Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 8
8 STJARNAN herskái höfðingi kirkjunnar, er ekki ein- ungis jók sína eigin landeign, heldur náði hann herradæmi yfir konungunum á Spáni og Frakklandi, og hafði nógu mik- ið vald til aö þvinga Jón Bretakonung, á móti vilja hans, til að veita viðtöku Stephen Langton setn erkibiskup í Canter- bury. Þó að veikari menn sætu i páfastóln- um á hinum eftirfarandi öldum, sem ekki voru færir um að stækka sitt veraldlega vald, heldur töpuðu þeir hverju fykli á fætur öðru, þá hélt samt sem áður páf- inn hinu veraldlega ríki sínu þangað til á siðari hluta nítjándu aldar. Ríki páf- ans náöi þá frá Ravenna við Adríahafið þvert yfir ítalíu til Neapel við strönd Miðjarðarhafsins. I þessu ríki voru þrjár miljónir þegna, sem litu upp til páfans, sem síns veraldlega yfirhöfuðs, og var Róm höfuðborg þess ríkis. Miklar hallir smíðaðar. í hinni fornu Rómaborg bjuggu páf- arnir um sig eins og þeir ætluðu sér að dvelja þar til eilífðar. Miklar hallir hafa þeir reist, til að auglýsa dýrð síns vold- uga ríkis og til að varðveita allra hand- anna fornminjar frá þeim tíma, þegar páfarnir drotnuðu yfir konungum jarð- arinnar. Þeir grófu upp rústir og rifu niður margar og miklar byggingar frá þeim tíma, þegar hið heiðna Rómaríki stóð í blóma sínum. Þeir notuðu þessar digru eldgömlu súlur og fínu marmara- blakkir í kirkju- og hallabyggingar sínar. Of ef fjársjóðir þeirra voru ekki nægi- legir, til að halda verkinu áfram á þess- um tígulegu byggingum, þá tóku þeir það til bragðs að selja syndakvittun fyrir pen- inga og gekk ágóðinn af þeirri sölu, til að fullgjöra þessar miklu páfahallir. Ljúflings titill páfans á miðöldunum var “Pontifex Maximus.” Þessi titill var notaður á dögum hins heiðna ríkis af rómversku keisurunum, því að þeir voru “Pöntifex Maximus” eða æðsti- prestur við sóldýrkunina í Róm. MeS því að taka þann titil, sýnir og sannar páfinn, að hann er æðstiprestur allrar sóldýrkunar í heiminum. Og með því að leiða allan hinn siðaða heim til að halda sólardaginn helgan í staðinn fyrir hvíldardag Guðs, hefir hann einnig sann- að að hann að öllu leyti fetar í fótspor sóldýrkenda hins heiðna Rómaríkis, þess vegna er pápískan ekki annað en heiðin- dómur i öðru líki. Páfinn bendir einnig á sólardaginn sem merki síns veldis og máttar, þar eð hann skyldi hafa dirfst að færa hvíldina frá hinum sjöunda til hins fyrsta dags vikunnar, þvert ofan í hið skýra hvíldardagsboðorð Guðs, og komið ekki einungis kaþólskum mönnum heldur og öllum mótmælendum til að hlýða sér og þannig tilbiðja sig, að undan- teknum þeim, sem hafa nöfn sín rituð í lífsbók Lambsins. Opinb. 13:8. Vér sjáum greinilega að hann er sá, jsem Daníel sagði myndi hafa í hyggju að um breyta helgitíðum og lögum. Dökk ský á himni páfaveldisins. Um árð 1860 komu óveðurský á himin páfaríkisins. Um það leyti fóru margir ættjarðarvinir meðal ítala að spyrja, hvers vegna ftalía, sem i fornöld var hið dýrðlegasta allra ríkja í Norðurálfunni, skyldi vera skift í mörg smáríki sem engin áhrif höfðu í heiminum meðan aðrir lýðir í Norðurálfunni reyndu að skapa sameiningu innan landamæra sinna. Eins og oft er tilfellið hjá þess konar mönnum, svöruðu þeir sinni eigin spurn- ingu. Þeir sögðu að ftalía ætti að sam- einast og verða frjáls. Þeir lögðu svo mikla áherzlu á orð sín, að þeirn hepn- aðist að sannfæra atkvæðamikla menn um að þetta myndi vera eina úrræðið. Italía fer að auka veldi sitt. Meðal þeirra, sem sannfærðust um þetta var Victor Emmanuel, konungur- inn á Sardinien. Með aðstoð fyrsta ráð- herra ríkis síns, Cavours, einhvers hins mesta stjórnmálamanns ítala á síðari

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.