smith, L. A., Burns, E., Mori, R., & Dowswell, T. (2010). Parenteral opioids for maternal pain relief in labour. Cochrane Database Syst Rev. (9), CD007396. 5. Lowe, N. K. (1991). Critical predictors of sensory and affective pain during four phases of labor. Journal of Psychocomatic Obstetrics & Gynecology, 12(13), 193‒208. 6. Terrie, Y. C. (2011). An Overview of Opioids. Pharmacy Times. 7. eMC. (2014). Pethidine Injection BP 50mg/ml. from eMC https://www.medicines. org.uk/emc/medicine/22031#PHARMACODYNAMIC_PROPS 8. Sérlyfjaskrá. Pethidine BP. http://serlyfjaskra.is/FileRepos/cf3b00e4-c6fe-df11- a1f6-0016e6045f8e%5CSPC-Pethidine%2520BP.doc.pdf 9. WHO. (1989). WHO Model Prescribing Information: Drugs Used in Anaesthesia. from http://apps.who.int/medicinedocs/en/d/Jh2929e/7.2.html 10. Olkkola, K. T., Hamunen, K., & Maunuksela, EL. (2012). Clinical Pharmacokinetics and Pharmacodynamics of Opioid Analgesics in Infants and Children. Clinical Pharmacokinetics, 28(5), 385‒404. 11. Smith, H. S. (2009). Opioid Metabolism. Mayo Clinic Proceedings, 84(7), 613‒624. 12. Hogg, M. I., Wiener, P. C., Rosen, M., & Mapleson, W. W. (1977). Urinary excretion and metabolism of pethidine and norpethidine in the newborn. Br J Anaesth, 49(9), 891‒899. 13. Sekhavat, L., & Behdad, S. (2009). The Effects of Meperidine Analgesia during Labor on Fetal Heart Rate. Int J Biomed Sci, 5(1), 59‒62. 14. Nissen, E., Widstrom, A. M., Lilja, G., Matthiesen, A. S., Uvnas-Moberg, K., Jacobsson, G., & Boreus, L. O. (1997). Effects of routinely given pethidine during labour on infants’ developing breastfeeding behaviour. Effects of dose-delivery time interval and various concentrations of pethidine/norpethidine in cord plasma. Acta Paediatr, 86(2), 201‒208. 15. Volikas, I., Butwick, A., Wilkinson, C., Pleming, A., & Nicholson, G. (2005). Maternal and neonatal side-effects of remifentanil patient-controlled analgesia in labour. Br J Anaesth, 95(4), 504‒509. 16. Olkkola, K. T., Hamunen, K., & Maunuksela, E. L. (1995). Clinical pharmacokinetics and pharmacodynamics of opioid analgesics in infants and children. Clin Pharmacokinet, 28(5), 385‒404. 17. Jones, L., Othman, M., Dowswell, T., Alfirevic, Z., Gates, S., Newburn, M., . . . Neilson, J. P. (2012). Pain management for women in labour: an overview of systematic reviews. Cochrane Database Syst Rev, 3, CD009234.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.