Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 42
42 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Stjórnarfundir Stjórnarfundir starfsársins hafa verið 12 og verið haldnir á 2‒3 vikna fresti eftir því sem fyrir hefur legið hverju sinni. Kjaramál Mikill óróleiki var í kjaramálum og samþykktu félagsmenn verkfall á LSH og SAk sem hófst hinn 7. apríl 2015 og lauk með dómi hinn 13. júní sama ár. Í kjölfarið var settur gerðardómur sem dæmdi ákveðnar hækkanir. Dómurinn stendur til 31.08.2017. Eftir dóminn hefur farið töluverð vinna í að túlka menntunarákvæði dómsins og er sú vinna enn í gangi. Næsta hækkun samkvæmt dómnum er 01.06.16. Einnig hefur talsverð vinna farið í bókun 2 samkvæmt kjarasamningi 2014. Bókun 2 felur í sér möguleika á tímabundinni umbun. Sú bókun er komin í gagnið á HH, HSU og HSS. Sjá skýrslu formanns kjaranefndar í aðalfundargögnum. Dómsmál Í kjölfar verkfalla var ákveðið að höfða mál í félagsdómi vegna vangoldinna launa fyrir unna vinnu. Málinu var vísað frá í fyrstu umferð en ákveðið var að fara aftur með málið fyrir dóminn. Þar tapaðist málið mjög naumlega með séráliti frá tveimur dómurum. Var því ákveðið að fimm félagsmenn mundu sameiginlega höfða mál fyrir héraðsdómi vegna vangoldinna launa. Saman eiga þessar fimm ljósmæður inni rúmlega 700 þús. kr. hjá ríkinu. Vinna við þetta mál er í fullum gangi. BHM mun standa straum af málskostnaði. Reikna má með að málsmeðferð fyrir héraðsdómi geti tekið eitt ár eða jafnvel lengur. Skuldastaða Kjarabarátta er dýr og kostnaðarsöm og ekki nóg með það, þá koma lítil félagsgjöld inn þegar félagsmenn eru í verkfalli. BHM, FÍN og Fræða- garður hlupu því undir bagga með félaginu og bæði lánuðu og styrktu okkur. Miklar hagræðingar voru gerðar í rekstri og er gaman að segja frá því að við höfum nú þegar getað endurgreitt Fræðagarði það lán sem þeir veittu okkur. Nánar um lánin má sjá á ársreikningi félagsins. Fagdeildir og stefnumótun Frekar erfitt hefur reynst að koma fagdeildum af stað og má sjá skýr- slu þeirra í aðalfundargögnum. Starfshópur hefur verið að störfum við að endurskoða stefnu félagsins og er þeirri vinnu ekki lokið. Erlent samstarf Við höfum tekið þátt í starfi NJF (Nordisk Jordmor Forbund) nú sem endranær. Við vorum gestgjafar á stjórnarfundi samtakanna í maí 2015. Auk hefðbundinna fundarstarfa var þema fundarins meðferð klögumála gegn ljósmæðrum og einnig vorum við með kynningu á heimaþjónustu ljósmæðra. Til að vera með framsögu um þessi mál fengum við til okkar góða gesti sem þekktu þessa málaflokka vel. Ekkert hefur verið fundað hjá ICM (International Confederation of Midwives) þetta árið en við höfum fylgst vel með starfi þeirra og sent þeim ýmis gögn sem þeir hafa eftir þörfum falast eftir. Ísland var orðið eitt tveggja landa í Evrópu sem ekki var aðili að EMA (European Midwives Association). Að mati stjórnar félagsins hafði Ísland margt að sækja í EMA og var því ákveðið að sækja um aðild að samtök- unum. Vefsíður félagsins Ljosmodir.is var orðin barn síns tíma og var ráðist í endurgerð síðunnar. Rekstur hennar er nú algjörlega á höndum skrifstofunnar og renna því tekjur af síðunni beint til félagsins fyrir utan það sem fer í viðhald síðunnar sjálfrar. Vel hefur gengið að selja auglýsingar. Sjá nánar í reikningum félagsins. Vegna hagræðingar þurftum við að segja vefstjóra síðunnar ljosmaedrafelag.is upp störfum a.m.k. tímabundið og er umsjón síðunnar nú í höndum skrifstofu félagsins með dyggri aðstoð Signýjar Dóru Harðar- dóttur. Unnið er að því að gera síðuna aðgengilegri, meðal annars er hún nú skalanleg í snjalltækjum. Auk þess er unnið í því að hægt sé að finna einstakar greinar Ljósmæðrablaðsins en ekki þurfi alltaf að skoða allt blaðið í heild sinni. Fylgja og Ljósmæðrablaðið Að þessu sinni var í hagræðingarskyni ákveðið að gefa Fylgjuna út til tveggja ára og sleppa fræðilega kaflanum sem í staðinn verður aðgengi- legur á ljosmaedrafelag.is. Auk þess tókst að selja auglýsingu á baksíðuna. Með þessu tókst að draga verulega úr kostnaði við útgáfuna. Skoðað var hvort breyta ætti Ljósmæðrablaðinu yfir í rafrænt tímarit. Stjórnin mat það svo að það væri ekki heppilegur kostur að svo stöddu ekki síst í ljósi þess að blaðið hefur staðið undir sér undanfarið. Þetta er þó mál sem þarf að endurmeta reglulega. Ljósmæðradagar í maí Alþjóðadagur ljósmæðra var haldinn hátíðlegur með ráðstefnu á Naut- hól þar sem Alison McFadden kom frá Bretlandi og var gestur okkar. Auk þess fengum við marga góða gesti frá Íslandi bæði ljósmæður og aðra. Í ár bar 5. maí upp á uppstigningardag svo að ljósmæðradagar þessa árs verða á þann veg að við höldum daginn hátíðlegan þann 4. maí með þingi þar sem við fáum til okkar Söruh Wickham og Ank de Jonge auk annarra gesta. Þann 5. maí verður svo vinnustofa með Söruh. Dagurinn í fyrra var samvinnuverkefni félagsins, HH, námsbrautar og fagráðs ljósmæðra LSH og nú í ár taka sömu aðilar höndum saman, auk Kristbjargar Magnúsdóttur ljósmóður. Skjalaflokkun Við að undirbúa skráningu á sögu félagsins hefur Erla Doris Halldórs- dóttir flokkað skjalasafn félagsins alveg niður og gengið frá því til varð- veislu. Var það mjög gott að við skyldum fá þetta samhliða bókarskrif- unum því frágangur á skjölum félagsins var mjög brýnt verkefni sem þoldi ekki bið. BHM Félagið hefur venju samkvæmt tekið þátt í öllu samstarfi innan BHM á árinu. Félagsmenn hafa verið duglegar að sækja í ýmsa sjóði BHM og er það vel. Iðgjald til BHM mun á þessu ári hækka um 30% sirka þar sem nú hefur innnheimtuaðferðum verið breytt yfir í hlutfall af heildarlaunum. Námskeið Auk ljósmæðradaga í maí sem fjallað var um hér að framan ráðgerir félagið nálastungunámskeið í haust. Leiðbeinandi verður María Sigurðar- dóttir ljósmóðir. Vinna hefur haldið áfram við undirbúning 100 ára afmælis félagsins árið 2019 og NJF ráðstefnunnar sama ár. Skráning á sögu félags- ins og undirbúningur ljósmæðratals gengur vel og einnig undirbúningur ráðstefnu. Þema ráðstefnunnar verður að þessu sinni „Midwifery across borders“ og mun fyrstu gögnum og auglýsingum verða dreift á ráðstefn- unni í Gautaborg í maí. Framundan Frekari vinna við endurskoðun stefnumótunar félagsins. Frekari bæting á vefsíðum félagsins. Áframhaldandi vinna við 100 ára afmæli félagsins 2019 og ráðstefnu sama ár. Þakkir Stjórn félagsins þakkar öllum þeim ljósmæðrum og öðrum sem starfað hafa fyrir félagið á síðasta ári og einnig þeim sem hafa látið sig málefni félagsins varða, haft samband og komið með ábendingar. Fyrir hönd stjórnar LMFÍ Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Skýrsla stjórnar LMFÍ 2015-2016 F R É T T I R A F F É L A G S S T A R F I

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.