Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Page 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Page 22
22 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Við erum heppin sem eigum heima á Íslandi og með fæðingarsögurnar okkar. Við erum heppin að njóta góðrar heilbrigðis- og barneignar- þjónustu, vera ríkt þjóðfélag með góðar félagslegar aðstæður og vera með þeim sem hafa lægsta mæðra- og ungbarnadauða í heiminum. Ein ástæða þessa alls er að ljósmæður eru viðstaddar og hjálpa til við allar barnsfæðingar á Íslandi. Átak á sér stað um að bæta barneignarþjónustu í heiminum, heil- brigðisþjónustu sem á að miðast við þarfir fólks og viðurkennir laga- og mannréttindi, væntingar um virðingu og jafnræði til að fá hágæða örugga umönnun við barnsburð. Í öllum löndum fyrir allar mæður og börn skiptir ljósmóðurfræðin þar sköpum. Auka þarf aðgengi að gæða ljósmæðraþjónustu sem mætir þörfum kvenna og fjölskyldna þeirra. Einnig til að leggja enn meiri áherslu en áður á að ná Þúsaldarmark- miðum Sameinuðu þjóðanna 2015, og áfram til 2030, til að útrýma hinum háa mæðra- og ungbarnadauða í heiminum. Ljósmóðurfræðin skiptir máli, meira en nokkru sinni áður, til að bjarga milljónum kvenna og barna sem deyja við barnsburð. Þetta kemur m.a. fram í skýrslum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni frá 2016, Midwives´ voices, midwives´ realities report og í mikil- vægri ritröð sem var gefin út af Lancet tímaritinu og fjallaði um ljósmóðurfræði (sjá, www.thelancet.com Vol. 384 27. september, 2014). Alþjóðlegur hópur sérfræðinga í þverfræðilegri samvinnu skoðaði á gagnrýninn hátt störf ljósmæðra og setti fram umönnunarlíkan til að vinna eftir og meta jákvæð áhrif hágæða ljósmæðraþjónustu á heilsu mæðra og barna. Fyrir utan að bjarga lífi þá hefur slík þjónusta í för með sér langtímaávinning sem lýsir sér í bættri heilsu mæðra og barna til frambúðar. Það var einnig mat Lancet hópsins að fjárfesting sem veitt er til kennslu og ráðningar ljósmæðra í heilbrigðisþjónustu marg- borgi sig, á sama hátt, og ekki síður en bólusetningar hafa bjargað lífi og verið hagkvæmar fyrir lýðheilsu hvers samfélags. Sérfræðihópurinn varar einnig við sjúkdóms- og tæknivæðingu í barneignarferlinu, óþarfa inngripum og auknum fjölda keisaraskurða bæði í fátækum og ríkum löndum með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsuna sem og auknum kostnaði. Þó svo mæðra- og barnadauði sé mestur í þróunarlöndum þar sem innkoma er lág og vöntun á ljós- mæðraþjónustu hindrar góða útkomu í barneignarþjónustu, þá er vert að taka fram að ofurtæknivæðing læknisfræðinnar í hinum vestræna heimi getur líka haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu mæðra, barna þeirra og fjölskyldna. Áætlað er að ef aðgengi að árangursríkri ljósmæðraþjónustu væri til staðar fyrir allar konur í heiminum, þá væri hægt að koma í veg fyrir mæðra- og barnadauða á næstu 15 árum. Miðað við hógværari væntingar, þ.e. að ljósmæðraþjónusta í fleiri löndum myndi fjórfaldast, má gera ráð fyrir að mæðra- og barnadauði í heiminum hafi lækkað um helming árið 2030. Í ljósi þessa er vert að taka undir með Edythe ljósmóðurnema: „Það eru forréttindi að fá að læra ljósmóðurfræði en með því fylgir skuldbinding til þess að gera allt sem í manns valdi stendur til að aðstoða barnshafandi konur í neyð.“ Ólöf Ásta Ólafsdóttir, dósent í ljósmóðurfræði INNGANGUR Ljósmóðurstarfinu má skipta niður í marga þætti: Fræðilegan þátt og reynslu, mannlegt eðli og ljósmóðurlist. Þetta gerir starf ljósmóður einstakt innan heilbrigðiskerfisins. Nemendur í ljósmóðurfræði afla sér þekkingar í lífeðlisfræði og læknisfræði í gegnum kennslubækur og fræðilegar greinar. Hins vegar nær fæðingarsagan hvað best utan um hugtakið ljósmóðurlist. Í gegnum fæðingarsögur geta nemendur lært hvernig tími, staðsetning, félagslegar aðstæður, menning og trú hafa áhrif á konur og barnsfæðingar. Tilgangur þessa verkefnis var 1) að taka viðtal um fæðingarsögu og reynslu af barnsfæðingu í nánasta umhverfi og 2) að skilgreina hvaða hugtök eða viðhorf um barneignir endurspeglast í sögunni. Viðtalið var tekið við ömmu mína, sem eignaðist fjögur börn á Filippseyjum á 5. áratug síðustu aldar. Fyrst verður aðstæðum mæðra á Filippseyjum lýst. Síðan verður sagt frá fæðingarsögu ömmu minnar. Að lokum verður rætt um hvernig félagslegar aðstæður, stjórnvöld og skipulag heilbrigðiskerfisins geta skapað ótta og kvíða hjá verðandi mæðrum, Edythe Mangindin ljósmóðurnemi N E M AV E R K E F N I Fæðingarsaga í nánasta umhverfi Að aðstoða barnshafandi konur í neyð

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.