Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 31
31Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Það er árla morguns og leið mín liggur frá Jerúsalem til Betlehem sem er um 25 mínútna akstur. Sólarupprisan er einstök hér í landinu helga, við mér blasir eldrauður Jórdaníufjallgarðurinn í fjarska og græn ólífutrén í vegkantinum þegar ég nálgast varðstöð Ísraelshers inn í Betlehem. Gráir fyrir járnum hleypa ungir hermenn mér í gegn. Ég sé fjölda Palestínumanna fara fótgangandi í gegnum varðstöðina undir smjásjá hersins, á leið til vinnu í Jerúsalem. Palestínumönnum búsettum í Betlehem er óheimilt að aka bíl til Jerúsalem og þurfa því að taka sérstakar rútur til vinnu. Betlehem tilheyrir Vesturbakkanum og Palestínu, borgin er umkringd múrum og kemst enginn til og frá henni nema að fara í gegnum varðstöðvar hersins. Hér í Palestínu hefur fólk búið við hernám Ísraels frá 1967. Um aldamótin síðustu fóru múrar að rísa í kringum hverja palestínsku borgina á fætur annarri með tilheyr- andi skerðingu á ferðafrelsi og lífskjörum fólks almennt. Ég held ferð minni áfram, við götuna skammt fyrir innan varðstöð- ina stendur palestínskur kaffisölumaður. Ég stöðva bílinn og fæ mér rjúkandi heitt arabískt kaffi. „Friður sé með þér,“ segir hann á arab- ísku og brosir um leið og hann kveður. Brátt er ég komin á spítalann Holy Family Hospital. Spítalinn stendur á fallegum stað skammt frá fæðingarstað Jesú. Kaþólsku góðgerðasamtökin Order of Malta sjá um reksturinn, starfsfólkið er palestínskt en framkvæmdastjórinn franskur. Spítalinn, sem samanstendur af fæðingardeild, vökudeild, skurðstofu og sængurkvennadeild, þjónustar palestínskar konur og er þjónustan talin sú besta sem þær eiga völ á. Konurnar koma víða að úr Palest- ínu til að fæða og fæðingar síðasta árs voru 3.568 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Spítalinn sinnir flóttamönnum en í Betlehem eru til að mynda tvær flóttamannabúðir. Palestínskir flóttamenn eru um 793 þúsund á Vesturbakkanum. Spítalinn sinnir auk þess bedúínakonum en þær eru hirðingjar sem lifa við mjög frumstæð skilyrði í eyðimörkinni. Líf kvennanna er oft á tíðum erfitt, sérstaklega hirðingjanna og þeirra sem búa í flóttamannabúðunum. bedúínakonur eiga að meðaltali 8‒12 börn hver. Fæðingartíðni meðal annarra palestínskra kvenna er 4,1 og hefur dregist saman undanfarin ár og notar 57% þeirra getnaðarvarnir. Meðalaldur kvenna við giftingu er 20 ár en fimmtungur þeirra giftast hins vegar fyrir 18 ára aldur. Rúm 4% búa við fjölkvæni. Rúmlega þriðjungur kvenna býr við heimilisofbeldi og fer það síst minnkandi. Samkvæmt lögum er heimilisofbeldi ekki bannað en rætur þess má m.a. rekja til feðraveldisins sem þær búa við ásamt hernáminu og skertra tækifæra sem því fylgja, einkum atvinnuleysis. Menntunarstig palestínskra kvenna er hátt miðað við önnur Mið-Austurlönd en engu að síður eru 38% þeirra án atvinnu. Múslimskar konur hylja hár sitt og ganga gjarnan í kápum þótt hásumar sé og hitinn óbærilegur. Fáar eru hins vegar í búrkum eða hylja sig algerlega. Í Betlehem eru um 20% íbúanna kristnir Palestínumenn en kristnar konur hylja ekki hár sitt. Ljósmóðir hér í fullu starfi er með um 130 þúsund ISK á mánuði í byrjunarlaun. Vinnuvikan er 40 klst. Mönnun hljóðar upp á 4 ljós- mæður, að deildarstjóra meðtöldum, á morgunvakt og kvöldvakt og 3‒4 á næturvakt, álagið er því oft á tíðum mikið á hverja ljósmóður. Vaktaskýrslan er skrifuð 2 vikur í senn og lögð fram 2‒4 dögum áður en hún tekur gildi svo lítið ráðrúm gefst til að skipuleggja frítíma. Fæðingarorlof hjá ljósmóður er ekki nema 70 dagar eða 10 vikur. Lífið á fæðingardeildinni er um margt ólíkt því sem ég á að venjast. Menningarmunurinn er talsverður og er hinn arabíski heimur almennt hávaðasamur, lítið fer fyrir næði og tillitsemi. Það tók mig langan tíma að venjast þessu. Fæðingarstofurnar eru t.d. ávallt opnar og hljóð berast auðveldlega á milli herbergja. Starfsfólkið er svo á ferðinni út og inn af stofunni. „Þín kona“ er ekki látin í friði af öðru starfsfólki, sem stundum gerist forvitið og vill til dæmis vita hver útvíkkunin sé og skellir sér því í innri skoðun að öllum forspurðum. Þegar líður að fæðingunni sjálfri er samvinnuhugsjónin við völd og allir sem vett- lingi geta valdið taka þátt. Sannkölluð Hollywood-stemning skap- ast með viðeigandi hvatningarhrópum sem heyrast um alla deildina. Foreldrarnir fagna sérstaklega ef drengur fæðist en síður ef um stúlku- barn er að ræða. Þó svo spítalinn sé yfirhöfuð snyrtilegur er hreinlætisstuðullinn ekki eins hár og ég á að venjast. Konurnar þurfa að koma með sína eigin sápu því það er ekki sjálfgefið að sápa sé inni á baðherbergi konunnar. Þetta er einkar bagalegt þar sem allar konur fá til dæmis hægðalosandi í byrjun fæðingar. Við ljósurnar höfum einn vask á deildinni til að þvo okkur. Sá vaskur er frammi á gangi, fyrir framan skurðstofuna, svo það eru oft ansi mörg skref í vaskinn til að þvo sér. Ég ákvað því að koma með mína eigin sápu og þvæ mér á baðherbergi konunnar. Handspritt eru fyrir utan stofurnar en ekki inni á þeim, ætluð aðstandendum. Ég laumast oft til að taka sprittbrúsann til mín inn á stofuna. Ræstingar- starfsfólki er aðeins ætlað að þrífa gólfin, annað sjá ljósmæðurnar um. Konum er ekki gefinn langur tími til að fæða og fæðingarnar eru keyrðar áfram. Belgjarof er gert hjá öllum konum í upphafi fæðingar. Hvað varðar hinar ýmsu tíðnitölur þá eru um 30% fæðinga gangsetn- ingar og keisaratíðnin er 25%. Tíðni episiotomia hjá frumbyrjum er Ljósmóðir í Betlehem Anna Rut með ljósubarnið sitt.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.