Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN 15 ungfrú Prudence M., dóttur Obed Nye, skipstjóra. Sex vikum seinna sigldi eg aftur sem fyrsti stýrimaSur á skipinu “Frances” með Hitch skipstjóra frá New Bedford. í Baltimore tókum við inn tóbaksfarm til Bremen á Þýskalandi. Þaðan sigldum við til Gautaborgar í Svi- þjóð, þar sem við tókurn inn járnfarm til New Bedford í Mass. Þar eð Hitch skipstjóri var meðeigandi skipsins og hafði tækifæri til að græða fáein þúsund dollara á járnfarminum, sökkhlóð hann skipið, án þess að hugsa út í það, að nokkur hætta gæti stafað af því, þangað til að við hreptum blindbyl i Norðursjón- um, sem knúði okkur til að sigla fyrir norðan Skotland og komum við þá í nánd við áður nefndan dranga í hræði- legu stormveðri um nótt. Við vorum mjög áhyggjufullir út úr þessu, þangað til að við fullvissuðumst um að við vor- urn komnir úr allri hættu. Þessi þungi farrnur kom því til leiðar að skipið velktist og “slingraði” svo mik- ið í vestan rokinu, að þaS fór að leka. Við tókum þá kring um tuttugu tonn af járni upp á þilfarið og bjuggum svo vel um það að það hreyfðist ekki. Það hjálp- aði okkur talsvert, en af því að vindur- inn var alla tíð á vestan, þá miöuðum við varla áfram. Dag nokkurn sagði skip- stjórinn: “Við verðum að fara spart með vatnið. Hve mikið heldur þú að við eigum að skamta hverjum og einum.” “Tvo potta á dag,” svaraði eg. “Tvo potta,” endurtók hann; “eg hefi enn aldr- ei drukkiö tvo potta á dag. Eg drekk . tvo bolla af kaffi með morgunverði og tvo bolla af tei og- tvö eða þrjú glös af “toddy” á degi hverjum [í þá daga var engin bindindishreyfing og engin bind- indisfélög], það er hér um bil alt, sem eg drekk. Nú hefi eg verið í siglingum í hér urn bil þrjátíu ár og mér hefir aldrei verið skamtað.” Svo heppinn hafði eg ekki verið. í fimm ár höfðu þeir skamtaS mér brauð og í marga mánuSi vatn. Svo eg sagði við Hitch skipstjóra: “Einungis hugsunin um það, að manni er skamtað vatn, mun auka lystina til að drekka það.” Hann sagðist ekki vita neitt um það, en hann hélt að það væri betra aS bíða stundarkorn, því að hann rneinti að hann hefði aldrei drukkið tvo potta á dag. Þar eð okkur rniðaði lítið áfram og skipið lak ennþá meira, sagSi Hitch skip- stjóri: “Þú hefir fyrstu “vaktina” á morgun, og eg held að það sé betra að þú farir að skamta hásetunum vatn og líta eftr því, að vatnsgeimirnir séu vel varðveittir.” “Gott og vel,” sagði eg “en hversu mikið á eg að skamta hverj- um manni?” “Þú getur byrjað meS tvo potta.” Þetta gjörði eg og voru tveir pottar af vatni færðir skipstj óranum i káetu hans. Þegar eg klukkan sjö um kveldið var á gangi á þilfarinu og lúku- gatið að káetunni var opið, heyrði eg í dimmunni skipstjórann segja i hálfum hljóðum: “Eemúel, hefir þú vatn af- gangs?” (Xemúel var bróðursonur skip- stjórans og borðaði hann meS stýrimönn- unumý. “Já.” “Gefðu mér þá sopa að drekka?” Eg heyrði því næst skipstjór- ann drekka úr flösku Lemúels eins og hann vær rnjög þyrstur. Þegar við borð- uðum morgunverð næsta morgun spurði eg: “Kaftein Hitch, hafðir þú nægilegt vatn í gærkveldi ?” Hann brosti og kann- aðist viS að hann hefði reiknað skakt. “Hugsunin um að manni er skamtað vatn, gjörir mann þyrstan eins og þú sagðir mér; en eg hefi aldrei reynt það fyr.” Annar stormur skall á og skipstjórinn varð mjög svo órólegur yfir því, að skip- ið væri ef til vill of hlaðið, til að geta kornist heilt á húfi yfir Atlantshafið. ViS héldum skipsráð og var ákveðið að henda tuttugu tonnum af járni fyrir borð. Það gjörðum við og tókum önnur tuttugu tonn upp á þilfarið. Skipið léttist töluvert og skreið betur gegnum öldurnar. En skip- stjórinn var hræddur viS að draga upp mörg segl, til þess að lekinn yrði ekki meiri og skipið myndi sökkva. Framh.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.