Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Síða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Síða 17
17Ljósmæðrablaðið - desember 2016 fæðingartöng sagði að Guðrún væri „mjög greind og ráðsett stúlka og vel að sér; trúi ég henni vel fyrir tönginni.“24 Hinn 4. ágúst 1910 féllst stjórnarráðið á tillöguna og veitti samþykki „til að fæðingartöng megi eftirleiðis fylgja ljósmæðraá- höldum í Hofshreppi (Öræfum) í Austur-Skaftafellssýslu.25 Fjórum dögum síðar sendi landlæknir fæðingartöng ásamt bréfi stíluðu á ungfrú Guðrúnu Aradóttur á Fagurhólsmýri: Hjer með er yður send fæðingatöng og skal hún fylgja fram- vegis yfirsetukvennaáhöldum Hofshrepps. Þjer eruð beðin að hirða vel þetta áhald, svo að ekki falli á það og áminnt um að nota ekki töngina nema brýn nauðsyn sje til og jafnan hafa hugfastar þær reglur sem yður hafa verið kenndar. Ef til kemur að þjer þurfið að nota töngina, eruð þjer beðin að skýra mér frá því og taka til hvers vegna þjer hafið gert það og hvernig það hafi lánast.26 Þessi heimild telst merkileg fyrir þær sakir að ljósmóður var leyft að beita læknaáhaldi sem læknar höfðu einokað. Engum öðrum ljósmæðrum á Íslandi var leyft að notast við fæðingartöng. Engin tilviljun réði því að ljósmóðir fékk leyfi til að beita fæðingar- 24 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis C, 58. Bréf til landlæknis. Yfirsetukonur 1906–1911, örk yfirsetukonur 1910. Bréf Guðmundar Björnssonar landlæknis til stjórnarráðsins, dagsett 29. júlí 1910. 25 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis C, 58. Bréf til landlæknis. Yfirsetukonur 1906–1911, örk yfirsetukonur 1910. Bréf frá Stjórnarráði Íslands til landlæknis, dagsett 4. ágúst 1910. 26 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis C, 58. Bréf til landlæknis. Yfirsetukonur 1906–1911, örk yfirsetukonur 1910. Bréf Guðmundar Björnssonar landlæknis til Guðrúnar Aradóttur, dagsett 8. ágúst 1910. töng heldur var það neyðin sem olli því. Töngin fylgdi síðan ljós- mæðraumdæmi Hofshrepps í Öræfum en engar upplýsingar finnast um það hvenær það var aflagt. Guðrún Aradóttir flutti úr Hofshreppi til Djúpavogs árið 1925. Lydía Angelika Pálsdóttir tók við sem ljósmóðir hreppsins árið 1925 og átti eftir að starfa þar til ársins 1960. Engar upplýsingar finnast um það hvort hún hafi fengið kennslu í beitingu fæðingartangar eins og Guðrún. Lydía Angelika lauk ljósmóðurprófi 11. júní 1925. Þegar Lydía Angelika hætti störfum árið 1960 varð Halla Þuríður Gunnars- dóttir ljósmóður Hofshrepps. Hún hafði lokið ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1958. Ljósmæðraumdæmi Hofshrepps sem sett hafði verið á árið 1877 var lagt niður rúmum hundrað árum síðar. Það gerðist þegar lög um heilbrigðisþjónustu voru sett 1973 og tóku gildi 1. janúar 1974. Þá var landinu skipt í heilsugæsluumdæmi. Heilsugæslustöðin á Höfn tók til starfa árið 1977 og náði starfssvæði stöðvarinnar yfir alla Austur-Skaftafellssýslu.27 HEIMILDASKRÁ: Óprentaðar heimildir Handritadeild Landsbókasafns Íslands (Lbs.–Hbs.) Lbs. 3445 4to. Rigsarkivet í Kaupmannahöfn (DRA.) 2183 B. Danmarks Jordemoderskole, København. Protokol, Jordemoderuddannelsens historie, „Jordemoderkommissionen“, færdiguddannede jordemødre 1739–1982. Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ.) Skjalasafn landlæknis A, 3. Bréfabók 1804–1819. Skjalasafn landlæknis A, 16. Bréfabók 1869–1877. Skjalasafn landlæknis C, 58. Bréf til landlæknis. Yfirsetukonur 1906–1911. Skjalasafn landlæknis D, 6. Ársskýrslur lækna 1858–1865. Ársskýrslur lækna 1865. Prentaðar heimildir Arnþór Gunnarsson, Saga Hafnar í Hornafirði: Aðdragandi búsetu og frumbýlisár I. bindi. Hornafjörður: Hornafjarðarbær, 1997. Brack, Datha Clapper, „Displaced-The Midwife by the Male Physician“, Women Look at Biology Looking at Women: A Collection of Feminist Critiques. Ritstjórar: Ruth Hubbard, Mary Sue Henifin, Barbara Fried. Cambridge: Schenkman Publishing Co, 1979, bls. 82−101. Brandt, Kr., Ljósmóðurfræði. Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1923. Donegan, Jane B., Women & Men Midwives: Medicine, Morality, and Misogyny in Early America. London: Greenwood Press, 1978. Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880. Reykjavík: Háskóli Íslands, hugvísindasvið, 2016. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Heilsugæslustöðvar: Rit heilbrigðis– og tryggingamálaráðu- neytisins 1/1985. Kristinn Magnússon, „Lækningaminjar. Lækningar frá elstu tímum til 19. aldar“, Hluta- velta tímans: Menningararfur á Þjóðminjasafni. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 2004, bls. 87−95. Ljósmæður á Íslandi I. bindi. Ritstjóri: Björn Einarsdóttir. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984. Ljósmæður á Íslandi II. bindi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984. Massey, Lyle, „Pregnancy and Pathology: Picturing Childbirth in Eighteenth-Century Obstetric Atlases“. The Art Bulletin 87:1 (2005), bls. 73–91. Romlid, Christina, Makt, motstånd och förändring: Vårdens historia speglad genom det svenska barnmorskeväsendet 1663–1908. Stokkhólmur: Vårdförbundet, 1998. Saxtorph, Matthias, Stutt ágrip af yfirsetukvennafræðum. Íslensk þýðing: Jón Sveinsson. Kaupmannahöfn, 1789. Wilson, Adrian, The Making of Man-midwifery: Childbirth in England, 1660–1770. Cambridge: Harvard University Press, 1995. Witz, Anne, Professions and Patriarchy. London: Routledge, 1992. Öberg, Lisa, Barnmorskan och läkare. Kompetens och konflikt i svensk förlossningsvård 1870–1920. Stokkhólmur: Ordfronts förlag, 1996. 27 Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Heilsugæslustöðvar: Rit heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins 1/1985,bls. 6, 56; Ljósmæður á Íslandi II. bindi, bls. 361. Bréf landlæknis til Guðrúnar Aradóttur ljósmóðir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.