Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 6
38 STJARNAN máli Guðs og stjórn um. Allt ilt stafa'ði af stjórn GuSs, staÖhæfði hann. Hann hélt þvi fram a<5 það væri áform hans að bæta lög Jehóvas. Það var þess vegna nauðsynlegt að hann gerði grein fyrir eðli kröfu sinnar og sýna fram á hvað breytingartillögur hans myndu leiða til. Hans eigið verk myndi dæma hann. Alheimurinn myndi sjá svikarann afhjúp- aðan. Jafnvel þegar ákveðið var, að Satan skyldi ekki dvelja lengur á himn- um, þá útrýmdi samt sem áður Guð i viáku sinni honum ekki. Ef þjónusta kærleikans er sú eina, sem er GuSi þókn- anleg, þá verður hlýðni hinna sköpuðu vera hans að hvíla á sannfæringu um réttlæti hans og miskunsemi. Ibúár him- insins og annara hnatta voru ekki undir það búnir að skilja eðli syndarinnar og afleiðingar hennar, þess vegna mundu þeir á þeim tíma ekki hafa getað séð aS Guð væri réttlátur og miskunnsamur, ef hann s'kyldi þá hafa útrýmt Satan. Ef hann skyldi tafarlaust hafa verið numinn í iburtu úr tilverunni, þá mundu hinir hafa þjónað Guði af hræðslu, en ekki af elsku. Áhrif þessa sviks mundu ekki hafa ver- ið eyðilögð og eigi heldur mundi upp- reistarandinn meS því hafa verið bældur niður fyrir fult og alt. Hið illa verður að hafa tíma til að þroskast. Alheimin- um til góðs um alla eilífð fékk Satan svigrúm, til þess að setja meginreglur . sínar í framkvæmd, til þess að allar skapaðar verur gætu séð í hinu rétta ljósi, að kærur hans gegn Guði, réttlæti hans, miskunnsemi og órjúfanlegleika lögmáls hans voru á engu ibygðar, og að efasemdir þeim viðvíkjandi mundu verða reknar á flótta um tíma og eilífð. Lexía fyrir alheiminn U.ppreisn Satans myndi standa sem lexía fyrir alheiminn um allar ókomnar aldir—sem eilífur vitnisburður um hið hræöilega eðli syndarinnar og afleiðing- ar hennar. Ef reglum Satans yrðu fylgt myndu áhrif þeirra bæði á menn og engla sýna, hverjar afleiðingar af að lítilsvirða myndugleika Guðs mundu verða; það mundi sanna að vellíðan allra hans skapaðra vera stendur í hinu inni- legasta sambandi við stjórn Guðs og til- veru lögmáls hans. Þannig myndi sagan um þessa óttalegu tilraun til að gera upp- reist vera eilíf vörn fyrir allar heilagar skyni gæddar verur. Hún myndi koma í veg fyrir að þær yrðu á tálar dregnar hvað snertir eðli yfirtroðslunnar, til þess aS forða þeim frá að drýgja synd og út- taka hegningu. Hinn mikli lögræningi hélt áfram að réttlæta sjálfan sig, þangað til að deil- an á himnum varð að taka enda. Þegar kunngjört var að hann myndi verða rek- inn út úr sælunnar bústöðum ásamt öll- um fylgjendum sínum, þá lét uppreistar- leiðtoginn fyrirlitningu sína fyrir lögmáli Skaparans i ljós. Hann endurtók stað- hæfinguna um, að englarnir þyrftu engrar stjórnar með, að þeir ættu að hafa leyfi til að fylgja sínum æigin vilja, því að hann mundi alla tíð leiða þá til að gera það sem rétt er. Hann hafnaði lögmáli Guðs sem hafti á frelsi þeirra og lýsti því yfir, að það væri áform hans að nema lög- máliö úr gildi, til þess að hinn mikli her- skari himinsins, eftir að hafa verið los- aður undan þvi þrældómsoki, gæti kom- ist upp á hærra stig, inn í dýrðlegri til- veru. Satan og herflokkur hans voru sammála um að skjóta allri skuldinni á Krist. Þeir lýstu því yfir, að ef aldrei hefði verið fundið að þeim, myndu þeir aldrei hafa gert uppreist. Hinn mikli uppreistar- seggur og allir fylgjendur hans voru að lokurn reknir út úr himninum, af því að þeir voru harðsvíraðir og frekir í óhlýðni sinni og árangurslaust reyndu þeir að fella stjórn Guðs, meðan þeir í ofdirfsku sinn istaðhæfðu, að þeir væru bráð og fórnir þess valds, sem kúgaöi þá. Hinn sami andi, sem vakti uppreisn á himnum, vekur enn uppreisn á jörð- inni. Satan hefir alla tíð haft hina sömu aðferð meðal mannanna, sem hann hafði

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.