Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Side 6
6 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Nú þegar Trump er orðinn forseti í Bandaríkj- unum, öllum að óvörum, Íslendingar kjósa Sjálf- stæðisflokkinn aftur þrátt fyrir að hafa mótmælt, krafist breytinga og knúið fram aukakosningar vegna óánægju, Bretar vilja úr Evrópusam- bandinu en samt ekki og véfengja lýðræðislegar kosningar, er mér verulega umhugað um framtíð- ina. Mér finnst ríkja óvissa um margt. Hvað mun framtíðin bera í skauti sér og hvernig munum við síðar horfa til þessa tíma sem við lifum nú? Í smærra samhengi á þetta einnig við um ljósmæður. Víða um heim búa þær einnig við óvissu. Víða eru þær valdalausar eða valdalitlar. Ríkjandi undirmönnun og undirfjármögnun einkennir flestar stofnanir þannig að álag í starfi er orðið það mikið að einhverjar ljósmæður kjósa að hætta að starfa við fagið. Oft hefur verið sagt að þekking færi okkur völd og við þurfum völd til að breyta og hafa áhrif. En er það svo? Það hefur líka verið sagt að við þurfum að setja fram spurningar og gera rannsóknir til að festast ekki í ákveðnum vinnubrögðum sem eru röng eða að minnsta kosti ekki best. Það merkilega er að í reynd er þetta ekki alltaf svona. Við höfum þekkingu og rannsóknir en við förum ekki endilega eftir þeim. Nú eru a.m.k. tvö ár síðan út komu rannsóknir sem sýndu að hraustum konum í eðlilegri meðgöngu er gjarnan best borgið að fæða utan sjúkrahúsa. Stefnum við markvisst að því að benda konum á þessar niðurstöður? Að vísu hefur ekki verið mikið um val en við höfum þó haft heimahús, fáeinar stofnanir í heimabyggð og svo ljós- mæðrareknu einingarnar í Keflavík og Selfossi þar sem um stuttan veg er að fara frá Reykjavík til að fæða. Svo fögnum við auðvitað tilkomu fæðingarstofu Bjarkarinnar sem vonandi vindur hratt og örugglega upp á sig þannig að fæðing utan sjúkrahúsa fyrir ákveðinn hóp kvenna verði normið hjá okkur. Einnig má nefna fósturhjartsláttarritin sem eiga sinn þátt í sjúk- dómsvæðingu fæðinga. Erfitt reynist að leggja notkun þeirra alveg af þrátt fyrir að margar, bæði nýjar og gamlar (um fimmtíu ára), rann- sóknir sýni að þau eru ekki öruggur mælikvarði á líðan fóstursins og það hefur verið vitað nánast frá upphafi. Það sem var þó ekki vitað strax var að læknirinn sem kynnti ritið til sögunnar var einnig eigandi fyrirtækisins sem framleiddi monitora. Annað dæmi eru gangsetningar. Mikilvægt er að velta því upp hvort gangsetningar séu allar gerðar af nauðsyn og hvort sú ákvörðun sé vel ígrunduð og studd af góðum rannsóknarrökum. Hvenær er gangsetning til gagns og hvenær ekki? Rútínu umönnun er alltaf röng fyrir einhverja! Hvernig munu ljósmæður árið 2045 hugsa um okkur þegar þær líta til baka? Munu þær segja: Af hverju tóku þær þátt í þessu þegar rannsóknir sýndu fram á að það væri ekki til bóta fyrir móður og barn? Það er umhugsunar- efni af hverju við gerum stundum hluti sem eru gagnstætt okkar þekkingu og vitneskju. Þegar ljósmóðir kemur inn í stéttina nýkomin úr námi er hún full af hugsjónum og horfir gagnrýnum augum á „kerfið“. Þegar svo rútínan tekur við og mikið er að gera í vinnunni alla daga þá sofna flestir á verðinum og verða kannski svolítið samdauna og taka þátt í þeirri starfsemi sem fer fram og sætta sig við þau vinnubrögð sem eru á hverri stofnun fyrir sig. Við missum gagnrýnisaugun á okkur sjálfar, auk þess sem mörgum þykir vænt um vinnustaðinn sinn og vilja verja hann fyrir gagnrýni. Auðvitað er langflest vel gert og allt er gert í góðri mein- ingu. Það er kannski gott að hafa hér bak við eyrað að ÁTVR hafði einkaleyfi á innflutningi eldspýtna í 50 ár á meðan öllum var frjálst að flytja inn kveikjara. Mér finnst það ágætis áminning um að festast ekki í viðjum vanans. Af því að hlutir hafa alltaf verið svona þá er það ekki endilega rétt. Af kynnum mínum af ljósmæðrum veit ég að við erum ákveðnar metnaðarfullar konur sem gerum kröfur og vitum hvað við viljum. En oft höfum við líka mjög ólíkar skoðanir á því hvernig best sé að ná fram markmiðum, samstaða stéttarinnar er ekki nógu sterk. Það vantar að ljósmæður komi fram sem sterkt afl og standi saman allar sem ein hvað sem tautar og raular. Það er hægt að hafa ólíkar skoð- anir innbyrðis en út á við og í meginstefnu verðum við allar að tala sama mál og standa saman. Allar verða að róa í sömu átt, annars komumst við seint og illa og kannski aldrei að landi. Fyrir hönd stjórnar Ljósmæðrafélags Íslands óska ég öllum ljós- mæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar um komandi ár. Áslaug Íris Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Notum við þekkingu okkar eða stingum við höfðinu í sandinn? Á VA R P F O R M A N N S L M F Í

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.