Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Side 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Side 15
15Ljósmæðrablaðið - desember 2016 gartöng, Fried‘s accoucheur tang.5 Þriðja fæðingartöngin barst til Íslands árið 1825. Þá fékk Jón Thorstensen landlæknir senda frá Kaupmannahöfn Saxtorps accoucher töng. Töngin var uppfinning Matthiasar Saxtorph, fæðingarlæknis við læknadeild Hafnarháskóla, árið 1791. Þessi fæðingartöng hafði lamir á handföngum þannig að hægt var að beygja tangarblöðin saman þannig að auðvelt var að ferðast með töngina annaðhvort fótgangandi eða á hesti.6 Fæðingartöngin tákn um stöðu og mikilvægi Eitt þeirra læknaáhalda sem ljósmæðrum hefur verið meinað að nota af læknum er fæðingartöng, en hún var mikilvægasta áhaldið sem hægt var að beita í erfiðum fæðingum. Tangirnar voru þó ekki einungis hjálpartæki heldur líka tákn fyrir mikilvægi og stöðu lækna. Í rauninni voru það ekki lög sem bönnuðu ljósmæðrum að notast við fæðingartöng heldur voru það óskráðar reglur, settar af landlækni. Fyrsta kennslubókin þar sem orðið fæðingartöng kemur fyrir er bókin Stutt ágrip af yfirsetukvennafræðum frá árinu 1789. Þar kemur fram að ef móðirin er „máttvana orðin til að fullkomna fæðinguna“ skyldi ljósmóðirin láta sækja lækni til að draga barnið út með töng.7 Á þessum tíma var aðeins til ein fæðingartöng í landinu, eins og áður hefur komið fram, og var geymd á heimili Jóns Sveinssonar, land- læknis í Nesi við Seltjörn.8 Fæðingartöng hefur verið sumum fræðimönnum þyrnir í augum og telja fræðimenn eins og Datha Clapper Brack, Jane B. Donegan og fleiri að á 18. öld þegar læknar hófu að beita fæðingartöngum í fæðingum hafi ljósmæðrastarfið sem var í höndum kvenna runnið úr greipum þeirra og í hendur læknanna.9 Sá óvenjulegi atburður gerðist í Svíþjóð árið 1829, að lærðum ljósmæðrum var leyft að nota fæðingartangir við erfiðar fæðingar. Sænskur prófessor við Karolinska institutet í Stokkhólmi og kennari ljósmæðra, Pehr Gustaf Cederschjöld, kom því til leiðar að ljósmæður fengu leyfi sænska heilbrigðisráðsins til að beita fæðingartöngum í erfiðum fæðingum og tryggja þannig farsæla fæðingu. Hinn 2. mars 1829 gekk fyrsta sænska ljósmóðirin, Anna Svensdotter frá Järnasókn í Kopparbergslän, undir „instrumentexamen“ hjá Cederschjöld, meðal annars í beitingu á fæðingartöng. Teljast sænskar ljósmæður þær fyrstu í heiminum sem veitt var leyfi til að nota fæðingartangir að 5 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis A, 3. Bréfabók 1804–1819, bls. 10; Kristinn Magnússon, „Lækningaminjar. Lækningar frá elstu tímum til 19. aldar“, bls. 94. 6 Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880, bls. 55−56. 7 Saxtorph, Matthias, Stutt ágrip af yfirsetukvennafræðum, bls. 110, 233. 8 Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880, bls. 56. 9 Datha Clapper Brack, „Displaced-The Midwife by the Male Physician“, bls. 88; Adrian Wilson, The Making of Man–midwifery, bls. 3, Lyle Massey „Pregnancy and Pathology: Picturing Childbirth in Eighteenth-Century Obstetric Atlases“, bls. 73: Jane B. Donegan, Women & Men Midwives: Medicine, Morality, and Misogyny in Early America, bls. 4. undangengnu sérstöku prófi hjá lækni.10 Sænski sagnfræðingurinn Christina Romlid telur að leyfið hafi sænskar ljósmæður fengið frá embættismönnum sænska heilbrigðisráðsins vegna skorts á læknum til sveita. Í raun stóð það ráð á brauðfótum vegna þessa ástands. Til að efla vald sitt og útbreiða heilbrigðisvísindi beittu þeir ljósmæðrum sem vopni og má segja að ráðið hafi aukið vald sitt með hjálp þessara kvenna. Finnskum ljósmæðrum var einnig leyft að beita fæðingar- töngum eftir að þær höfðu gengist undir nám og lokið prófi, en það gerðist fyrst árið 1879.11 Mjög líklegt er að Ísland sé þriðja landið sem leyfði ljósmóður að beita fæðingartöng en það leyfi var aðeins bundið við eitt ákveðið ljósmóðurumdæmi, Hofshrepp í Öræfum árið 1910.12 Tvær ljósmæður óska eftir því að fá að beita fæðingarstöngum Árið 1910 fékk íslensk ljósmóðir leyfi landlæknis hér á landi til að beita fæðingartöng. Ekki fór hún sjálf fram á það leyfi eins og tvær íslenskar ljósmæður höfðu gert á 19. öld og var báðum synjað. Önnur þeirra var Helga Egilsdóttir sem lauk ljósmóðurprófi frá Jordemoderskolen í Kaupmannahöfn 1. maí 1854. Þegar Helga kom aftur til Íslands sama ár settist hún að á Akureyri og varð ljósmóðir þar. Helga sótti um leyfið 1865. Hin konan sem sótti um tangarleyfi var Þórunn Gísladóttir árið 1872. Helga Egilsdóttir, ljósmóðir á Akureyri, skrifaði Jóni Hjalta- lín landlækni bréf 18. febrúar 1865 þar sem hún fór fram á að sér yrði veitt læknisleyfi til að mega nota fæðingartöng í sérhverju því tilfelli sem henni virtist fæðing með engu móti geta gengið fyrir sig án tangarinnar. Í bréfinu kom fram að hún hafði setið yfir konum í barnsnauð og látið sækja lækni til að ná barninu með fæðingartöng. Þegar læknirinn hafi svo komið hafi barnið stundum verið fætt en stundum hafi læknirinn þurft að nota töngina.13 Með bréfi Helgu til landlæknis fylgdi annað frá Jóni Finsen, héraðslækni á Akureyri, 10 Christina Romlid, Makt, motstånd och förändring: Vårdens historia speglad genom det svenska barnmorskeväsendet 1663–1908, bls. 208−211; Lisa Öberg, Barnmorsk- an och läkare. Kompetens och konflikt i svensk förlossningsvård 1870–1920, bls.149. 11 Christina Romlid, Makt, motstånd och förändring, bls. 208−211. 12 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis C, 58. Bréf til landlæknis. Yfirsetukonur 1906–1911. 13 DRA. 2183 B. Danmarks Jordemoderskole, København. Protokol, Jordemoderud- dannelsens historie, „Jordemoderkommissionen“, færdiguddannede jordemødre 1739–1982, bls. 316; Sjá um Helgu Egilsdóttur í Ljósmæður á Íslandi I. bindi, bls. 260−261. Smellies töng úr stáli. Fæðingartöng Saxtorph´s.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.