Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Það er ekki hlutverk ljósmæðra, að taka barn með töngum, en hitt þurfa þær að bera skyn á, hvenær tangartak geti komið til mála. Svo að þær geti látið nálgast lækni í tíma, ef svo ber undir.1 Þannig hljóðar texti sem birtist í kennslubók handa ljósmæðrum, Ljósmóðurfræði, sem kom út í Reykjavík árið 1923. Höfundur bókarinnar var Kristian Kornelius Hagemann Brandt, prófessor í yfirsetufræðum og kvensjúkdómum við Háskólann í Osló. Í bókinni kemur einnig fram að fæðingartöngin væri eitthvert aðgerðarmesta áhald fæðingarlæknis „til þess að ná burði frá konu um eðlilega fæðingarveginn.“2 Þegar Ljósmóðurfræði kom út hafði ein ljósmóðir á Íslandi hlotið leyfi landlæknis til að beita fæðingartöng. Tilgangur með þessari grein er að fjalla um fyrstu íslensku ljósmóðurina sem hlaut leyfi til að beita fæðingartöng og einnig verður saga tangar- innar rakin í stuttu máli. Saga fæðingartangar Á síðari hluta 16. aldar var fundin upp fæðingartöng af frönskum bartskera, William Chamberlen (1530−1631), sem átti eftir að verða fyrirrennari þeirra gerða tanga sem áttu eftir að koma síðar. Töngin sem hann hannaði var úr járni með tveimur aðskildum blöðum til að krækja um höfuð barnsins, draga það í gegnum fæðingarveginn og ná því lifandi út. Chamberlen og fjölskylda hans gættu hönnun tangar- innar vandlega og þegar farið var með töngina til kvenna í barnsnauð báru tveir einstaklingar þungan kassa á milli sín og inn í húsið. Þar var tjaldað í kringum konuna og barnið dregið út með tönginni án þess að hún sæi til. Fæðingartöng var gerð opinber snemma á 18. öld. 1 Kr. Brandt, Ljósmóðurfræði, bls. 376−377. 2 Kr. Brandt, Ljósmóðurfræði, bls. 374. Upp frá því fór fæðingartöng að verða sameign lækna og alls konar tangir komu á markaðinn.3 Á 18. öld voru til margar ólíkar gerðir af fæðingartöngum og unnu margir læknar að því að endurbæta og fullkomna þær. Einn þeirra sem gerði endurbætur á töng á 18. öld var skoskur læknir, William Smellie. Áhugi á hönnun fæðingartangar vaknaði hjá honum þegar hann sjálfur notaði slíkt áhald fyrst árið 1737. Í bók sinni, A Treatise on the Theory and Practice of Midwifery frá 1752 segir Smellie að sér hafi þótt sú töng löng og illa formuð þannig að hann átti í erfið- leikum með að stjórna henni af öryggi til að ná góðu taki á höfði barnsins. Rekur Smellie frásögn af því þegar hann fór að starfa sem fæðingarlæknir og var staðráðinn í að fylgja fordæmi annarra fæðingarlækna en eftir að hann sjálfur missti nokkur börn og mæður í fæðingu hóf hann að beita eigin hyggjuviti. Ef ekki var hægt að venda barni í fæðingu var venjan sú að losa um höfuð þess og draga það út með krók. Sagði hann að það vekti ugg meðal fæðandi kvenna, sem tekið höfðu eftir því að þegar leitað var á náðir fæðingarlækna væri úti um móður, barn eða bæði. Af þeim sökum segist Smellie hafa farið að hugleiða að betrumbæta fæðingartöngina. Hann taldi reynsluna hafa sýnt að margt barnið ætti tönginni líf sitt að launa. Smellie notaðist við aflfræðinga og íhugaði hvernig lögmálin um nákvæmar mælingar á ummáli og lögun mjaðmagrindarinnar, lögun- ina á höfði barnsins og því hvernig eðlilegar fæðingar gengju fyrir sig. Fæðingartöngin sem Smellie hannaði barst til Íslands frá Kaup- mannahöfn árið 1784. Skráði Jón Sveinsson landlæknir í bréfabók sína að embættið ætti eina „Smellies tang til barselkoner.“4 Árið 1804 fékk embætti landlæknis á Íslandi senda nýja fæðin- 3 Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880, bls. 54−55. 4 Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880, bls. 56. F R Æ Ð S L U G R E I N Tangarleyfi íslenskrar ljósmóður Dr. Erla Dóris Halldórsdóttir Sagnfræðingur BA, MA og PhD og hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun. Starfar nú sem sjálfstætt starfandi sagnfræðingur

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.