Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 1
Hvað get eg gert? MARGIR segjast vera svo bundnir viÖ hin dag- legu störf sín, aÖ 'þeim er ómögulegt aÖ þjóna Guði og gera nokkuÖ fyrir hann. Sumir af hinum beztu þjónum GuSs hafa veriÖ menn, sem áttu mjög svo annríkt aha sína æfi, eins og til dæmis Jósep, Móses og Daníel, sem allir voru miklir. stjórnmála- men. Ef þú, kæri lesari, hefir veriÖ truflaÖur og órólegur í huga þínum og hvaÖ eftir annað borið upp fyrir sjálfan þig þessa spurningu: “Hvað get ég gert?” þá gakk til GuÖs í hjartans einlægni, í barnslegri trú og kannastu viÖ syndir þínar og yfir- sjónir fyrir honum, biddu fyrirgefningar í Jesú nafni, og muntu ekki einungis öðlast hana heldur og friÖ- inn, sem er öllum skilningi æðri. Þegar þú þannig hefir gefiö GuÖi hjartað, mun vakna hjá þér ómót- stæðileg löngun til að sjá aðra öðlast hina sömu dýr- mætu reynslu, gleði og hugarró. Það mun verða þér sönn unun að segja öðrum frá þeirri elsku, sem Jesús hefir veitt þér. Hún mun skína gegnum allar gjörð- ir þínar og þannig veröur þú vottur Krists. AÖrir munu sjá góðverk þin og vegsama Föðurinn á himn- um og með himneskum fögnuði muntu fagna, þegar þú sérð sálir snúa sér frá dauðanum til lífsins, frá valdi hins vonda til Krists. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.