Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 16
um rúmgó'San sjó, en svo um áramótin komum vér alt í einu inn í mjótt sund, þar sem vér leggjum að landi um augnaiblik til að átta oss og svo verðum vér aÖ halda áfram aftur. Smám saman vikkar sundið og opnast á móti ööru hafi, sem enginn rnaður hefir nokkurn tíma kannað, en maður verður að sigla yfir um það, hvort sem rnaður vill eða ekki. Hið ókannaða haf er hið nýja ár. Nú breiðir það faðm- inn út á móti oss, byr fyllir seglið og lífsfar hvers einasta mannsbarns á þessari jörðu verður að láta í það haf, en hvort sem ferðin verður skemtileg eða háskaleg veit enginn, nema hann, sem “bylgjur getur bundið og bugað stormaher.” Miljónir manna láta eins og lífið sé leikur, en ekki barátta. Vér lifum vissu- lega á alvarlegum tímum. Öfl virðast vera ráðandi í heiminum, sem mönnum er ofvaxið að eiga við. Þjóðirnar toera ekki traust lengur hverjar til annara. 1 viðskiftalifinu eru svikin svo mögnuð og samkepnin svo mikil, að margir góðir menn fara árlega halloka og liða undir lok á því sviði. Allur þorri manna ber ekki lengur þá virðingu og umhyggju fyrir heimilinu og lífinu á þvi sem þeir einu sinni gjörðu. Kirkjurnar hafa yfrgefið hina heilnæmu kenningu og fariÖ út á brautir, þar sem sálir svo þúsundum skiftir munu líða skipbrot á trú sinni. Á stjórnarfarslega sviðinu er útlitið hið ískyggilegasta. Mikilsmetnir stjórnmála- menn reyna sitt ýtrasta til að stofna til friðar, en jafnvel þó1 að sumar þjóðir vilji frið, þá er hann ekki fáanlegur, því að margar þjóðir eru ákveönar í því að heyja stríð áður en langt líður. Stormar, flóðöldur, hvirfiibyljir, land- skjálftar, eldgos, slysfarir á sjó og landi tala á sínu máli, hallæri og hungursneyð sópa þúsundum manna í gröfina fyrir aldur fram og farsóttir sækja bráÖ sína í stórum stíl. Samt sem áður er skemtifýsn heimsins meiri en hún nokkurn tíma hefir verið. Hvað táknar alt þetta? Guð hefir í orði sxnu opinberað oss það. Hann hefir líka trúa þjóna, sem gefa fólkinu fæði fupplýsingu um alt þetta) á réttum tíma. Það er áform Stjörnunnar á þessu nýbyrjaða ári að leiða mönnum fyrir sjón- ir hvert stefnir. Hvers vegna skyldu menn sækjast eftir að sitja í myrkrinu með- an ljós skin frá honum, sem er ljós heimsins. Munið eftir að ljósið er inndælt, heilnæmt og lífveitandi. Höfum vér fyrir áramótin fengið óteljandi bréf frá kaupendum, senf lýsa því yfir, að Stjarnan hafi frætt þá um svo margt, sem þeim var áður hulið.t Spurningakassinn mun verða opnaður með næsta tölublaði. Sá kassi hefir opnað augu margra fyrir því fullkomna samræmi sem er i öllu Guðs orði . Setjum ekki "ljósið undir mæliker, heldur á stjaka, að þaÖ lýsi öllum löndum. Margir hafa sent kristniboðinu og Stjörnunni gjafir og þar að auki útvegað henni nýja kaup- endur. Góði vinur, viltu ekki gjöra svo vel að reyna að útvega Stjörnunni ein- hvern nýjan kaupanda i nágrenni þinu eða meðal kunningja eða ættingja. Margt gott og fræðandi mun Stjarnan færa kaupendum á þessu ári. Sendum vér alúðarþakkir þeim, sem hafa sent inn gjafir til kristnitooðsins og andvirði Stjörnunnar, og vonum vér að þeir, sem enn ekki hafa sent inn bprg- un, láti það ekki sitja á hakanum of lengi, því að nú þarf Stjarnan þess með. Kæra þökk fyrir liðna árið með beztu nýársóskum. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.