Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 39
39Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Á þessu ári gekk Ljósmæðrafélag Íslands í EMA (European Midwi- ves Association) og nú á haustmánuðum tókum við í fyrsta sinn þátt í árlegum fundi EMA sem fram fór í Sofia í Búlgaríu. Tilgangur þess að ganga í EMA er meðal annars sá að fylgjast með því sem er að gerast í nágrannalöndum okkar og hugsanlega leggja okkar af mörkum til að styðja við þau lönd þar sem ljósmæður eiga erfitt uppdráttar. Það sem kom mest á óvart er hve ljósmæðrastéttin býr víða við mikið mótlæti hjá þjóðum sem eru landfræðilega nálægt okkur. Við þurfum ekki að líta lengra en til Búlgaríu, Rúmeníu eða Ungverjalands þar sem á sumar ljósmæður er litið sem glæpamenn fyrir að vilja ekki vera aðstoðarstúlkur lækna heldur sinna sínu starfi eins og við þekkjum það. Í löndum sem okkur finnast vera þróuð og standa jafnfætis okkur, svo sem Austurríki, Þýskaland, Frakkland og Spánn, er staða ljós- mæðra þannig að þær fá ekki að starfa sjálfstætt né eftir hugmynda- fræði ljósmæðra. Auk þess að fjalla um stöðu ljósmæðra í ýmsum löndum voru nokkur mál sem hafa verið í sviðsljósinu rædd. Mannréttindi og heilsa kvenna og barna eru lykilatriði í starfi EMA og einnig hvað ljósmæður eru að gera á hverjum stað og hvað þær geta gert til að styðja sem best við þessi lykilatriði. Þetta er mikilvægara núna en oft áður þar sem mikill straumur flóttamanna hefur legið til ýmissa landa Evrópu undanfarið, meira að segja til litla Íslands uppi í ballarhafi. Frændþjóðir okkar hafa brugðist við með því að taka að sér að styðja ljósmæður í þeim löndum þar sem baráttan er erfið. Norðmenn styðja Afganistan og ljósmæður þar, Danir eru með Líbýu í fóstri og Svíar eru rúmönskum ljósmæðrum innan handar. Það væri verðugt markmið fyrir Ísland að taka síðar að sér að styðja þjóð þar sem ljósmóðurfræðin á í baráttu. Menntunarmál voru rædd enda er það hornsteinn að góðri ljós- mæðraþjónustu að menntun sé góð og samkvæmt hugmyndafræði ljósmæðra en í sumum löndum reynist hún miðast við læknisfræði og sjúkdómsmiðaða hugmyndafræði (e. medical model). Auk þess kom í ljós að hægt er að útskrifast sem ljósmóðir með eins lítið og þrjár sjálfstæðar fæðingar að baki. Erfitt er fyrir ljósmæðranema að fá sjálf- stæðar fæðingar þar sem læknar sjá um vel flestar fæðingar. Skandinavar bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað varðar menntun, virðingu sem ljósmæður búa við og sjálfstæði í starfi. Af þeim Evrópuþjóðum sem fjallað var um sýnist okkur að lönd eins og Holland og Bretland komist næst Skandinavíu og athygli vekur að í Grikklandi starfa ljósmæður sjálfstætt utan sjúkrahúsa. ICM Evrópufundur ICM var haldinn daginn eftir EMA fundinn og er það til mikils hagræðis og sparnaðar. Forseti ICM, Francis Day Stirk, talaði um stefnu ICM. Innan samtakanna eru 125 þjóðir sem hafa stefnu ICM að markmiði. Banda- ríkin nota nú staðla um menntun frá ICM til að þróa sitt ljósmæðranám. Talsverðar áhyggjur eru af sjúkdómsvæðingu fæðingaferlisins um allan heim. Við verðum að nota ljósmæðrarannsóknir til að tala gegn þeirri þróun. Í því sambandi er hægt að nota Lancet seríuna um ljósmóður- fræði sem kom út í júní 2014 sem ramma um umræðuna. Märvi Jookinen, formaður EMA, ræddi um mikilvægi þess að heil- brigðisþjónusta væri samfelld og þverfagleg á þann hátt að notendur þjónustunnar þyrftu ekki að fara á marga staði með óþarflega löngum biðtíma og vera alltaf að segja sömu söguna aftur og aftur. Þetta hefur auðvitað verið rætt heilmikið hér heima og kallað ýmsum nöfnum, eins og teymisvinna, þverfaglegt samstarf (e. skill-mix) o.fl. og benti Märvi á mikilvægi þess að sjúklingum væri vísað á rétta staði. Hún ræddi einnig að ljósmæður störfuðu víða í samræmi við þetta og sýndi mynd úr skjali frá WHO máli sínu til stuðnings. Sjá mynd hér fyrir neðan. Tekið af: http://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0017/292202/ Life-Course-Approach-in-SRH.pdf?ua=1 Lesley Page var gestur fundarins og ræddi hún um sjúkdómsvæð- inguna og hvernig hægt væri að gera barneignarferlið mannúðlegra og það taki mið af mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Hún ræddi einnig að ef til vill ættum við ekki að leggja höfuðáherslu á og tala um að afsúrsa (e. de-medicalize) barn- eignarferlið heldur frekar að horfa til mannúðar hvað það varðar. Þegar stjórn LMFÍ ákvað að ganga í EMA þá var það til reynslu, til að sjá hvort við ættum erindi inn í þessi samtök. Eftir þátttöku í þessum fundi er ljóst að LMFÍ á heilmikið erindi í samevrópskt samstarf og getur bæði gefið og þegið. Áslaug Íris Valsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir Fréttir af alþjóðastarfi LMFÍ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.