Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 13
STJARNAN 13 afliÖ, sem í fyrstunni hafði lyft þessum gnæfandi risafjöllum 12 og 13 þúsund fet yfir sjávarmál? Hver var það, sem hafÖi gefiÖ hinum feikimikla furu- og greniskógi í hliöunum og við fjallsræt- urnar líf, skrúða og þroska? Hver var það, sem hafði gefið hinu silfurtæra jökulvatni í ánni, er streymdi eftir far- veginum i dalbotninum, afl til að hressa menn og skepnur, veita grasi og trjám brum og lifandi lit, gefa silungi og laxi Jíf og fjör, og hreyfa hinar miklu vélar í myllunum meðfram bökkum þess? Hver hafði gefið morgunroðanum öll lit- brigði hans ? Samkvæmt lögum hvers var öllu þessu niðurraðað og því stjórn- að ? Einungis “heimskinginn segir í hjarta sínu : Enginn Guð!” Meðan eg var að virða fyrir mér alla þessa dýrð og hugleiða alt þetta, spent- ist regnboginn þvert yfir himinhvelfing- una frá austri til vesturs. Hér var ann- að unaðsfagurt fyrirbrigði—hið fegursta listaverk, sem þessi heimur á til í eigu sinni. Hver getur virt annað eins fyrir sér án þess að minnast loforða Guðs og lyfta huga sínum til hans, sem aldrei mun yfirgefa oss né sleppa liendinni af oss. Hvaðan kom regnboginn? Hver hafði spent þennan marglita boga á ský- in, ekki einungis til að auka fegurð sól- aruppkomunnar, heldur og til að styrlcja og gleðja liinn ferðalúna pílagrím? Var það ekki hann, sem segir: “Boga minn set eg í skýin, að hann sé merki sáttmál- ans milli mín og jarðarinnar.” 1. Mós. 9:13. Það er hann sem hefir skapaö mennina, jörðina og alt, sem á henni er. Hann hefir gjört eilífan sáttmála við þennan heim og er Kristur meðalgangari þess sáttmála. Regnboginn er merki þess, að Guð mun efna loforð sitt. Eig- um vér þá ekki að efna loforð vort, þjóna Guði trúlega alla æfi vora og lifa og breyta eftir boðorðum hans? Hann hefir vitni sín í skýinu, að hann er trúr og sannorSur. Eigum vér ekki líka að hafa vitni í hjartanu og samvizkunni, sem eru í samræmi við orð og lög Guðs, að vér erum trú og hlýðin börn, sem Drott- inn á hinum milka degi getur kannast við frammi fyrir öllum sínum heilögu englum ? Hvernig menn geta virt fyrir sér dá- semdarverkin í ríki náttúrunnar og ekki orðið varir við Skaparann—liinn ástríka, algóða og alvitra himnaföður—er óskilj- anlegt. Vitnar ekki alt sköpunarverkið um hann—angandi blómin, laufskrúðugu trén, fljótu og litfögru fuglarnir og hin- ar mörgu þúsundir tegunda fiska og sjávardýra. Heyrum vér ekki hina öfl- ugu viðvörunarrödd hans í nið fossins, gný brimsins og dunum þrumunnar? Heyrum vér ekki hina blíðu laðandi rödd hans í tónum lævirkjans, sem lyftir sér syngjandi á vængjum sínurn móti himn- inum, og í hinum svalandi sumarblæ, sem sjálfur greiðir sér götu inn á milli hinna laufguðu trjáa slcógarins? Sjá- um vér eklci meistaraliönd lians í hinum unaðsfögru litbrigðum lcveld- og morg- unroðans og regnbogans, í litskrúða fuglánna, blómanna og skógarins á haust- in? Sjáum vér ekki afl og vald hans í sólargeislunum, eldingunni, storminum, ölduganginum og landskjálftanum, í fossinum og byggingu hinna öldnu f jalla. Hefir alt þetta getað orðið til af sjálfu sér? Einungis “heimskinginn segir í hjarta sínu : Enginn Guð.” Eigum vér elcki að sleppa öllum fá- nýtum og grundvallarlausum apakeinn- ingum og hugmyndum um, að alt skyldi hafa orðið til af sjálfu sér, og heldur segja með sálmaskáldinu hebreska: “Vitið að Drottinn er Guð, hann hefir slcapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæzluhjörð. Gangið inn um lrlið hans með þakkargjörð, í forgarða hans með lofsöng; lofið hann, vegsamið nafn lians. Því að Drottinn er góður, mislcunn hans varir að eilífu, og trúfesti hans frá kyni til kyns.” Sálm. 100:3-5. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.