Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 2
50 S T J A R N A N SPURNINGA-KASSINN Kæri Mr. Davíð Guðbrandsson! Hvernig á ég að skilja það, að Kristur sé lambið, sem “slátrað var frá grund- völlum vcraldar?” Opinb. 13:8. Viltu gera svo vel að útskýra þennan te.vta í spurninga-kasanum ? ViS og við fáum vér bréf frá velhugs- andi en Ritningarfáfróðum kaupendum, sem vinsamlegast benda oss á, að vér hljótum að vera skakkir i því að halda því fram, að Jesús skyldi hafa verið sá, sem skapaði heiminn, talaði við Abraham, leiddi Israelsmenn út úr Egyptalandi, o. s. frv., því að Kristur var fæddur í þenna heim löngu seinna. Þeir skilja ekki að uppruni hans er “frá alda öðli, i frá dögum eilifðarlinnar.” Míka 5:1. eld. þýð. Hann “var í upphafi hjá Guði.” Jóh. 1:2. Hann var i dýrð hjá föður sínum áður en að heimurinn var skapaður. Sjá Jóh. 17:5, 24. Hann var Guð áður en hann kom í þennan heim. Sjá Jóh. 1:1; Heb. 1:8. Að vita og skilja þetta eru fyrstu skilyrðin fyrir að geta haft gagn af lestri Ritningarinnar. Margir af Gýðingunum skildu ekki heldur Jesúm, þegar hann talaði viS þá um samtal sitt við Abraham, og þegar hann sagði þeim hið sanna urðu þeir reið- ir: “Abraham, faðir yðar, hlakkaði til að sjá minn dag, og hann sá hann og gladdist. Þá sögðu Gyðingarnir við hann: Þú ert enn ekki fimtugur, og þú hefir séS Abraham? Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: áður en Abraham varð til, er ég. Þeir tóku þá upp steina til að kasta á hann, en Jesús duldist og fór út úr helgidóminum.” Jóh. 8:56-59. Höfum vér nú með orðum Ritningar- innar sannað fyrri tilveru Jesú og skul- um vér því næst sýna fram á hvernig á því stendur, að Nýja testamentið skyldi staðhæfa að Jesús sé Lamb Guðs, sem slátrað hefir veriS frá grundvöllum ver- aldar. Þegar Guð hafði skapað heiminn, leit hann á alt það, sem hann hafði skapað og gert og kunngjörði að það var "harla gott.” Hann gaf Adam og Evu fyrir- myndarheimili i Eden og setti þeim það skilyrði aS snerta aldrei ávöxtinn á skiln- ingstrénu góðs og ills, því á þeim degi, sem þau gjörðu það, myndu þau “vissu- lega deyja.” Eva varðveitti ekki þessa viðvörun í hjarta sinu og syndin lá við dyrnar og hafði hug á henni. Hún var af freistaranum mikla dregin á tálar, og af því að Adam kaus heldur að deyja með hienni, en að lifa án Evu, þá kom syndin fyrir einn rnann inn í heiminn, og af þvi að allar manneskjur eru synir og dætur Adams og Evu, þá er syndin runnin til allra manna og urðum vér “að eðli til reiðinnar börn.” Ef. 2 13. En hvernig stóð á því að maðurinn skyldi ekki deyja á þeim degi, sem hann tróð boð Guðs undir fótum sér, eins og honum hafði verið sagt? Breytti hinn mikli elskuríki himnafaSir sér? Nei! Fjölda margar Ritningargreinar segja oss, að hjá honum sé “hvorki umbreyting né umhverfingarskuggi,” (Jak. 1:17-) svo vér getum verið vissir um, að hann tekur aldrei orð sín aftur. En hvað kom þá til ? Jú, það var einn, sem elskaði mennina meir en lífið sjálft. Hann gaf sjálfan sig fram sem staðgöngumann Adams, til þess að deyja i stað hans, þess vegna er hann nefndur “hinn síðari Adam.” 1. Kor., 15:45. “Hegningin, sem vér höfð- um unniö til kom niður á honum.” Jes. 53:5. En Guð, sem fyrirfram sá af- leiðingarnar af syndinni, sendi ekki son sinn fyr en í fyllingu timans, en á meðan Guðs börn niður gegnum aldirnar biðu eftir honum, urðu allir, sem gengu honum á hönd og trúðu á hann sem Frelsara heimsins, að sýna trú sína á hann og (Framh. frá bls. 61)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.