Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 30
30 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Fyrir rúmu ári síðan tókum við, þrjár íslenskar ljósmæður, þá ákvörðun að flytja til Lundar í Svíþjóð. Ástæðan fyrir flutningunum voru erfiðir atvinnumöguleikar í faginu á Íslandi og allar áttum við þann draum að prófa að búa og starfa í öðru landi. Lundur er ellefta stærsta borg Svíþjóðar og er staðsett á Skáni í Suður-Svíþjóð. Í sveitarfélaginu eru um 110.000 íbúar en í borginni sjálfri eru um 83.000 íbúar. Lundur er í um 15 km fjarlægð frá Malmö, sem er þriðja stærsta borg Svíþjóðar á eftir Stokkhólmi og Gautaborg. Það var tilviljun að Lundur varð fyrir valinu hjá okkur öllum, en allar þekktum við til einhvers sem hafði reynslu af því að búa hér og höfðum við heyrt góðar sögur af bænum. Í Lundi er einn elsti, stærsti og virtasti háskóli Norður-Evrópu og eru margir Íslendingar sem leggja leið sína þangað til náms. Það er því ekki sjaldgæft að heyra okkar ástkæra ylhýra á götum Lundar sem og á sjúkrahúsinu. Við getum nú ekki sleppt því að nefna það hér að sjálfur Georg Bjarn- freðarson segist vera með fimm háskólagráður, einmitt frá háskól- anum í Lundi og samkvæmt Financial Times er Lundur næstbesti staður til að búa á í Evrópu. Staðsetning Lundar er einnig mjög góð, en samgöngur til og frá Íslandi í gegnum Kaupmannahöfn eru mjög hentugar en ferðin með Eyrarsundslestinni tekur aðeins 40 mínútur frá Lundi til Kastrup. Ákvörðun um flutning var tekin hjá okkur öllum sumarið 2015 og mættum við allar í atvinnuviðtal þá um sumarið. Tvær okkar, Gerður Eva og Dóra, fluttu svo út í lok ágúst og Hugborg kom svo í desem- ber. Það var auðvelt að fá vinnu á fæðingardeildinni, enda skortur á ljósmæðrum á Skáni. Þó var sett sú krafa á okkur að við töluðum tungumálið. Tvær okkar hafa búið í Danmörku og Noregi þannig að tungumálakunnáttan þaðan hjálpaði vissulega í byrjun. Eftir stöðu- próf í sænsku fóru tvær okkar á mánaðarnámskeið og svo þurfti maður að gjöra svo vel að læra hratt! Það var þó tekið mjög vel á móti okkur og fengum við nokkra vikna aðlögunartíma þar sem við fylgdum öðrum ljósmæðrum. Á Skáni búa 1,3 milljónir manna og þar eru starfandi fimm fæðingardeildir sem þjóna þessum hópi. Fæðingardeildin í Lundi sinnir fyrst og fremst konum í nágrenni Lundar en tekur við konum af öllu þessu svæði sem eru með vandamál á meðgöngu. Vökudeildin í Lundi er sérhæfð í fyrirburafæðingum og hjartveikum börnum, þar af leiðandi er mikið um slíkar fæðingar á fæðingardeildinni og því stór hluti fæðinga áhættufæðingar. Á deildinni fæðast um 3500‒4000 börn á ári. Á fæðingardeildinni eru tíu fæðingarstofur, móttökustofa, ein sér stofa með baðkari og æfingastofa með fæðingardúkkum og æfinga- settum fyrir saumaskap. Á deildinni starfa 32 ljósmæður og 24 sjúkraliðar. Á hverri vakt er lágmarksmönnun fimm ljósmæður og fjórir sjúkraliðar. Ein ljósmóðir er vaktstjóri og er hún þá með yfir- sýn yfir deildina, deilir út verkefnum, tekur á móti öllum símtölum, fylgist með ritum og aðstoðar við fæðingar þegar þörf krefur. Á gólf- inu starfa að lágmarki fjórar ljósmæður þar sem hver og ein vinnur í teymi með sjúkraliða og sinnir hvert teymi tveimur til þremur skjólstæðingum í einu, þó vissulega komi rólegar vaktir inn á milli þar sem hvert teymi er bara með einn skjólstæðing. Stefnan er sú að hvert teymi hafi ekki fleiri en tvær konur í fæðingu samtímis, þó svo að það takist ekki alltaf og höfum við allar þrjár lent í því að vera með tvo skjólstæðinga sem fæða á sama tíma, en í svoleiðis aðstæðum fær maður að sjálfsögðu hjálp frá hinum ljósmæðrunum. Til að geta sinnt fleiri en einum skjólstæðing í einu eru öll rit sýnileg frammi á vaktherbergi og í fartölvum sem finnast á öllum stofum. Þannig getur ljósmóðirin fylgst með riti hjá einni konu á meðan hún er inni á stofu hjá annarri. Í grófum dráttum er margt svipað hér og því sem við höfum vanist á fæðingarvaktinni á Íslandi, en nokkur atriði hafa þó vakið athygli okkar. Má þá nefna notkun svokallaðs intrauterin-leggs sem að bæði metur styrk og fjölda hríða hjá konum og er mikið notaður hjá konum sem hafa áður farið í keisaraskurð. Einnig er hægt að nota legginn til að fylla á legvatn með saltvatni og er það gert þegar rit eru grunsam- Léttar í Lundi Dóra, Hugborg og Gerður Eva ljósmæður í Lundi í Svíþjóð.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.