Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 9
9Ljósmæðrablaðið - desember 2016 F R Æ Ð S L U G R E I N INNGANGUR Breytingar hafa orðið á barneignarþjónustu víðsvegar um heiminn og er Ísland ekki þar undanskilið. Lokanir fæðingardeilda á lands- byggðinni hafa leitt til miðstýringar og nú í dag eru flestar fæðingar hérlendis á tveimur stærstu sjúkrahúsum landsins eða um 76% á Landspítalanum í Reykjavík og 9,5% á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessi þróun hefur leitt til skerðingar á þjónustu við þær konur sem kjósa að búa á landsbyggðinni og því mikilvægt að skoða hvernig ljósmæðraþjónustu á landsbyggðinni er háttað, ræða mikilvægi hennar og hvernig hægt er að varðveita hana og efla. Í þessari grein, sem byggir á lokaverkefni í ljósmóðurfræði vorið 2016, er fjallað um þjónustu ljósmæðra á landsbyggðinni með áherslu á hvert mikilvægi ljósmæðraþjónustu er og upplifun ljós- mæðra af því að starfa þar, leiðbeinandi minn var Ólöf Ásta Ólafs- dóttir. Tekið var viðtal við Önnu Maríu Oddsdóttur, ljósmóður á Sauðárkróki, til að kynnast starfi hennar þar og aðstæðum á Norð- urlandi. Breytingar á barneignarþjónustu Í fæðingarskrá kvennadeildar Landspítalans frá árinu 2013 má sjá hvernig þróun á fækkun fæðingarstaða hefur verið síðastliðin ár. Á árunum 2004‒2013 hefur fæðingarstöðum fækkað úr 20 niður í átta (fyrir utan tvo staði þar sem barn fæddist óvænt). Ef skoðaðar eru skýrslur sem sýna tölur lengra aftur í tímann eða til ársins 1997 má sjá að þá voru fæðingarstaðir 17 á landinu, samanborið við átta árið 2013 og ef litið er á tölur frá Norðurlandi má sjá að á Sauðárkróki fæddust 44 börn árið 1997 og á Húsavík 43 börn (velferðarráðuneytið, 2012). Í dag eru hins vegar ekki áætlaðar fæðingar á þessum stöðum (Ragnheiður I. Bjarnadóttir o.fl., 2014). Vegna breytinga á umsvifi barneignarþjónustunnar á Norðurlandi síðastliðin ár hefur þjónustan færst að miklu leyti til fæðingardeildarinnar á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Rúmlega þriðjungur kvenna sem fæða barn sitt á Akureyri eru búsettar á staðnum en aðrar þurfa að keyra mislangar vegalengdir. Til að mynda er fjarlægðin frá Þórshöfn til Akureyrar um 235 kíló- metrar. Yfir vetrartímann þekkist það að konur þurfi að koma til Akur- eyrar einhverjum dögum fyrir settan dag og bíða eftir því að fara af stað í fæðingu. Þetta getur haft í för mikið sér töluverða röskun á lífi þeirra og fjölskyldu. Mikið óöryggi getur einnig fylgt þessari óvissu og ferðalögum þar sem erfitt er að vita hvenær rétti tíminn sé til að leggja af stað (Guðlaug Einarsdóttir o.fl., 2010). Anna María Odds- dóttir kom inn á þennan þátt í viðtalinu sem tekið var við hana. Hún greinir frá upplifun sinni af ósætti margra kvenna við að geta ekki fætt í sinni heimabyggð, þá sérstaklega fjölbyrjur sem hafa fætt eðlilega áður. Hún skynjar mikið óöryggi hjá foreldrum, annars vegar að ekki sé starfandi ljósmóðir á vakt í þeirra heimabyggð og að þurfa að keyra langar vegalengdir, til dæmis ef kona er í fæðingu. Hún segist finna þetta sérstaklega yfir vetrartímann þegar ekki er alltaf hægt að treysta á veður og færð og heiðin sem þarf að fara yfir er jafnvel lokuð. Þetta eru meðal annars ástæður fyrir því að mikilvægt sé að viðhalda ljós- móðurþjónustu í heimabyggð fyrir öryggi móður og barns. Heilbrigðisstofnun Norðurlands sinnir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu og öldrunarþjónustu en sameining heilbrigðis- stofnana á Norðurlandi (annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkur hjúkrunar- og dvalarheimili) átti sér stað í október 2014. Þær stofnanir sem tilheyra nú Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík, Heilsugæslan á Akureyri, Ljósmæðraþjónusta á landsbyggðinni Mikilvægi þjónustunnar og upplifun ljósmæðra af því að starfa þar Heiður Sif Heiðarsdóttir Ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.