Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Síða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Síða 38
38 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Í Færeyjum er nú aðeins ein fæðingardeild. Stjórnun deildarinnar er ekki í höndum ljósmæðra en mönnun er góð. Nýr stjórnandi hefur hvatt til og aukið verulega samstarf ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og lækna og eru nú tvær til þrjár ljósmæður á vakt á deildinni hverju sinni. Unnið er að kjarabótum sem meðal annars fela í sér að fá greitt vaktaálag og að til dæmis helgarvaktir leiði til færri vinnustunda á viku. Verið er að reyna ýmsar leiðir í þessu efni. Um 600 fæðingar eru á ári á sjúkrahúsinu í Færeyjum og epidural-deyfingar eru nánast undantekning við allar fæðingar. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, kynnti skýrslu félagsins og spunnust umræður um verkfallið og fjárhagsstöðu félagsins. Einnig var rætt nokkuð um heimafæðingar og sagt frá doktorsvörn Berglindar Hálfdánsdóttur. Norska ljósmæðrafélagið vinnur að breyttu innra skipulagi aðal- lega vegna starfsanda á skrifstofunni og slæmrar fjárhagslegrar stöðu félagsins. Varaformaður félagsins hefur tekið við skrifstofu- rekstrinum og uppsagnir annarra starfsmanna standa fyrir dyrum. Töluverð barátta er milli norska hjúkrunarfélagsins og ljósmæðra- félagsins um félagsmenn og má sem dæmi nefna að hjúkrunarfélagið veitir námsstyrki og afslátt af félagsgjöldum fyrsta árið eftir útskrift. Formenn félaganna eru í viðræðum um þetta, en um er að ræða ástand sem hefur varað lengi og hefur gengið frekar illa að leysa. Fæðingardeildum fækkar enn og nú eru aðeins hátæknisjúkrahús með fæðingardeildir en fæðingarstofur í afskekktum byggðum fá enn að starfa. Í Noregi er til reglugerð sem segir að kona í fæðingu eigi að hafa ljósmóður sér við hlið meðan hún er í virkri fæðingu. Þessu hefur ekki verið mætt með aukinni mönnun á deildum sjúkrahús- anna. Sömu sögu er að segja frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, en í Færeyjum tekst ljósmæðrum að ná þessu gæðaviðmiði. Enn fremur ræddu stjórnarmeðlimir að lokun ljósmæðrastýrðra eininga í löndunum hefði ekki haft í för með sér aukna mönnun á fæðingar- deildum sem eru opnar. Þar væri því oftar en ekki um verulega undir- mönnun að ræða. Í kjölfar þessarar umræðu sendir stjórn NJF frá sér yfirlýsingu sem hljóðar svo: The board of NJF calls upon immedi- ate action from health care authorities to guarantee support to all women during pregnancy and labor from a midwife to ensure life and health. Mikil umræða er í Svíþjóð vegna lokunar tveggja stórra ljósmæðra- stýrðra fæðingardeilda í Stokkhólmi. Konur í Stokkhólmi og nágrenni fá ekki alltaf inni á fæðingardeild og geta þurft að bíða heima eða á biðstofum í marga klukkutíma til þess að komast á fæðingarstofu. Heimafæðingar eru ekki niðurgreiddar nema að hluta af ríkinu og fáar ljósmæður vinna við þær. Mikil umræða er um fimm ára direct entry nám í Svíþjóð. Menntamálaráðuneytið styður ekki tillöguna að svo stöddu en áfram verður reynt að fá þessu framgengt. Umræða er um hæfniviðmið fyrir ljósmæður sem sinna heimafæðingum og sitt sýnist hverjum. Töluverðar umræður urðu um þetta og gátum við sagt frá okkar fínu ljósmæðrum hér og töldum þetta ekki vera vandamál. Ingela Wiklund, fyrrum formaður sænskra ljósmæðra, gjaldkeri í ICM og ráðgjafi hjá World bank og WHO flutti afar fróðlegan fyrir- lestur og stýrði umræðum um sjúkdómsvæðingu (medikaliseringu) fæðinga og lífs kvenna almennt. Ákveðið var að þema næsta fundar yrði notkun ómskoðana í löndunum. Ýmis önnur mál voru rædd á fundinum og Áslaug Valsdóttir kynnti áform okkar um ráðstefnuna hér 2019 og benti á vefsíðu ráðstefnunnar njfcongress.is. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í Danmörku 20.‒21. apríl 2017. ICM ráðstefna verður í Toronto 2017. Hildur var endurkjörinn formaður NJF til næstu þriggja ára. Að loknum stjórnarfundi sóttum við ráðstefnu NJF sem var öll hin glæsilegasta. Hildur Kristjánsdóttir, formaður NJF, hélt opnunar- ræðu ráðstefnunnar og skoraði á ljósmæður að láta betur og hærra í sér heyra í allri umræðu sem snýr að störfum okkar og sækjast eftir störfum í opinberri stjórnsýslu eins og kostur væri. Áslaug Valsdóttir formaður tók þátt í panel umræðum um þau málefni sem hún og aðrir formenn telja nauðsynlegt að setja í forgang og vinna að fram til ársins 2019. Í lok ráðstefnunnar tók Áslaug svo við NJF ráðstefnu styttunni úr hendi Miu Ahlberg, formanns sænskra ljósmæðra, til varðveislu fram að næstu ráðstefnu í Reykjavík 2.‒4. maí 2019 á 100 ára afmæli félagsins. Reykjavík 26. maí 2016 Hildur Kristjánsdóttir forseti Norðurlandasamtaka ljósmæðra og Áslaug Íris Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Millarikka Rytkönen finnski formaðurinn, Tuija Alaranta frá Finnlandi, Mia Ahlberg sænski formaðurinn og Kristen Jörgensen norski formaðurinn.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.