Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 12
28 STJARNAN morguninn snerist vindurinn alt i einu fyrirvaralaust og seglin skeltust á móti siglunum. “Seglin eru uppi í vindin- um,” kom það samtímis frá vörum allra. Eg hrópaSi: “StýriÖ á stjórnborÖa! Fljótt! Strengið dragreipin!” Eg kall- a'Öi því næst alla skipverjana út á þil- farið undir eins. Um leið og skipið fór ofan í djúpan bárudal lét það að stjórn og snerist i norðaustur. Vindurinn fylti undir eins fokkuna, en hefði það ekki oröið myndi skipið hafa farið í kaf, þegar næsti brotsjór skelti yfir okkur. Hið versta vestan rok blés í nokkrar mínútur og svo varð logn alt í einu. Snerum við þá skipinu og flýttum okkur að taka saman seglin. Nú höfðum við ekki lengur stjórn á skipinu. Sjórinn kom inn á hléborða og það leit út eins og hann myndi gleypa okkur hvort sem það var frá þessari eöa hinni hliðinni. Þegar skipstjórinn kom upp úr káetunni og sá sjálfur í hvaða háska við vorum staddir, varð hann hræddur. Skipið velktist og teygði sig eins og maður, sem er í miklum þján- ingum. Vegna þess að þaö slingraði svo mikið, var það mönnum mjög svo erfitt að komast upp í reiðann. Suðvestan stormur skall undir eins á. Þetta var það, sem við óttuðumst, þess vegna reyndum við að taka saman seglin. Þeg- ar það var gjört, dældum við vatnið úr skipinu á einhvern hátt og að því búnu kom skipshöfnin saman uppi i skutnum. Skipstjórinn mælti fyrst: “Matsveinn, getur þú beðið fyrir okkur ?” Matsveinn- inn kraup á kné, þar sem hann gat hakl- ið sér í eitthvað, en við hinir stóöum og báðum alvarega Guð um, að hann vildi varðveita okkur og bjarga í þessu hræðilega veðri. Þetta var fyrsta bæn- in, sem eg nokkurn tíma haföi heyrt i stormveðri á hafinu. Þó að við værum syndarar, þá held eg samt að sú bæn heyrðist af honum, sem hneigir eyru sín, til að hlusta á neyðaróp sjófarenda, sem eru í háska staddir, þvi að Ritn- ingin segir: “Því að hann bauð og þá kom stormviðri, sem hóf upp bylgjur þess. Þeir hófust til himins, sigu niður i djúpið, þeim félst hugur í neyðinni. Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður og öll kunnátta þeirra var þrotin. Þá hrópuðu þeir til Drott- ins í neyð sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra.” Sálm. 107:25-28. Kafteinn Hitch fann vafalaust að hann hafði verið fremur kærulaus i þvi að fela okkur Guði á hendur, og nú þegar við vorum í háska staddir misti hann kjarkinn. Hann og matsveinninn voru hinir einu á skipinu, sem töldu sig kristna menn. Matsveinninn var svertingi. Eg hefi ávalt haldið, að Drottinn hafi gefið gaum aö þessari bæn hans. Aðeins einu sinni heyrði eg skipstjórann biðja í allri ferðinni. Það var meðan eg i öllum þessum stormum var orðinn alveg upp- gefinn af þreytu og reyndi eitt kveldið á vakt minni að lúra ofurlitla stund, að eg af tilviljun heyrði skipstjórann biðja í dimmum afkima káetunnar fyrir mér, aö heilsa mín bilaði ekki. Eg bar mikla virðingu fyrir kaftein Hitch, því að hann begðaði sér i alla staði gagnvart skips- höfninni eins og góðum manni sæmir. Þegar matsveinninn hafði lokið bæn sinni hélt eg mér að stögunum frá aftur- siglunni á kulborða, til þess að gá aö veðrinu og sjónum. Skipstjórinn stóð næstur fyrir aftan mig, svo annar stýri- maður og allir hásetarnir í röð og biðum við eftir að sjá hvaða enda þetta myndi taka. Rokið var svo mikiö, að sjórinn gaf á okkur alla tíð og vorum við renn- andi blautir eins og við hefðum verið úti í húðar rigningu. Skipið velktist svo ákaflega í sjónum, að við héldum að þaö myndi liðast í sundur. Það var undur, að það skyldi haldast svo lengi. Þegar það skaust ofan hinar turnháu bárur, leit það út eins og það myndi aldrei lyfta sér aftur. Eftir dálítinn tíma komu öld- urnar einnig úr vesturátt og þessir tveir straumar rákust á eins og þegar tveir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.