Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 14
M STJARNAN Lífsreynsla og æfiskeið Jóseps Bates tólfti kapítuu. Eftir þessa björgun sneri eg aftur til Baltimore; og eftir að hafa veriS me8 a8 bjarga einhverju af farminum á hinu strandaða skipi, réðist eg sem fyrsti stýrimaður á briggskipinu “Frances Johnson” frá Baltimore. Vi8 ætluÖum til SuÖur-Ameríku. Skipshöfnin saman- stóÖ af eintómum svertingjum, sem skip- stjórinn sjálfur hafÖi útvalið. Eg var oft hryggur yfir því, að við tveir skyld- um vera einu hvítu mennirnir á skipinu, þvi að stundum kom það sér mjög illa að við vorum í minni hiuta. Við 'bárum það mesta af farminum af i Maranham og Para. Síðarnefndur bær liggur hér um bil hundrað milur frá Amazon fljótsmynninu ibeint undir mið- jarðarlínunni. Þar tókum við inn farm til Baltimore. Á heimleiðinni komum við við í Martinique, sem er frönsk eyja. Þegar við höfðum legið nokkra daga á höfninni, fengum við alt í einu skipun frá stjórnaranum í eyjunni um að yfir- gefa höfnina næsta morgun, því að þaÖ virtist honum eins og viÖ í einhverju lít- ilsháttar atriði hefðum ekki að öllu leyti hlýtt skipun hans. ViS skoðuðum þessa skipun hans sem ranglæti af hálfu hans, en við gegndum samt. Varla vorum við komnir út fyrir hafnarmynnið fyr en hræðilegt: ofveður skall á [þess konar stonnar eru mjög tiðir í Vesturheims- eyjunum á haustin], og gjörði hann svo mikinn skaða á höfninni, að hér um bil hundrað skip rak upp á land og brotn- uðu i spón, og aöeins tvö skip lágu eftir á höfninni næsta morgun. Það var með mestu erfiðleikum að við komumst hjá því að reka upp í land, því að þetta ofveður var mjög umhleyp- ingasamt. Við vorum sannfærðir um aS hér var um langvarandi storm að ræða, og gjörðum við allar ráðstafanir til að veita honum viðtöku. Til allrar hamingju komumst við hjá því versta af honum með þvi að sigla inn til St. Domingo. Skip, sem heima átti í New York, kom inn á höfnina þar tveimur dögum seinna, og sögðu skipverjar á því okkur frétt- rnar uin slysið á höfninni i Martinique. Þeir álitu það næstum kraftaverk aS hafa komist lífs af úr þeim sjávarháska. En í augum okkar var alt þetta ennþá undra- verÖara, því að það virtist eins og við samkvæmt stjórn forsjónarinnar hefðum verið sendir út úr höfninni, einmitt þeg- ar stormurinn skall á og slysið vildi til. Við sáum i öllu þessu varðveizlu Guðs og hina náSarríku handleiðslu hans. Sylvester skipstjóri gaf mér hér yfir- ráðin yfir skipinu og varð hann sjálfur eftir í eyjunni meðan við sigldum til Baltimore. Þegar skipið lét í haf var eg veikur og þar eð eg óttaðist, að það myndi vera gulaveikin, bjó eg um mig uppi á þilfarinu, til þess að geta haft ferska loftiS alla tíð, og innan skamms rénaði veikin. Við komum heilir á húfi til Baltimore. Fór eg þaðan til Bedford, og hafði eg þá verið að heiman i tvö og hálft ár. Fimtánda febrúar 1818 kvongaðist eg

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.