Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN 27 Lífsreynsla og æfiskeið Jóseps Bates Matarforðinn fór einnig að þverra svo að það var farið að skamta hásetunum bæði kjöt og brauð. Við fórum allir að hlakka til að komast í höfn. Þegar .skipstjórinn svaf dirfðumst við stundum að draga upp fleiri segl. Eina nótt sner- ist vindurinn á austan. Til þess að geta haft sem mest gagn af þessum góða byr, tókum við öll rif úr mersseglunum. Þegar skipstjórinn á morgun vaktinni kom upp á þilfarið, meinti hann að viS hefðum of rnörg segl uppi og voru fá- ein þeirra tekin rnn aftur. Skipið skreið þá stöðugra og hraðinn var hér um bil eins mikill. Að lokum höfðum við fengið góðan byr og skreið skipið mjög hratt. í þrjá daga blés hann á suðustan og fórum við að reikna út, að ef við fengjum annan eins byr þrjá næstu dagana, mundum við vera komnir til New Bedford. En í þessu urðum við fyrir vonbrigðum, því að um miðnætti hins þriðja dags skall á hræði- legt ofveður. Eg hafði aldrei í öll þau ár, sem eg hafði verið í siglingum, séð annað eins veður. Öldurnar voru svo háar, að það stundum leit út eins og þær myndu velta sér jafnvel yfir siglurnar, fyr en hið sökkhlaðna skip var fært um að lyfta sér, til að veita viðtöku hinum freyðandi brotsjó. Hið hvínandi rok fylti hin litlu stormsegl, sem við þorðum að láta standa, og leit það stundum út eins og þau myndu knýja skipið ofan í gín- andi afgrunn fram undan okkur. ÞRETTÁNDI KAPÍTULI. I þessu hræðilega ofviðri, sem algjör- lega hafði okkur í valdi sínu, fengu skip- verjar skipun um að leggjast út af í full- um fötum, til þess að þeir gætu æfin- lega verið til taks á augabragði. þegar þeir væru kallaðir út á þilfarið. Við reiknuðum að við myndum nú vera í austurjaðri Golfstraumsins, sem talinn er einhver hinn hættulegasti staður í Atlantshafinu fyrir utan austurströnd Ameríku í ofviðri. Eg brá mér inn í káetuna um augna- bliks sakir til að láta skipstjórann vita að veðrið yxi í hönd. Hann hélt það nú ekki, en sagöi: “Hr. Bates, haltu skipinu undan veðrinu alla tíð.” Þetta var eina björgun okkar. Stýrissveifin hafði fyrir skömmu brotnað fjögur fet frá stýrishöfðinu. Við gjörðum við hana til bráðalbirgða og nú höfðu fjórir hásetar fangiö fult með að stýra skipinu með köðlurn, sem runnu á trissum. Bár- urnar voru nú turnháar. Við urðum að vera á gægjum fyrir hverjum einasta brotsjó, til þess að hann kæmi ekki á ó- vart yfir okkur. Hefði ekki skipið lát- ið að stjórn eins vel og það gjörði, myndi vafalaust sjórinn hafa sópað okkur öll- um fyrir borð. I birtingu næsta morgun skall á húðar- rigning svo að erfitt var að sjá brotsjó- ana fyr en þeir skullu yfir okkur. Þetta gjörðu stöðu okkar enn ískyggilegri og lærði eg þá að Golfstraumurinn er verri en nokkurt annað haf á þessari jörðu. Klukkan milli sjö og átta og um

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.