Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 9
STJARNAN 9 tímum, hafði konungurinn í Sardinien, sem einnig var konungur í Piedmont og Savoyen, sig svo mikiÖ áfram árið 1861, að hann gjörði það heyrinkunnugt að hann væri konungur ítalíu. Fimm ár- um seinna fór hann að auka veldi sitt til muna með þvi að taka Venetia frá Austurríkismönnum. Um það leyti höfðu lærisveinar Mazzini kunngjört, að öll ítalia, páfaríkið meðtalið, skyldi, til- heyra hinu nýja ítalska ríki. Einn af þessum frægu lærisveinum var Giuseppe Garibaldi. Var hann maður, sem lagði allstaðar til orustu, þar sem hægt var að nota orðið “frelsi” sem afsökun. Af- reksverk Victors Emmanuels og Cavours kveiktu eld i hrjósti honum. Og meðan þeir voru að berjast í Norður-ítalíu, til þess aS sameina ríkið, myndaði hann hið nafnfræga “þúsund” af samskonar rnönn- um og hann sjálfur var. Drógu þeir upp seglin og stefndu til Sikileyjar. Garialdi afhendir konunginum• herinn. Þessir “þúsund” menn, sem allir voru í rauðum skyrtum sópuðu öllu undan sér og Garibaldi gjörði sjálfan sig að al- ræðismanni í Sikiley. En hann var ekki ánægður með það og sigldi því til Neapel og rak þaðan Eranz II. konung. Um það leyti var Victor Emmanuel kominn suS- ur á bóginn og Garibaldi afhenti honum bæði herinn og alt það land, sem hann hafði sölsað undir sig. Garialdi gjörði líka itrekaðar tilraunir til að taka rikið af páfanum, en hinn Frakkneski her Napóleons III., sem send- ur hafði verið til ítalíu, var honum yfir- sterkari og hann megnaði ekki að yfir- buga það ríki. En undir eins og Frakk- ar höfðu sagt Þjóðverjum stríð á hendur, var her Napóleons kallaður heim til Frakklands. Þá settist her Victors Em- manuels undir forystu Cadorna, hvers sonur var kjörinn yfirforingi hins ítalska hers í stríðinu rnikla 1914, kring um múr- veggi Rómaborgar. Tuttugasta september 1870, átján dög- uin eftir orustuna við Sedan, þar sem Napóleon III. fór halloka, klifruðu her- menn Cadornas yfir múrveggi Róma- borgar skamt frá Porta Pía. Hinn ítalski her var ekki seinn um að yfirbuga hina huglausu lífverði páfans og frá þeim degi var Róm höfuSborg ítalíu. Ríkið tekið af páfanum. Árið 1798 sendi Napóleon mikli her- foringja sinn, Berthier að nafni, inn í Róm og tók páfann höndum, fór með hann til Frakklands, þar sem hann dó í útlegð. Þá fékk páfavaldið sitt banvæna sár, en skulum vér sjá hvernig þetta sár verður heilt, þrátt fyrir það, að ríkið var algjörlega tekið af páfanum um stundar sakir. Tveimur vikum eftir að Cadorna tók Rómaborg var ríki páfans innlimað í hið nýja ítalska ríki með nokkurs konar at- kvæðagreiðslu. Þannig varð veruleiki hins veraldlega veldis páfans að engu. Páfavaldið vildi samt sem áður aldrei kannast við, að það hefði ekki réttinn til að drotna yfir þessum löndum, sem þann- ig höfðu verið tekin af því. I augurn páfavaldsins er stjórn Itala, sem um sex- tíu ára skeið hefir haldið til í höllum þess, og konungur ítala, sem dvelur í hinni dýrðlegustu þeirra allra, sem sé Quirinal höllinni, ræningjar og þjófar. Italska ríkið hefir lög sín til síns máls og páfavaldið hefir lög sín til síns máls. Og út af stríðinu milli þessara tveggja málsaðilja sprettur “rómverska málið.” Píus IX. páfi mælti á móti öllu þessu og grátbændi hina kaþólsku þjóðhöfð- ingja í Norðurálfunni um hjálp, til að vinna aftur ríkið, sem hann hafði tapað, en ekki einn þeirra rétti honum hjálpar- hönd. Ekki einu sinni Franz Jóseph, keisari Austurríkis, sem hefði getað hjálpað honum, kærði sig um að segja ítölum stríð á hendur aftur, því að hanri hafði þegar farið halloka tvisar fyrir þeirn á þeim tíu árum, sem þeir höfðu barist, til að sameina ríkið.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.