Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 37
37Ljósmæðrablaðið - desember 2016 yfirlýsingu við þessa baráttu og verkfall ljósmæðra. Á fundinum var sérstaklega rætt að frumkvæði okkar um kvartanir og meðferð þeirra í heilbrigðiskerfinu og kom Elísabet Benedikz yfirlæknir á fundinn og sagði frá aðferðafræði rótargreiningar. Hildur Sigurðardóttir ljós- móðir og Bergrún S. Jónsdóttir kynntu heimaþjónustu ljósmæðra á Íslandi. Góður rómur var gerður að þessu efni. Noregur Ljósmæður í Noregi starfa flestar í hlutastöðum og árið 2009 var tekin ákvörðun um það á norska Stórþinginu að styrkja ætti starfs- umhverfi og starfsvettvang ljósmæðra bæði hvað varðaði gæði og magn þjónustu. Við stjórnarskiptin 2012 varð enn ljósara hvernig þessi fram- kvæmd ætti að vera og ljósmæðrum var ætlað að sinna lífsstíls- samtölum í heimaþjónustu í sængurlegu. Í framhaldinu voru unnar leiðbeiningar um sængurlegu og þar er skýrt að ljósmæður heim- sækja konur eftir fæðingu og er gert ráð fyrir því að ljósmæður í heilsugæslu sinni þessari þjónustu. Leiðbeiningar um fæðingarstaði, gæði þjónustu þeirra og skipulag á landsvísu varð til þess að tveimur fæðingarstöðum var lokað ásamt einni fæðingarstofu þar sem mönnun var ekki í samræmi við leið- beiningarnar. Stórum fæðingardeildum hefur reynst erfitt að fylgja eftir leiðbeiningum um að konur eigi að hafa ,,sína“ ljósmóður meðan þær eru í ,,aktívum“ fasa fæðingar. Enn fremur reynist ekki vera tími til þess að sinna sí- og endurmenntun ljósmæðra né hand- leiða nýjar ljósmæður í starfi. Árið 2012 voru gefnar út klínískar leiðbeiningar um heima- fæðingar. Þjónustan er sérfræðiþjónusta og ekki hluti af heilbrigð- iskerfinu og konur sem óska eftir heimafæðingu þurfa að semja sérstaklega um það við ljósmóður og borga henni úr eigin vasa. Vandi hefur komið upp varðandi lyf sem nota á við heimafæðingar og þurfa konurnar að semja við sinn lækni um að fá ávísað þessum lyfjum. Ljósmæðrafélagið reynir að semja við stjórnvöld um greiðslur fyrir þessa þjónustu. Um áramótin 2015/2016 var ávísanaréttur ljósmæðra og heilsugæsluhjúkrunarfræðinga (n. helsesöster) sem hafa hlotið sérs- taka menntun/þjálfun, útvíkkaður og nær til allra kvenna sem orðnar eru 16 ára í stað eingöngu kvenna 16‒19 ára. Enn fremur nær réttur- inn til allra hormónagetnaðarvarna og hann verður bundinn við einstaklinginn en ekki heilsugæslustöðina eins og áður var. Um 90% allra ljósmæðra í Noregi eru meðlimir í norska ljósmæðrafélaginu sem er bæði fag- og kjarafélag. Svíþjóð Töluverður skortur er á menntuðum ljósmæðrum í Svíþjóð og er hann mest áberandi í stærri bæjum/borgum. Þetta hefur orðið til þess að ljósmæðranemum hefur fjölgað og var opnaður ljósmæðra- skóli við Sophiahemmet í Stokkhólmi haustið 2013. Gert er ráð fyrir að útskrifa um 200 ljósmæður árlega næstu árin. Ný fæðingar- deild opnaði í Stokkhólmi á árinu og úr varð að þar voru ráðnar 70 ljósmæður sem eðli málsins samkvæmt komu frá öðrum fæðingar- deildum í Stokkhólmi. Þetta hafði mikil áhrif á laun ljósmæðra sem hækkuðu að meðaltali um ca. 5.000 sænskar krónur á mánuði. Málefni fæðingarþjónustu í Svíþjóð hafa verið til umræðu víða og meðal annars leitt til þess að ríkið mun gera úttekt á þjónust- unni og kortleggja hana. Lítil samfella er í þjónustu ljósmæðra þar sem meðgönguverndin fer fram í heilsugæslu/hjá sveitarfélögum, fæðingar eru á fæðingardeildum sem ekki hafa endilega tengingu við þær og sængurlegan er annars staðar á sjúkrahúsunum eða á sjúkrahótelum. Greiðslufyrirkomulag vegna fæðinga er mismunandi eftir stöðum og sama á við um meðgönguverndina. Ljósmæðrafélagið hefur hafið samtal við fæðinga- og kvensjúk- dómalækna um framtíð fæðingarþjónustu í landinu og vonast til þess að það samtal verði árangursríkt. Rætt er um að ljósmæðrastýrðar einingar séu hagkvæmur kostur fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu frekar en teymisþjónusta á hátæknisjúkrahúsum fyrir allar konur óháð áhættustigi. Heimafæðingar eru afar sjaldgæfar í Svíþjóð og þá aðallega óskipulagðar. Um eitt prómill fæðinga eru skipulagðar fyrirfram og það er aðeins í Stokkhólmi og sum staðar nyrst í Svíþjóð sem ríkið greiðir fyrir þessar fæðingar. Árið 2014 fæddust 114.907 börn í Svíþjóð. Sænska ljósmæðrafélagið er fyrst og fremst fagfélag og eru allar starfandi ljósmæður félagar. ÖNNUR MÁL Menntun Á síðasta fundi samtakanna var rætt um menntunarmál og ákveðið að hraðað yrði gerð skýrslu um málið. Helga Gottfreðsdóttir námsbraut- arstjóri var gestur fundarins og kynnti stöðuna hér á landi. Umræðum verður haldið áfram á næsta fundi. Stjórnarfundur var haldinn í Gautaborg 11. maí 2016 og ráðstefna Norðurlandasamtakanna var í Gautaborg 12.‒14. maí 2016 en þá var sænska ljósmæðrafélagið 130 ára. Ísland mun svo halda ráðstefnuna 2019, á 100 ára afmæli LMFÍ. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá undirrituðum. Reykjavík í mars 2016. Hildur Kristjánsdóttir og Áslaug Íris Valsdóttir. STJÓRNARFUNDUR 2016 Stjórnarfundur Norðurlandasamtaka ljósmæðra (NJF) var haldinn í Gautaborg 11. maí 2016. Á fundinn voru mættir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og var hann haldinn í húsakynnum Födelsehuset í Gautaborg. Födelsehuset er örlítið húsnæði þriggja ljósmæðra sem halda allskyns námskeið fyrir verðandi foreldra og hafa fengið styrk til þess að mennta doulur af ýmsum þjóðernum sem eru sænskumæl- andi. Þannig hefur orðið til hópur 60 doula sem tala ótrúlegan fjölda tungumála og starfa sem túlkar og doulur fyrir konur sem ekki tala sænsku. Þetta verkefni hefur hlotið töluverða athygli og reynst mjög vel. Eftir að formaður sænska ljósmæðrafélagsins Mia Ahlberg hafði boðið okkur velkomnar og fundarmenn (sérstaklega nýir) höfðu kynnt sig var gengið til hefðbundinna fundarstarfa. Forseti samtak- anna tók saman helstu atriði frá síðasta fundi og kynnti dagskrá komandi fundar. Að venju fluttu löndin skýrslur sínar sem höfðu borist með nokkrum fyrirvara og urðu því góðar umræður um þær. Hér á eftir er stuttlega fjallað um það helsta sem kom nýtt fram frá fyrra ári. Í Danmörku hefur ljósmæðrafélagið boðið upp á námskeið sem kallað er ,,ambassadör utbildning“ sem hefur það að markmiði að ljósmæður verði meðvitaðar um félag sitt, framkomu í viðtölum, skrif stuttra pistla um málefni sem brenna á ljósmæðrum og konum. Sem sagt að vera talsmenn stéttar sinnar og starfs. Einnig hefur nýútskrifuðum ljósmæðrum verið boðið til skrafs og ráða til félagsins og fjallað hefur verið um trúnaðarmenn, launa- kerfi, uppbyggingu félagsins og hlutverk félagsmanna. Bæði þessi námskeið/fundir hafa mælst afar vel fyrir og ljósmæður eru sýnilegri en áður. Áfram er unnið að endurskoðun stefnu félagsins og er þess vænst að hún verði tilbúin á þessu ári. Ljósmæðrafélagið hefur látið gefa út veglegan bækling um ljósmæður í Danmörku sem er skrif- aður á dönsku og ensku og fallega myndskreyttur. Finnskar ljósmæður fengu nýjan formann á liðnu ári og hlakkar hún til að takast á við spennandi verkefni. Það sem ber hæst hjá þeim er lenging námsins úr 4 1/2 ári í 5 ár sem veitir bæði hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi. Markmið þessara breytinga er meðal annars að ljós- mæður muni sjá um konur á meðgöngu og í sængurlegu. Enn eykst miðstýring fæðinga og eru ljósmæður mjög uggandi vegna aukins fjölda fæðinga á leið á sjúkrahús og heimafæðinga án ljósmóður.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.