Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 26
26 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 F R Æ Ð S L U G R E I N Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (e. polycystic ovary syndrome eða PCOS) telst til innkirtlasjúkdóma en sjúkdómurinn leggst á allt að 5‒12% kvenna [1,2]. PCOS getur komið fram sem blöðrumyndun á eggjastokkum, hækkað magn andrógena í blóði ásamt truflun á tíða- hringnum. Algeng meingerð sjúkdómsins er einnig aukið insúlínó- næmi og hækkað magn insúlíns í blóði sem eykur líkur á sykursýki af týpu 2. Heilkennið getur líka valdið hækkuðum blóðgildum þríg- lýseríða og LDL (e. low density lipoprotein) og einnig lágu gildi af HDL (e. high density lipoprotein), sem eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum [3]. Óeðlilegur hárvöxtur (e. hirsutism) getur fylgt hækkuðu magni andrógena og offita er einnig algengur fylgifiskur PCOS, þó það sé ekki algilt. PCOS veldur jafnframt truflun á tíða- hring sem leiðir til óreglulegs eggloss og getur valdið minni frjósemi og þar af leiðandi erfiðleikum við getnað. Ef þungun á sér stað getur heilkennið valdið erfiðleikum á meðgöngunni, svo sem meðgöngu- sykursýki og jafnvel valdið fósturláti [4]. Þau einkenni sem notuð eru við greiningu á PCOS eru aukin myndun og seyting andrógena, truflun á egglosi til lengri tíma og ómskoðun til greiningar á blöðrumyndun á eggjastokkum. Stöðug- asti þátturinn og sá sem er mest áberandi við greiningu er aukinn styrkur andrógena. Greiningin felst meðal annars í því að styrkur testósteróns er mælt í sermi. Einnig má meta aukinn styrk andrógena út frá klínískum þáttum, eins og óeðlilegum hárvexti, gelgjubólum (e. acne) og skallablettum. Viðbótarupplýsingar má síðan fá úr blóðprufum til að staðfesta greininguna, eins og styrk blóðsykurs og blóðfitu. Þó hver þáttur fyrir sig renni stoðum undir greininguna ætti ekki að útiloka sjúkdóminn þó einn þessara þátta sé ekki til staðar [5]. Hefja ætti meðferð við PCOS á lífstílsbreytingum sem talið er að veiti einna bestu niðurstöður við einkennum. Um 40‒60% kvenna með PCOS eru yfir kjörþyngd, en breytt mataræði og hreyfing getur haft jákvæð áhrif á efnaskipti sem leiðir til þess að meiri regla kemst á tíðahring [6,7]. Getnaðarvarnarpillur hafa einnig verið notaðar til meðhöndlunar á PCOS þar sem þær geta komið reglu á blæðingar og hafa mótverkandi áhrif á andrógen einkennin. Langtímaáhrif getnað- arvarnarpilla þurfa ávallt að vera með í myndinni eins og aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, blóðtappamyndun eða áhrif á efnaskipti glúkósu í þessum konum. Það er því þörf á frekar rannsóknum á því sviði [7,8]. Burghen og samstarfsaðilar hafa framkvæmt rannsókn sem bendir til þess að jákvæð fylgni sé á milli hás insúlínsstyrks í blóði (e. hyperinsulinemia) og hás styrks andrógena í blóði (e. hyper- androgenemia) [9]. Insúlínið virðist þó frekar valda þessum aukna styrk af andrógenum heldur en öfugt [4]. Þetta samhengi hefur beint sjónum vísindamanna að möguleikanum á því að stýra insúlínmagni og insúlínónæmi og hafa þannig áhrif á meðferð PCOS sjúklinga [10]. Metformín sem meðferð við PCOS Sykursýkislyfið metformín hefur verið notað til meðhöndlunar PCOS. Metformín eykur næmi frumna fyrir insúlíni, en eins og áður hefur komið fram er insúlínónæmi stór þáttur í sjúkdómsmynd kvenna með PCOS. Rannsóknir sýna jafnframt að gjöf metformíns hefur jákvæð áhrif á efnaskiptin með því að minnka styrk glúkósu í blóði og draga úr insúlínviðnámi. Önnur jákvæð áhrif eru að blóðþrýstingur lækkar ásamt magni LDL sem dregur úr líkum á að viðkomandi þrói með sér hjarta- og æðasjúkdóma [11,12]. Metformíngjöf til barnshafandi kvenna með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS) Rebekka Rós Baldvinsdóttir, BS í lyfjafræði Sveinbjörn Gizurarson, prófessor Katla Sigurðardóttir, BS í lyfjafræði

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.