Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 27
27Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Metformín getur einnig komið reglu á blæðingar og stöðvað virkni eggjastokkanna. Það þýðir að það verða meiri líkur á egglosi og þar með þungun [13]. Í þeim fjölmörgu rannsóknum þar sem metformín hefur verið notað hefur meðferðin borið árangur á tiltölulega stuttum tíma, jafnvel eftir tvo tíðahringi [14]. Niðurstaða greinar eftir Morin-Papunen og samstarfsaðila sýnir að metformíngjöf gat aukið þungunar- og fæðingartíðni kvenna með PCOS. Þær konur sem höfðu mest gagn af meðferðinni voru í hópi kvenna með háan líkamsþyngdarstuðul [15]. Lífsstílsbreytingar, til dæmis minni sykurinntaka, teljast þó vera fyrsti og besti kosturinn fyrir þær konur sem greinast með PCOS og hafa ekki egglos og/eða þjást af offitu áður en gripið er til lyfja sem framkalla egglos. Þrátt fyrir allt framannefnt er mikilvægt að hafa í huga að ekki hefur tekist að sýna fram á að gjöf metformíns við ófrjósemi kvenna með PCOS sýni betri árangur en önnur lyf sem örva egglos [10]. PCOS og áhrif á meðgöngu Konur með PCOS gætu þurft að glíma við ýmislegt á meðgöngu. Sökum lélegs insúlínbúskapar er fremur algengt að þær þrói með sér meðgöngusykursýki. Þær konur sem fá meðgöngusykursýki eru í aukinni hættu að fá sykursýki seinna á lífsleiðinni og þess vegna getur þungunin aukið enn meira þessa hættu hjá konum með PCOS. Því er ljóst að þörf er á góðri greiningu og/eða meðferð á PCOS, sérstaklega þegar þungun á sér stað [1,16]. Þar sem PCOS er eins algengt og raun ber vitni og framfarir í læknavísindum hafa auðveldað getnað hjá þeim konum sem eru með heilkennið, þá skiptir gríðarlega miklu máli að stýra þeim einkennum sem geta fylgt PCOS á meðgöngu og þannig minnkað hættu á fósturláti og öðrum meðgöngukvillum [1]. Mögulegt hlutverk metformíns í ófrískum konum með PCOS Sýnt hefur verið fram á gagn metformíns við PCOS, eins og áður sagði, en einnig eru vísbendingar um gagnsemi lyfsins hjá barns- hafandi konum með PCOS. Metformín kemst greiðlega yfir fylgju og til fósturs þegar það er tekið inn á meðgöngu [17,18]. Þar af leið- andi skiptir máli að þekkja þau áhrif sem lyfið getur haft á móður og fóstur á meðan meðgöngu stendur, sem og þau áhrif sem lyfið gæti hugsanlega haft á barnið eftir fæðingu. Rannsóknir Baraldi og samstarfsfélaga benda til þess að metformín dvelur skemur í líkama barnshafandi kvenna með PCOS en í óþunguðum heilbrigðum konum eða óþunguðum konum með sykursýki. Ein af þeim breytingum sem sjást á hegðun lyfsins er að helmingunartími þess styttist samhliða aukinni virkni nýrna hjá barnshafandi konum. Sterk fylgni er á milli útskilnaðar kreatíníns og útskilnaðar metformíns. Dreifirúmmál lyfsins eykst einnig mikið á meðgöngu sökum aukins plasmarúmmáls og vegna þess að fóstrið og fylgjan gegna hlutverki nýrra „hólfa“ í líkamanum sem lyfið getur dreifst til. Fyrir vikið næst ekki eins hár metformínstyrkur í blóði barnshafandi kvenna miðað við þær sem ekki eru þungaðar þó báðum hópum sé gefinn sami skammtur [3,19]. Því þarf að aðlaga skammta metformíns þegar það er gefið barnshafandi konum, sér í lagi á seinni hluta meðgöngu. Rannsóknum ber ekki alveg saman um hve stórt hlutfall lyfsins fer yfir til fósturs en allir eru sammála um að fóstrið fær verulegan skammt. Sumar rannsóknir segja að blóð- styrkur í fóstri sé hærri en hjá móður, á meðan aðrir segja að hann sé jafn mikill [17,18]. Í rannsókn Baraldis og samstarfsfélaga mældist blóðstyrkur metformíns 0,3 μg/mL í naflastrengsblóði, en 0,4 μg/mL í blóði móður, þannig að í öllum tilfellum er fóstrið að fá nokkuð háan skammt af metformíni [3]. Lautatzis og samstarfsaðilar báru saman 13 mismunandi rann- sóknir á metformínmeðferð til barnshafandi kvenna með PCOS. Allar voru þær framkvæmdar á síðustu 13 árum. Af þessum rann- sóknum voru þrjár aftursýnar, sex framsýnar en aðeins fjórar voru með slembiúrtaki. Flestum greinum ber saman um að einhverja kosti sé að hafa af lyfjagjöfinni. Kostirnir eru meðal annars þeir að metformín minnkar líkur á tilkomu meðgöngusykursýki, þörf á Nóg járn á meðgöngu Fæst í apótekum, heilsuvöruverslunum og helstu matvöruverslunum. Þungaðar konur þurfa að auka neyslu á járnríkri fæðu vegna meðgöngunnar. Aukin þörf verður fyrir járn vegna aukinna frumuskiptinga þegar fóstrið vex. Það er ekki óalgengt að konur þurfi að auka Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum ásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enn á upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihalda mýkjandi jurtir sem hjálpa til að halda meltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðar mæður haldi áfram að taka Floradix Því litla barnið þarfnast þess að eiga mömmu sem er full af orku og áhuga. Floradix® Einkenni járnskorts er m.a. fölvi, þreyta, minna úthald, særindi í munni og tungu, kyngingarörðugleikar, aflagaðar neglur og hand- og fótkuldi. Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri ? Til að viðhalda járnþörf líkamans þarf að borða mikið af járnríkum mat og auka hann ef um járnskort er að ræða. Mörgum

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.