Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 41
41Ljósmæðrablaðið - júní 2016 mig svo yfir til Debbie og fylgdi þeim báðum í eitt ár. Ég fylgdi þeim í allar vitjanir og fæðingar og var því á vakt dag og nótt án þess að taka mér hlé í þrjú ár. Á þessum þremur árum fór ég í 87 fæðingar og óteljandi vitjanir í meðgönguvernd og sængurlegu og upplifði samfellda þjón- ustu eins og hún gerist best. Ég sat ljósmæðrapróf hjá North American Registry of Midwives (NARM) sem gaf mér réttindi sem ljósmóðir eða Certified Professional Midwife (CPM) árið 2010 og fékk ljósmæðraleyfi í Wisconsin fylki snemma árs 2011. Ég ákvað að starfa sjálfstætt sem heimafæðingarljósmóðir, líkt og Ingrid og Debbie. Ég starfaði í náinni samvinnu við þær báðar og nýtti tímann þegar ég beið eftir ljósmæðraleyfinu til að undirbúa mína eigin heimafæðingarþjónustu. Ég skipulagði starfsemina og varð mér úti um öll leyfi. Pantaði súrefniskúta, áhöld, nálar og lyf, útbjó húsnæðið fyrir vitjanir, skrifaði eyðublöð og kennsluefni og sankaði að mér bókum fyrir bókasafnið á skrifstofunni. Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir að taka á móti fyrsta barninu því ein konan sem ég hafði sinnt sem nemi ákvað að biðja mig að taka á móti öðru barninu sínu. Barnið fæddist í lok febrúar 2011 á afmælisdegi eldri systur sinnar sem ég hafði tekið á móti sem nemi hjá Ingrid. Ingrid aðstoðaði mig í fyrstu fæðingunum. Þetta var ómetanlegur stuðningur fyrir nýja ljósmóður. Við vorum frábært teymi enda höfðum við verið nánast límdar saman á mjöðmunum í heil þrjú ár og þekktum hvor aðra vel. Henni fórst hlutverk sitt sem kennari mjög vel úr hendi og var reynsla mín sem nemandi einstaklega jákvæð. Í Madison störfuðu 6‒8 ljósmæður við heimafæðingar á þessum árum og saman áorkuðu þær miklu. Þær höfðu barist fyrir lögleiðingu ljós- mæðra sem ekki höfðu lokið hjúkrunarprófi og gengu þau lög í gildi árið 2006. Árið 2015 tóku gildi lög sem gerðu öllum ljósmæðrum kleift að fá greitt frá ríkissjúkratryggingum (MedicAid). Með þessum lögum jókst aðgengi kvenna, sérstaklega kvenna með litlar tekjur, að ljósmæðrum og heimafæðingum. Ég fékk tækifæri til að vinna að þessum nýju lögum, en auk þess sat ég í stjórn Ljósmæðrafélagsins í Wisconsin fylki. Í Bandaríkjunum þykir sjálfsagt að verja hluta tíma síns við sjálf- boðavinnu. Það gerði ég með því að bjóða fram stuðning í fæðingu (sem doula) fyrir konur í erfiðum aðstæðum í gegnum samtök sem kallast Small Miracles. Konur sem sóttu um aðstoð í gegnum samtökin voru einkum táningsstúlkur, innflytjendur, fátækar konur og konur í fangelsi. Þessi vinna var afskaplega gefandi og dýrmæt reynsla fyrir nýja ljós- móður. Árið 2012 settist ég aftur á skólabekk, að þessu sinni í meistara- nám sem kallast European Master of Science in Midwifery. Þetta er samevrópskt verkefni sem miðar meðal annars að því að auka aðgengi ljósmæðra að menntun á framhaldsstigi. Á þingi Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar í München árið 2000 skrifuðu 48 lönd undir sáttmála þess efnis að vinna ætti markvisst að því að auka rödd ljósmæðra á öllum stigum stefnumótunar og að auka rannsóknir í ljósmóðurfræði og var European Master of Science in Midwifery ein leið til að bregðast við þessum München-sáttmála. Ég lauk náminu vorið 2015 frá Hannover Medical School í Þýskalandi og hóf doktorsnám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands haustið 2015. Emma Swift Ljósmóðir Hér sjást nokkrar af ljósmæðrunum í Madison við kveðjuveislu sem þær héldu fyrir okkur áður en við fluttum heim til Íslands. Frá vinstri: Tehmina, Emma, Britt, Leah, Hannah og Ingrid. Verkleg kennsla í staðnámi í Chicago. Verkleg kennsla í staðnámi í Chicago.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.