Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 36
36 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 STJÓRNARFUNDUR 2015 Stjórnarfundur Norðurlandasamtaka ljósmæðra (NJF) var haldinn í Reykjavík 19.‒20. maí 2015. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 6 og að þessu sinni sátu hann fulltrúar allra Norðurlandanna, ásamt íslensku fulltrúunum Áslaugu Valsdóttur, formanns LMFÍ, Hildi Kristjánsdóttur, formanni NJF, Steinu Þóreyju Ragnarsdóttur, Ástu Hlínar Ólafsdóttur og Grétu Rún Árnadóttur. Ásta Hlín og Gréta Rún voru kosnar ritarar fundarins. Lillian Bondo, formaður danska ljós- mæðrafélagsins, komst því miður ekki á fundinn að þessu sinni. Fundurinn hófst á hefðbundnum fundarstörfum. Áslaug Valsdóttir, formaður LMFÍ, bauð fundargesti velkomna og ræddi stuttlega fyrir- komulag fundarins og hagnýta þætti. Að því búnu tók forseti samtak- anna við fundarstjórn. Að því loknu var gengið til hefðbundinnar dagskrár sem fólst meðal annars í samþykkt fundarboðunar, vali á fundarritara, yfirferð og samþykkt fundargerðar síðasta fundar sem haldinn var í Helsinki 2014. Forseti flutti skýrslu sína og farið var yfir póstlista stjórnar- meðlima. Að venju höfðu öll löndin sent skýrslu sína til fundarins fyrir fundinn. Fulltrúar landanna kynntu helstu atriði síns lands og svöruðu fyrirspurnum. Skýrslurnar liggja frammi á skrifstofu Ljós- mæðrafélags Íslands og er hægt að lesa þær þar. Hér á eftir verður stiklað á stóru úr skýrslum landanna og umræðum um þær. Danmörk Danska ljósmæðrafélagið hefur frá árinu 2009 unnið eftir stefnumótun sinni ,,Ljósmóðir allt lífið ‒ allt lífið ljósmæðrum til handa. Þessi stefnumótun tekur á sex meginatriðum; starfsvettvangi ljósmæðra, umfangi starfsins, góðum vinnustað, rannsóknum og menntun og stjórnun og stöðu ljósmæðra í samfélaginu (sjá nánar hér: http://www.jordemoderforeningen.dk/fileadmin/Politik_og_ organisation/Politik_og_visioner/2012_Strateginotat_efter_kongres_ og_HB_2012.pdf ). Danska ljósmæðrafélagið hefur unnið markvisst að því að auka fjölda ljósmæðra í fullu starfi og hefur sú aukning orðið 40% á síðustu fimm árum. Þrátt fyrir þetta ber enn nokkuð á atvinnuleysi meðal ljósmæðra í Danmörku. Eins og víðar á Norðurlöndunum hefur verið mikill niðurskurður í heilbrigðisþjónustu en ljósmæðrum hefur tekist að halda í gæða- staðal um nærveru og stuðning ljósmæðra í fæðingu. Verkefnið Þekkt ljósmóðir, sem felur í sér að sama ljósmóðir sinnir konunni gegnum allt ferlið, er virkt um allt land nema í Kaupmannahöfn. Ljósmæður starfa í æ meiri mæli í einkarekstri og æ fleiri svæði eru að opna unglingamóttökur sem ljósmæður sinna. Áfram er stefnt að því að ljósmæður komi meira að nýburaþjónustu en það hefur ekki verið svo fram til þessa. Um 90% allra ljósmæðra í Danmörku eru félagar í ljósmæðrafélaginu sem er bæði fag- og kjarafélag. Finnland Breytingar á heilbrigðiskerfinu hafa orðið á þann veg að fæðingar- deildum með færri en 1000 fæðingar á ári hefur verið lokað og hefur það valdið miklum óróa í samfélaginu. Nú árið 2015 eru 27 fæðingardeildir í landinu. Til þess að vekja athygli á þessari stöðu mála efndu ljósmæður til einskonar leiksýningar meðfram þjóð- vegum landsins og á bensínstöðvum þar sem voru opnaðar svokall- aðar pop-up fæðingardeildir. Uppátækið vakti mikla athygli hjá fjölmiðlum og almenningi og áhyggjuraddir vegna ástandsins urðu háværari en áður. Ákveðið hefur verið að þróa menntun ljósmæðra enn frekar og hefur verið skipuð nefnd á landsvísu til þess að vinna tillögur að þessu. Á árinu voru gefnar út opinberar leiðbeiningar um umskurð drengja án læknisfræðilegrar ástæðu. Árið 2013 fæddust 58.525 börn í Finnlandi og var meðalaldur fæðandi kvenna 30,4 ár. Fæðingu þar sem sogklukka var notuð fjölg- aði nokkuð og voru þetta ár 8,7% en fyrir 10 árum síðan aðeins 6,4%. Tíðni keisaraskurða var 16,3%. Epidural-deyfingar eru nú notaðar við 48% fæðinga um fæðingarveg á landsvísu og 75% frumbyrja nota deyfinguna. Á háskólasjúkrahúsunum er notkunin 56% . Ljósmæður sinna fæðingum og sængurlegu í Finnlandi en heilsugæsluhjúkrunarfræðingar annast meðgönguvernd. Finnska ljósmæðrafélagið er fyrst og fremst fagfélag ljósmæðra og ljós- mæðranema. Meðlimir voru 4321. Færeyjar Yfirljósmóðirin á fæðingardeild sjúkrahússins í Þórshöfn hefur sagt starfi sínu lausu þar sem hún telur að hún geti ekki sinnt því í samræmi við starfslýsingu sína. Ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingarþjónustu og sængurlegu, en hjúkrunarfræðingar sinna nýburum á deildinni. Forstjóri sjúkrahússins hefur lagt til að hjúkr- unarfræðingar taki alfarið að sér sængurlegu og nýburaþjónustu og ljósmæðrum verði fækkað á hverri vakt. Ljósmæður eru að vonum reiðar yfir þessu og telja að hæfni þeirra og kunnátta sé gróflega vanmetin og að þetta muni hafa í för með sér lélegri þjónustu þessa hóps. Vatnsfæðingar eru ekki leyfðar á sjúkrahúsinu og þær konur sem vilja fæða í vatni gera það heima. Þann 1. janúar 2016 var fæðingardeildinni á Suðurey lokað þar sem ekki hafði tekist að ráða þangað skurðlækni til þess að gera keisaraskurði og svæfingateymi var heldur ekki til staðar. Ekki stóð til að hafa fæðingardeildina án þessarar þjónustu. Þetta hefur í för með sér að konur sem búa á eynni þurfa að fara til Þórshafnar 1‒2 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag og búa á sjúkrahóteli. Fæðingardeildin í Færeyjum hefur verið vinsæl meðal ljósmæðra- nema bæði frá Danmörku og Noregi og er alltaf einhver fjöldi nema þar hverju sinni. Fæðingar árið 2014 voru 623. Ljósmæðrafélag Færeyja er bæði fag- og kjarafélag og eru meðlimir um 20. Flestar ljósmæður eru menntaðar í Danmörku. Ísland Vísað er til skýrslu formanns LMFÍ frá aðalfundi félagsins. Meðan á fundinum stóð var kjarabarátta ljósmæðra í algleymingi og hitti stjórnin margar ljósmæður á kjarafundi. Stjórn NJF gaf út stuðnings- Fréttir frá Norðurlandasamtökum ljósmæðra (NJF)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.