Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 38
38 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 ljósmóðir er alltaf á vakt sem skjólstæðingar geta hringt í allan sólar- hringinn fyrir uppákomur á meðgöngu, fyrir fæðingar og heima- þjónustu fyrstu 2 vikurnar eftir fæðingu. Þessar vaktir geta verið frá 24–48 klst. Svo sér önnur ljósmóðir um meðgöngueftirlitið á stof- unni. Þær skiptast á vöktunum og meðgöngueftirlitinu, og vinna því mikið einar síns liðs. Skjólstæðingurinn hittir allar ljósmæðurnar að minnsta kosti einu sinni á meðgöngu, en það kemur síðan í ljós hver er á vakt og mun taka á móti barninu. Kona í eðlilegri meðgöngu hittir ekki heimilislækni, nema að þess þurfi eins og fyrir sýklalyf. Ef ræða þarf við fæðingarlækni um tiltekna konu gerir ljósmóðirin það oftast sjálf. Í sérstökum tilfellum fær konan viðtal við fæðingarlækn- inn. Meðgöngueftirlit eftir fyrri keisara er til 36 vikna meðgöngu á stofu og síðan flyst það á spítalann. Konur í eftirliti á stofu mega velja hvort þær vilji fæða heima hjá sér eða á sjúkrahúsi. Ef þær kjósa að fæða á sjúkrahúsi, þá fer ljósmóðirin frá stofunni með á spítalann og sér um fæðinguna. Ef eitthvað kemur upp á í fæðingunni, t.d. ósk eftir mænurótardeyfingu, þá tekur klínísk ljósmóðir (ljósmóðir sem vinnur við áhættufæðingar á sjúkrahúsinu) og hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í fæðingum við umönnun og ábyrgðinni. Fæðingar- læknir er alltaf á vakt á spítalanum. Verknámið var strembið, þá aðallega vegna þess að maður þurfti oft að flakka á milli vinnustaða; vera á spítala eða ljósmæðrastofu úti á landi í nokkrar vikur og jafnvel nokkra mánuði. Vaktirnar gátu verið mjög langar og ekki bætti úr auka áreynsla vegna tungumála- erfiðleika. Álagið í náminu var oft gríðarlegt og kröfurnar miklar, á hverju ári hættu nemendur námi vegna þessa. Stór kostur og eflaust það sem ég græddi mest á, var að ég fékk svo fjölbreytta þjálfun, bæði hjá mörgum ljósmæðrum og læknum. Ég var í verknámi á sjö ljósmæðrastofum og sex misstórum sjúkrahúsum. Þá kynntist ég svo mismunandi heilbrigðisstarfsfólki sem kenndi mér hvað er gagnlegt og einnig hvernig ég vil alls ekki vera. Ég tók tveggja ára hlé frá náminu vegna skyndilegs andláts móður minnar. Í þessu hléi fór ég meðal annars í eins árs sónarnám í kven- sjúkdóma- og fæðingarfræði, sem var heldur minna umfangs en ljós- móðurnámið. Alveg síðan ég var barn hef ég verið heilluð af ómun og litlu krílunum inni í bumbunni og vissi því að þetta fag ætti vel við mig. Eftir það nám var ég með réttindi til allra meðgöngutengdra ómskoðana (og almennra skoðana á legi og eggjastokkum), þá sérstaklega 20 vikna skimunar og hnakkaþykktarmælingar. Þegar ég hóf ljósmæðranámið aftur vann ég við ómskoðanir í hlutavinnu til að halda færninni við. Svo loksins varð ég ljósmóðir í maí 2014. Sumarið eftir útskrift fékk ég vinnu við afleysingar á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningar á Landspítalanum. Mikil eftir- vænting var að fá tækifæri til að vinna sem ljósmóðir á Íslandi og kynnast íslenska kerfinu. Margt þurfti ég að læra því ekki hef ég hjúkrunarfræðigrunn, eins og að blanda lyf. Eftirminnilegast við að koma heim er hvað spítalinn er lítill og í rauninni krúttlegt hvað deildirnar eru litlar. Svo er hægt að leggja bílnum rétt fyrir utan spít- alann og enginn tími fer í að ganga frá risastóru bílastæði í korter til að komast að aðalinngangi spítalans. Það var alveg nýtt fyrir mér að vinna með öðrum ljósmæðrum því ég var vön að vinna ein og sjálf- stætt og lítið um samstarfsfélaga á vinnutíma. Það hjálpaði að geta spurt ráða og unnið með öðrum reyndum ljósmæðrum og læknum. Að geta verið eingöngu í dagvinnu sem ljósmóðir er frábært, sá möguleiki er ekki fyrir hendi í Hollandi. Það er margt ólíkt á milli Íslands og Hollands. Eins og til dæmis að á Íslandi getur ljósmóðir hvorki pantað blóðrannsókn á sínu nafni né skrifað upp á lyfseðil fyrir meðgöngutengdum lyfjum. Þá er ljósmóðir meira háð læknum og ákvörðunum þeirra hérlendis og vaktaskipti lækna og ljósmæðra eru ekki sameiginleg (mér fannst ég oft læra svo mikið á þeim og eru þá meiri samskipti á milli þessara stétta). Eitt af því sem mér fannst erfiðast að venjast var þessi tvíverknaður þegar kona hittir ljósmóður og lækni í sömu heimsókn; að konan þyrfti oft að endurtaka sömu söguna hjá lækninum. Þetta fannst mér skrítin vinnubrögð og skildi ég ekki hvers vegna ljósmóðir þurfti fyrst að hitta konuna. Í Hollandi hittir nefnilega kona í áhættumæðravernd annaðhvort bara ljósmóður eða lækni. Svo þekkti ég ekki að ljós- móðir mældi blóðþrýsting og stixaði þvagið fyrir fæðingarlækninn, sumum virtist finnast það frekar hlutverk ljósmóður en læknis. Ég er glöð að vera flutt heim til Íslands og geta unnið hér. Á Íslandi er mjög góð þjónusta fyrir konur á meðgöngu og öllu því sem henni viðkemur. Tölfræðin sýnir flottar niðurstöður sem við megum vera mjög stolt af. Þetta er lítið land og samfélag og því auðvelt fyrir almenning að ná í fagfólk, sem er mikill kostur. Eftir minn stutta starfsferil sem ljósmóðir á göngudeild mæðra- verndar og fósturgreiningar, sumarafleysingar á Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, og á Fósturgreiningardeildinni, þar sem ég vinn í dag, sé ég hve frábært tækifæri ég fékk til að stunda námið í Hollandi þar sem sautján milljónir manns búa. Það var því ótrúlega fjöl- breyttur hópur skjólstæðinga sem ég kynntist frá mismunandi menn- ingarheimum og ólík trúarbrögð, tungumál, skoðanir og erfiðleikar (t.d. umskurn kvenna). Ég veit núna að námið í Hollandi var virði blóðs, svita og tára og er flott nám. Vala Guðmundsdóttir Ljósmóðir á LandspítalaÚtskrifast sem sonartæknir í júní 2012. Vala og Itske leiðbeinandinn hennar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.