Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 4
20 STJARNAN þessa bók? Þac5 er einmitt þaS, sem eg ætla að reyna að sanna. Ef eg vildi mundi eg geta komið með sannanir, því að af þeim er mikill sægur, ef eg ætlaði að nota tímann til að færa þær fram í dagsbirtuna, en þa ðer ekki áform mitt. Eg hefði getað bent yður á, að fegurð málsins taki fram öllu því, sem geym- ist í mannlegum ritgerðum. °g öll þau skáld, sem lifað hafa á jörðinni mundu ekki hafa getað tekið sig saman til að framleiða svo göfugan og tignarlegan skáldskap á eins kröftugu máli og maður finnur í Biblíunni. Eg hefði getað stað- hæft, að innihald Biblíunnar, þau efni, sem hún fjallar um, sé mannlegum skiln- ingi æðri. Maðurinn' hefði ekki getað upphugsað kenninguna um þrenninguna eða kunngjört oss nokkuð áreiðanlegt um sköpun alheimsins. Aldrei hefði hann getað sogið úr sínu eigin brjósti hina miklfenglegu hugmynd um stjórn for- sjónarinnar, að öllu skyldi vera stjórnað samkvæmt vilja einnar ráðandi veru og alt samverka því til góðs. Eg hefði get- að rætt um ráðvendni og hreinskilni hennar, þar eð hún dregur galla ritara sinna fram í dagsbirtuna; um einingu og samræmi hennar, þar eð hún kemur aldrei í mótsögn við sjálfa sig; um hinn hisp- urslausa rithátt hennar, til þess að sá, sem les hana, geti gert það viðstöðulaust. Eg hefði getað bent á sannanir svo hundruðum skiftir fyrir því að hún er Guðs orð. Hinn mesti óviturleikur. Eg er þjónn Guðs vors og þér eruð kristnir og það er aldrei þjóni Krists nauðsyn að taka staðhæfingar guðleys- ingjans til meðferðar, til þess að svara þeim. Það er hin mesta fásinna í þess- um heimi. Þessir aumingja guðleysingj- ar hafa engar sannanir þangað til að vér afhendum þeim þær, og svo safna þeir saman hinum sljóvu örvum sínum, til þess að skjóta þeim á móti sannleikanum. Það er hinn mesti óviturleikur að leika sér við þessa vítisbranda, jafnvel þó að vér séum reiðubúnir til að slökkva þá. Látið börn heimsins kenna hver öðrum, en vér megum ekki finnast meðal þeirra, sem birta villukenningar þeirra og guðs- afneitun. Satt er það, að sumir þeirra sem kunngjöra Guðs orð, tæma fljótt forðabúr sitt og nota svo staðhæfingar guðleysingjanna til að fylla upp i skörS- in í ræðum sínum. En hinir útvöldu þjónar Guðs þurfa ekki neitt þess háttar með, því að þeir eru uppfræddir af Guði og hann veitir þeim umræðuefni, mál og kraft. Til eru menn, sem enga trú hafa, þeir eru skynsemismenn og fríhyggjumenn. Eg er ekki hér til að ræða mál þeirra, heldur til að kunngjöra það, sem eg veit og þekki. Einnig eg hefi verið þeim líkur. Eg lét frá mér hið örugga akker trúarinnar ,eg sleit sambandi og ekki lengur lá eg fastur við hina skjólgóðu strönd opinberunarinnar. Eg leyfði fley mínu að reka fyrir vindi. Eg sagði við skilning minn: “Vertu skipstjóri” og við mína eigin dómgreind: “Vertu. stýri mitt,” og þannig lét eg í haf. Hið ólgufulla haf. Guði sé þökk, sá tími er nú liSinn, en eg ætla í fáum orðum að segja dálítið frá því. Það var glæfrasigling yfir hið ólgufulla haf “frjálsra hugsana.” Eg hélt áfram og eftir því sem tíminn leið lýsti himinn minn með fegurðarljóma. Eg var umgefinn af geislahafi að ofan og eg hugsaði viS sjálfan mig: “Ef þetta eru “frjálsar hugsanir, þá eru þær unaðs- fagrar.” H'ugsanir mínar voru gim- steinar og með eyðslusamri hendi varp- aði eg stjörnum til hægri og vinstri handar, en undir eins sá eg í staðinn fyrir þessa ljómandi fegurð grimm skrimsli, ógurleg og hræðileg, stíga upp úr hyl- dýpi hafsins. Og meðan fley mitt hélt áfram gnístu þau tönnum og gerðu gys að mér i opiS geðið. Þau lögðu hend- ur á liinn litla farkost minn og toguðu

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.