Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 32
32 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 kannski skólatösku. Hér fá börnin öll námsgögn í skólanum, allt frá blýöntum upp í fartölvur, okkur að kostnaðarlausu. Einnig eru allar skólamáltíðir ókeypis. Þetta á við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Við höfum allar nýtt okkur staðsetninguna vel til ferðalaga. Í sumar ferðuðumst við um Evrópu á okkar einkabílum, Hugborg og fjölskylda keyrðu í gegnum Danmörku til Þýskalands, Gerður Eva og fjölskylda keyrðu alla leið til Frakklands með viðkomu í Þýskalandi og Belgíu og Dóra og fjölskylda keyrðu til Króatíu með viðkomu í Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og Austurríki. Sumarið hér var dásamlegt, það má segja að það hafi vorað frekar seint en mars og apríl voru óvenju kaldir mánuðir í ár en svo kom maí með sól og blíðu og hátt í 30 stiga hita. Sumarið endaði einnig vel, eftir heldur rigningasaman ágústmánuð kom september með 25 stiga hita í rúma viku og þá er gott að njóta lífsins á skánsku ströndunum. Veturnir á Skáni eru kaldir og gráir, meðalhitastig köld- ustu mánuðina er á bilinu 0‒3 gráður og vegna rakans hérna þá nístir sá kuldi inn að beini. Það er ekki laust við að maður sakni svolítið snjósins á Íslandi í mesta vetrargrámanum. En lífið er gott, við erum allar að aðlagast nýjum vinnustað, nýju tungumáli og nýju samfélagi. Börnin okkar hafa það gott og erum við allar yfir okkur stoltar af þeim fyrir dugnaðinn sem þau hafa sýnt undanfarið ár, því vissulega eru svona breytingar ekkert alltaf dans á rósum. Við erum allar sannfærðar um það að þetta gerir okkur og fjölskyldum okkar gott og við eigum eftir að búa að þessari reynslu um ókomna tíð. Fjöldi fæðinga 3653 -frumbyrjur 42,9% -fjölbyrjur 57,1% Tvíburafæðingar 1,7% Fæðing um leggöng 81,5% Keisaraskurðir 18,6% -valkeisaraskurðir 8,0% -bráðakeisaraskurðir 10,6% Sphinter rifur 2,7% -þriðju gráðu 2,5% -fjórðu gráðu 0,2% Spangarskurðir 8,1% Utanbastdeyfing 16,3% Gangsetningar 17,2% Sitjandi fæðingar 0,2% Kveðja til Íslands Dóra Stephensen Gerður Eva Guðmundsdóttir Hugborg Kjartansdóttir ÁN ILMEFNA, PARABENA OG ROTVARNAREFNA „Ótrúlega fljótlegt og þægilegt og virkar mjög vel. Líka mun hreinlegra þar sem ekki þarf að smyrja kremi á húð barnsins og ýfa þar með upp sár og roða. Ég mæli eindregið með Zinkspray fyrir dagforeldra og foreldra sem vilja einfalda bleyjuskiptin fyrir sig og börnin.“ Sveindís Ýr Sigríðar Sveinsdóttir Dagforeldri BOSSAKREM Í ÚÐAFORMI Hreinlegt, fljótlegt og árangursríkt Nýtt! Zinkspray baby er úðað á húð barnsins þar sem það þornar hratt og myndar verndandi filmu. Það inniheldur sinkoxíð og fleiri húðverndandi efni sem í sameiningu vernda, næra og sefa viðkvæma húð barnsins. og slá á sviða, kláða og ertingu. • Fljótlegt og þægilegt í notkun • Ekki þarf að snerta viðkvæm svæði • Minni hætta á sýklamengun • Ekkert kremsmit á fingrum Fæst í apótekum alvogen.is Gerður Eva, Anna Sigfrid deildastjórinn á fæðingardeildinni og Dóra.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.