Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 2
iS STJARNAN SPURNINGA-KASSINN Kæri hr. Guðbrandsson /—Viltu gjöra svo vel að svara þessari spurningu: Hversvegna prédikuðu Jóhannes skírari og Jesús mestmegnis í ríki náttúrunnar, í eyðimörkum og á afskektum stöðumf Sjö hundruÖ árum áður en Jóhannes skírari fæddist í þennan heim, ritaði spá- maðurinn Jesaja þessi orS: “H'eyr, kallað er í eyðimörkinni: GreiÖiÖ götu Drott- ins, ryÖjiÖ GuÖi vorum veg í óbygðinni. Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka; hólarnir skulu verÖa aÖ jafnsléttum og hamrarnir aÖ dalagrund- um. DýrÖ Drottins mun birtast, og alt hold mun sjá þaÖ, því aÖ munnur Drott- ins hefir talaÖ þaÖ !’’ Jes. 40:3-5. Þessi spádómur bendir skýrum orÖum á þann, sem mundi veröa fyrirrennari Krists. En uppfylti nú Jóhannes skírari þennan spádóm? Já. Þegar Gyðingarn- ir sendu presta og Levíta út í eyðimörk- ina, til aÖ komast að raun um hver Jó- hannes skirari kynni að vera, átti eftir- farandi samtal sér stað milli þeirra og J óhannesar: “Hver ert >ú?” Og hann játað og neitaði ekki, og hann játaði: Ekki er eg Kristur. Og þeir spurðu hann: Ilvað þá? Ertu Elía? Og hann segir: Ekki er eg það. Ertu spámaðurinn ? Og hann svaraði: Nei. Þeir sögðu þá við hann : Hver ert þú ? til þess að vér getum flutt svar þeim, er oss sendu. Hvað segir þú um sjálfan þig? I lann sagði: Eg er rödd rnanns, er hrópar í óbygðinni: GjöriS beinan veg Drottins, eins og Jesaja spámaður hefir sagt.” Jóh. 1 :i9-23. Sjá einnig Matt. 3. kap.; Mark. 1 :i-ii ; Lúk. 3:1-22. En hvers vegna skyldi nú fyrirrennari Krists, sem í augum Guðs er hinn mesti maður, sem nokkurn tíma hefir verið uppi á þessari jörðu (Matt. ii:uj, þurfa að prédika i óbygðinni, í staðinn fyrir i stórborgum landsins. Ástæðurnar fyrir þvi eru aSallega þrjár. Fyrst: Undir berum himni umgefnir af fegurð náttúr- unnar gátu bæði Jóhannes skírari og Jesús kent fólkinu sannleikann í dæmi- sögum, sem gjórðu því skilyrðin fyrir að komast inn i Guðs ríki skiljanleg, og upp- frætt það um margt, sem ekki mundi hafa verið mögulegt að benda fólkinu á í samkunduhúsum, því að fólk, sem er tjóðrað á hæl kirkjunnar og undir manna- setninga-svipu prestanna þorir ekki að hugsa sjálft og fylgja sannfæringu sam- vizku sinnar, þess vegna var það, að bæði Jóhannes skírari og Jesús leiddu fólkið í burtu frá hinum baneitruðu áhrifum kirkjudómsins, til þess að þau frækorn sannleikans, sem þeir sáðu í hjörtu mann- anna, gætu í friði og næði fest rætur, sprottiö og borið ávöxt til eilífs lífs. f öðru lagi voru engin samkunduhús i öllu landinu, sem mundu hafa rúmað þann mannfjölda, sem kom út til að hlusta á þessa tvo menn. 1 þriðja lagi mundi Jóhannes skírari aldrei hafa getað sagt við Farísea og Sadukea í Jerúsalem eða Kapernaum það, sem hann sagði við þá i eyðimörkinni, án þess að hafa mist lífið fyr en liann hefði leyst af hendi hið vandasama verk sitt. Hlustið á hann þar sem hann talar til þeirra: “Þér nöðru-afkvæmi, hver kendi yður að flýja undan hinni komandi reiöi? Berið þá ávöxt samboðinn iðrun- inni, og ætlið ekki, að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður; þvi að eg segi yður, að Guð getur vakiö Abraham börn af steinum þessum. En öxin er þegar lögð að rótum trjánna ; verður þá hvert það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, upp höggvið og því í eld kastað.” Matt. 3:7-10. ("Framh. á bls. 26J

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.