Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 11
11Ljósmæðrablaðið - desember 2016 fæða á Akureyri. Þrátt fyrir það er á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki tilbúin fæðingarstofa og barnastofa en Anna María hefur tekið á móti sjö börnum þar frá því hún byrjaði og þremur í heimahúsi. Hún sinnir langflestum konunum í heimaþjónustu í sængurlegu og áfram í ungbarnaverndinni upp að sex vikum og hittir þau svo aftur í tveggja og hálfs ár skoðun. Hún hefur einnig sinnt krabba- meinsleit á staðnum. Konur hafa leitað til hennar fyrir þungun og þær sem hafa misst á meðgöngu, þar sem hún segist aðallega veita sálrænan stuðning. Hér er því um öfluga og víðtæka samfellda þjónustu að ræða. Anna María lýsir gríðarlegu álagi að starfa ein í heimabyggð með lítið sem ekkert bakland og ábyrgðinni við að taka ákvarðanir og meta aðstæður ein. Svo dæmi sé tekið, úrlestur hjartsláttarrita og hvort eigi að senda konu til Akureyrar. Hún nefndi einnig að hún væri gjarnan að hugsa til baka og ígrunda hvort hún hafi gert rétt og tekið réttar ákvarðanir. Hún þarf að treysta algjörlega á sjálfa sig en er í góðu samstarfi við ljósmæður og lækna á Akureyri og hún upplifir jákvæðan og mikinn stuðning frá þeim. Spurð um framtíðarsýn ljósmæðraþjónustunnar á Sauðárkróki, þá telur Anna María að auka þurfi stöðugildi ljósmæðra og hafa fleiri starfandi ljósmæður á staðnum. Til að sá möguleiki sé fyrir hendi hjá konum í eðlilegri meðgöngu að fæða í heimabyggð þurfi að vera starfandi a.m.k. tvær ljósmæður á staðnum og sólarhrings- þjónusta ljósmóður. Hún sér einnig fyrir sér að ungbarnaverndin færist í meira mæli yfir í hendur ljósmæðra þar sem ljósmæður gætu sinnt þeim upp að 12 vikna aldri. Hún telur það vera til dæmis álitlegra og í anda samfelldrar þjónustu að ljósmóðir sem sinnt hefur konu frá upphafi meðgöngunnar leggi fyrir hana Edin- borgar þunglyndiskvarðann við 9 vikna aldur barnsins heldur en hjúkrunarfræðingur sem er þá jafnvel að hitta konu og barn í fyrsta sinn. Einnig telur hún ljósmæður vera réttu fagaðilana til að sjá um fræðslu og ráðgjöf unglinga og annarra um kven- og kynheilbrigði og getnaðarvarnir. Upplifun ljósmæðra af að starfa á landsbyggðinni Niðurstöður erlendra rannsókna sem fjalla um upplifun ljósmæðra af því að starfa á landsbyggðinni eru að mörgu leyti í samræmi við upplifun Önnu Maríu ljósmóður á Sauðárkróki. Ljósmæður sem starfa út á landsbyggðinni þurfa að búa að víðtækri þekkingu og færni, þær þurfa að vera sveigjanlegar, sjálfstæðar og treysta á sjálfa sig. Þær lýsa miklu álagi af því að starfa á landsbyggð- inni (Yates, Kelly, Lindsay og Usher, 2013; Harris, o.fl., 2011). Einnig fylgir því mikil ábyrgð að þurfa að framkvæma áhættumat, taka ákvarðanir og standa við þær. Mikilvægt er að ljósmæður hafi landfræðilega þekkingu á svæðinu þegar kemur að því að taka þurfi ákvarðanir, til að mynda vegna álagstíma í umferðinni sem og veðurfars. Ljósmæður lýsa tilfinningum sínum þannig að þær óttast að gera mistök og missa líf, starfinu fylgja oft áhyggjur af því hvernig þær tókust á við tilfellin, hvort þær hafi gert rétt (Harris o.fl., 2011). Ljósmæður sakna þess, þegar þær starfa einar, að hafa einhvern til að ræða hlutina við og fá annað álit, til dæmis við úrlestur rita. Íslenskar ljósmæður sem starfað hafa á lands- byggðinni fjalla einnig um erfiðar aðstæður og álagið sem getur fylgt því að starfa einar á landsbyggðinni þar sem þær þurfa að treysta á sjálfa sig. Þetta kom meðal annars fram í rannsókn Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) en hún skoðaði fæðingarsögur ljósmæðra á Íslandi frá miðri síðustu öld til okkar daga og til að skilgreina hvaða hugmyndafræði og þekking liggur að baki störfum þeirra. Ljósmæður sem unnið hafa í fjölda ára einar á landsbyggðinni sögðust stundum hafa leitað til eins einhvers konar Guðs, eða notað sjötta skilningarvitið, sína innri ljósmóðurþekkingu í gagn- kvæmu sambandi við konuna, sem veitti þeim sjálfstraust og þá hafi þær þrátt fyrir allt ekki verið einar í starfi heldur með konunni. Neikvætt viðmót ljósmæðra sem starfa á hærra þjónustustigi í þéttbýli á sjúkrahúsum var eitt af því sem fram kom í frásögn ljósmæðra í rannsókn Harris o.fl. (2011) sem framkvæmd var í Skotlandi. Ljósmæður töldu að þeim sé ekki alltaf sýndur nægi- legur skilningur á þeirra aðstæðum og að ekki væri borin virðing fyrir þeirra færni og áhættumati með tilliti til flutnings kvenna á hærra þjónustustig. Jafnframt töldu þær mikilvægt að hafa gott aðgengi að þjálfun á stærri þjónustustöðum til að geta brugðist rétt við í sinni heimabyggð ef óvænt fæðing yrði og til að viðhalda menntun sinni og færni í fæðingarhjálp, bráðaþjónustu og endur- lífgun nýbura. Það er áberandi í niðurstöðum rannsókna að erfitt reynist víða að manna stöður fagfólks úti á landsbyggðinni (Yates, Kelly, Lindsay og Usher, 2013; Harris, o.fl., 2011). LOKAORÐ Rannsóknir sýna meðal annars að það eykur öryggi bæði móður og barns að starfandi sé ljósmóðir í heimabyggð og að útkoma og upplifun kvenna af bæði meðgöngu og fæðingu er jákvæðari. Þörf er á frekari rannsóknum á þróun starfsviðs landsbyggðarljós- mæðra í ákveðnum þjónustukjörnum, þverfræðilegrar samvinnu og útkomu þjónustunnar. Mikilvægt er að nýta betur þekkingu ljósmæðra og víkka starfsvið þeirra og auka samfellda þjónustu frá því fyrir þungun, í gegnum barneignarferlið og fylgja konu og fjölskyldu hennar lengur í ung- og smábarnavernd, sinna kven- heilbrigði og aukinni fræðslu um getnaðarvarnir og kynheilbrigði almennt. Þjónusta ljósmæðra á landsbyggðinni er fjölbreytt og mikilvæg, bæði vegna öryggis, ánægju og líðan móður og barns og fjölskyldunnar. Ef kona fær ekki ljósmæðraþjónustu í sinni heimabyggð getur það reynst henni og fjölskyldu hennar töluvert álag og einnig kostnaðarsamt að þurfa að leita annað. Ljósmæður þurfa víðtæka þekkingu og færni til að geta starfað á landsbyggðinni, þær þurfa að vera sveigjanlegar, sjálfstæðar og treysta á sjálfa sig. Rann- sóknir sýna einnig að erfitt virðist vera að manna ljósmæðrastöður á landsbyggðinni. Skoða þarf ástæður þess og vekja áhuga ljós- mæðra á að starfa þar. Með sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi er tæki- færi til að samræma þá þjónustu sem í boði er á þeim stöðum sem ljósmæður starfa og má þar taka starf ljósmóður á Sauðár- króki til fyrirmyndar. Við Anna María töluðum um að á stöðum eins og Sauðárkróki og Húsavík þyrftu að vera starfandi a.m.k. tvær ljósmæður sem skipta með sér vöktum þannig að í boði verði samfelld þjónusta ljósmæðra allan sólarhringinn fyrir þær konur sem búa þar og í nágrenninu. Þá væri hægt að bjóða konum í eðli- legri meðgöngu upp á að fæða í heimabyggð en rannsóknir telja val á slíkum fæðingarstað vera öruggan þegar hann er í umsjá ljós- mæðra. Í klínískum leiðbeiningum NICE frá Bretlandi (2014) er heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu og fæðingu ráðlagt að fæða á slíkum ljósmæðrareknum einingum sem hér á landi falla undir fæðingarstað D samkvæmt leiðbeiningum um val á fæðingar- stað frá embætti landlæknis (2007). Með því að efla ljósmæðraein- Heiður að skoða nýbura.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.