Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 23
23Ljósmæðrablaðið - desember 2016 bil í heilbrigðisþjónustu á milli fátækra og ríkra og síðast en ekki síst stórhættulegar afleiðingar fyrir mæður og fjölskyldur. Bakgrunnur fæðingarsögu Filippseyjar eru þróunarland með 100 milljónir íbúa og 25 milljónir þeirra eru konur á milli 15 og 49 ára. Félagslegar, fjárhagslegar og landfræðilegar hindranir skapa bil í heilbrigðisþjónustu á milli þeirra fátæku og ríku. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er Maternal Mortality Rate (MMR) 120 á hverjar 100.000 fæðingar og dánartíðni mæðra í fæðingu var 3.000 árið 2013 (WHO, 2013). Helstu dánar- orsakir mæðra eru ómeðhöndlaður háþrýstingur og blæðing eftir fæðingu. Allt að 83,9% kvenna í æðri stéttinni eignast börn á spítölum í samanburði við 13,0% kvenna í lægstu stéttinni. Læknar, hjúkrunar- fræðingar eða ljósmæður eru viðstödd í 94% fæðinga hjá konum í æðri stéttinni, en aðeins 25,7% fæðinga hjá konum í lægstu stéttinni (Romualdez o.fl., 2011). Ófaglærðar yfirsetukonur sinna konum í heimafæðingu og skortur er á þekkingu og þjálfun sem ýtir undir háa dánartíðni mæðra í fæðingu. Einungis 70% mæðra fá þjónustu eftir fæðingu (Rogan og Olvena, 2004). Rómversk-kaþólska kirkjan er ríkj- andi á Filippseyjum og er á móti getnaðarvörnum og fóstureyðingum (Þorbjörg Guðmundsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir, 2001). Áratugum saman hefur ríkisstjórnin barist við að lækka dánartíðni mæðra í barns- fæðingum á Filippseyjum, en illa hefur gengið. Eftirfarandi er fæðingarsaga ömmu minnar sem var 24 ára þegar hún og afi laumuðust til þess að gifta sig. Hún var hárgreiðslukona og afi minn vann sem sölumaður. Þau bjuggu í Manila, höfuðborg Filipps- eyja, og áttu von á fyrsta barninu árið 1950. Í dag er hún 89 ára og býr í San Francisco, Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún á fjögur uppkomin börn, níu barnabörn og tíu langömmubörn. Fæðingarsagan Strax eftir að við laumuðumst á brott varð ég ólétt. Getnaðarvarnir voru ekki til. Alla meðgönguna var ég hrædd við að fæða barnið mitt. Ég var búin að heyra hræðilegar fæðingarsögur vinkvenna minna. Ester vinkona mín missti sjónina og Anna Maria önnur vinkona mín missti mikið blóð og dó við að fæða barnið heima hjá sér. Í gamla daga á Filippseyjum þegar konur eignuðust börn í heimahúsi voru ekki faglærðar ljósmæður á staðnum heldur ómenntaðar konur sem voru með einhverskonar reynslu. Oft gengu heimafæðingar mjög illa og þess vegna ákvað ég að fæða á spítala. Ég var líka mjög hrædd við verkina sem fylgdu barnsfæðingum. Ég var alls ekki tilbúin þegar þeir byrj- uðu. Maðurinn minn var í vinnunni á skrifstofu, þannig að mamma mín fór með mér upp á ríkisspítalann. Ég var í stofu með 9 öðrum óléttum konum. Einkastofur voru ekki í boði á ríkisspítölum, bara á einka- reknum spítölum. Stofan var þéttskipuð og ég var lafandi hrædd. Verk- urinn var óbærilegur og ég hélt að ég mundi deyja. Ég hugsaði: Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis? Maður veit aldrei hvað getur komið fyrir en ég var mjög dugleg að fara með bænir. Þegar barnið mitt var tilbúið að koma í heiminn var ég færð í fæðingarstofuna. Ég var mjög hrædd og kvíðin. Ljósmóðirin var mjög góð í að leiðbeina mér við fæðinguna. Hún sagði mér hvernig og hvenær ég átti að ýta. Það var rosalega sárt og verkjalyf voru ekki í boði. Eftir fæðinguna var ég færð aftur í 10 manna stofuna og þar þurfti ég að vera í þrjá daga. Ég fékk litla sem enga aðstoð eftir fæðinguna þar sem ljósmæðurnar voru alltaf uppteknar. Ég var svo heppin að allt gekk vel og barnið var heilbrigt. Ég hugsaði að ég gæti ekki gert þetta aftur, en þar sem það var ekki hægt að fá getnaðarvarnir í þá daga, gátu hlutirnir gerst aftur ef ekki var að gáð. Ár eftir ár var ég hrædd við að verða ólétt. Það eru ekki nema tvö ár á milli barnanna minna og ég á fjögur börn. Loksins kom pillan eftir ég eignaðist fjórða og síðasta barnið mitt. Ef ég hefði ekki fengið getnaðarvarnir mundi ég vera í sömu sporum og eldri systir mín sem eignaðist tíu börn. Umræða Þessi fæðingarsaga er dæmigerð og lýsandi fyrir veikburða heilbrigðiskerfi sem er víða til, með háa dánartíðni mæðra og barna. Gæði þjónustunnar er ábótavant sökum takmarkaðs fjármagns og menntaðs heilbrigðisstarfsfólks, skorts á pólitískum vilja og ófullnægj- andi langtíma áætlunum (Rasanathan o.fl., 2014). Viðtalið sem var tekið einkenndist af hræðslu og ótta. Það var augljóst að amma átti erfitt með að segja frá fæðingarsögu sinni vegna neikvæðra minninga. Af hverju voru svo margar filippseyskar konur hræddar við barnsfæðingar? Hvaða áhrif hefur stofnanaleg nálgun þjónustunnar? Fæðingarótti er víða algengur og er mikið áhyggju- efni. Rannsóknir sýna að margir þættir ýta undir fæðingarótta, eins og neikvæðar fæðingarsögur og neikvæð reynsla konunnar (Tsui o.fl., 2006). Dánartíðni mæðra við fæðingu er há á Filippseyjum og ein helsta orsök er sú að ófaglærðar yfirsetukonur sinna fátækum konum í fæðingum. Skortur á þekkingu og markvissri þjálfun getur leitt til vand- kvæða í heimafæðingu eða jafnvel dauða mæðra. Til að bæta þjónustu og auka öryggi þarf betri aðgang að mæðravernd og faglærðum ljós- mæðrum. Einnig þarf að eiga sér stað skjót áhættugreining (Buowari, 2012). Faglegt og menntað heilbrigðisstarfsfólk er lykillinn að því að bjarga mannslífum og er mikilvægur þáttur í að lækka dánartíðni mæðra við fæðingu. Fátækustu konurnar eru ólíklegastar til að fá slíka umönnun, vegna þess að þær eru líklegri en efnaðar konur til að fæða heima án faglegrar aðstoðar (Singh o.fl., 2008). Konur höfðu enga stjórn á aðstæðum sínum á 5. áratugnum á Filippseyjum. Á þessum tíma voru getnaðarvarnir og fóstureyðingar bannaðar. Konur höfðu ekkert um það að segja þegar kom að ákvörðun sem sneri að lífi þeirra og velferð. Í nútímasamfélagi Filippseyja hefur Brjóstagjöf á sængurlegurdeild á Filippseyjum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.