Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 13
STJARNAN 29 grimmir herflokkar mætast, til þess að berjast um yfirherradæmiö. 1 þrjá klukkutíma stóÖum viÖ kyrrir og horfÖ- um á þetta skoÖunarspil, þegar eg að lok- urn sleit þögninni: “Skipið getur ó- mögulega haldist saman á floti mjög lengi.” “Það sama held eg,” sagÖi skip- stjórinn. “Eina von okkar er að draga upp fokkuna, til að knýja það áfram milli rastanna í noröausturátt,” ineinti eg. “Reynið þá það,” sagði hann. Skip okkar skreið nú áfram rnilli turn- hárra öldutoppa og ultu holskeflurnar sér inn yfir það á aðra hvora hliÖina á víxl. Þegar við óttuðumst að sjórinn myndi hylja það algjörlega og færá þaö í kaf, var alveg eins og því hefði verið lyft upp af ósýnilegri hönd. Svona hélt það áfram þangað til um miðnætti. Það brakaði í því og það teygði sig undir hinni núklu járnbyrði og hinum dýrmætu manssálum, sem þaö reyndi að varðveita sem svar upp á bæn aumingja svertingjans. Meðan hinar æstu öldur skullu yfir það og stormurinn geisaði, hafði þessi bæn stigið upp frá þilfari hins sökkhlaðna skips, til heimkynna friðarins á hæðum, þar sem Drottinn himins og jarðar hefir hásæti sitt. Unr miðnætti snerist vindurinn á norð- vestan og sjórinn, sem kom úr þeirri átt var rnjög svo úfinn og hættulegur. Við álitum það best að halda undan veðrinu, en draga upp fleiri segl, til þess að kom- ast betur undan hinum freyðandi hol- skeflum, sem komu á eftir okkur. Þann- ig rákum við í fjögur dægur undan þessu ofveðri, sem einnig snerist fjórum sinn- um, og í hvert skifti urðum við aö halda undan án þess að hafa neitt mark eða mið á þessum æstu öldum. Þetta var hinn undraverðasti og raunalegasti storm- ur, sem eg hefi nokkurn tíma verið úti í, og ekki heldur hefi eg nokkurn tíma les- ið um annan eins, sem geisaði eins lengi og á þann hátt. Það var hið hreinasta undur, aö skipið skyldi geta haldið sér ofan sjávar undir þeim kringumstæðum. Þáð fór að leka meira en það hingað til hafði gjört, svo að við urðurn að dæla vatnið úr því alla tíö. Við ákváðum einu sinni enn að henda tuttugu tonnum af járni fyrir borð. Veturinn fór nú í hönd og matar- og vatnsforðinn var svo lítill, að við urð- um að fara að skamta okkur, en á sama tíma fór afl okkar aö réna vegna hinnar iðulegu vinnu hjá dælunum. Við og við sáum við skip, en þau voru öll svo langt í burtu. Við reyndum að talast við með flöggum, en ekki sáu þau til okkar. Skömmu seinna, þegar útlitið var rnjög svo ískyggilegt fyrir okkur, jafn- vel þó að veðrið hefði lægt ofurlítið, eygðum við um miðnætti skip fram und- an okkur. Það sá neyðarmerki okkar og stýrði svo nærri okkur, að við gátum talað hverjir til annars. Við spurðum': “Hvaðan eruð þið?” “Frá Nevv York,” var svarið. “Hvert eruð þið að halda?” “Til Suður-Ameríku.” “Getið þið út- vegaö okkur dáítið af vistuin?” “Já, eins mikið og þið viljið.” “Haldið ykkur nær okkur og munum við setja bát á flot.” “Gott og vel, það munum við gjöra.” Kafteinn Hitch fór nú að verða efa- blandinn, þegar hann leit á hið ólgufulla haf. “Báturinn mun farast,” sagði hann. “Eg þori ekki að láta ykkur fara, hr. Bates. Að missa einhverja af skipverj- unum núna, mundi vera mjög svo alvar- legt, og hvernig myndum við þá geta höndlað skipið, sem svo að segja ligg- ur við að sökkva.” “En, kafteinn Hitch, við þurfum að fá vistir og nú getum við fengið þær.” Hann lýsti því yfir einu sinni enn að hann ætlaði ekki að skipa neinum að fara í bátinn. “Má eg þá kalla á sjálfboða?” spurði eg. Hann var enn óákveðinn og ansaði ekki. Þar eð eg óttaðist að við myndúm missa þetta tæki- færi, spurði eg: “Hverjir vilja fara með mér í bátinn?” “Eg vil,” sagöi einn. “Eg vil,” sagði hinn næsti og hinn þriðji. “Það er nóg,” sagði eg, “við þrir förum.” Eftir fáeinar mínútur vorum við komn-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.