Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 6
54 STJARNAN af hörku járnsins, þar sem þú sást járn- ið blandað saman við deig’lumóinn. En þar eð tærnar á fótunum voru sums kostar úr járni og sums kostar leiri, þá mun það riki að nokkru leyti veröa öfl- ugt og að nokkru leyti veikt. Og þar er þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn, þá munu þeir með kvon- föngum samblandast, og þó ekki samþýð- ast hvorir öðrum, eins og jáynið sam- lagar sig ekki við leirinn.” Dan. 2:4i- 43- Spámaðurinn kunngjörir skýrum orð- um: “Ríkið mun verða skift.” Þegar Rómaríkið stóð á hæsta tindi síns veldis, gerði það gys að þeirri hugsun, að svo voldugt ríki myndi nokkurn tíma undir lok líða. Samt-sem áður stóð skrifað á fornu bókfelli: “Ríkið mun verða skift,” og einmitt eins og spámaðurinn hafði fyrir- sagt, þannig skeði það. Rómaríkið féll í rústur og fór i mola, þegar herflokkar ósiðaðra þjóða og Húna þustu inn í það. Hinar mörgu mismunandi þjóðir, sem að Rómaríkið samanstóð af, gátu ekki haldið saman, eins og blendingur af járni og leiri getur ekki samlagast. Smám saman varð hinu mikla Rómaríki, að nokkru leyti fyrir innflutning, áhlaup ýmsra þjóða, og að nokkru leyti fyrir innbyrðisstríð, skift í minni ríki og út af þeim komu hin núverandi ríki í Norður- álfunni. Af þessu getur maður séð að ekki eitt einasta orð af þessum spádómi varð að engu. Ennfremur er það sannleikur, að þessi ríki, sem komu fram þegar Rómaríkiö féll, hafa aldrei síðan sam- einað sig. Spámaðurinn heldur áfram með þessum orðum: “Munu þeir [það eru konungar þessara ríkja] með kvon- föngum samblandast.” Nú vita allir að þær konungaættir, sem fyr meir voru' svo voldugar i Norðurálfunni, ásamt þeim, sem enn eru eftir, voru hér um bil undantekningarlaust venzlaðar. Spámað- urinn hafði sagt skýrum orðum, að þess- konar ástand myndi verSa ráðandi milli þeirra, en svo bætir hann við: “Þó ekki samþýðast hverjir öðrum, eins og járn- ið samlagar sig ekki við leirinn.” Vér höfum verið vottar að þessu á vorum dögum. Það hefir enn ekki hepnast hinum kænusjtu stj órnmálamönnum né hinum fræknustu herforingjum að sam- eina þessi ríki undir einn stjórnanda. Þetta var áhugamál Karls keisara fimta og Napoleon mikla dreymdi að gera þetta að veruleika en það mishepnaðist. Orð spádómsins sýndu greinilega að Róm var hið síðasta ríki, sem drotna myndi yfir allri veröldu. Vér getum þess vegna verið sannfærð- ir um, að eins víst og þessari stefnu- skrá heimsveldanna var fylgt í röð og reglu samkvæmt fyrirsögnum spámanns- ins, frá dögum Babels til Rómaríkisins, eins víst munu þær fyrirsagnir rætast að þeir atburðir koma, sem tilheyra síð- ari hluta spádómsins, sem fjalla um vora daga. Hinn næsti mikli atburður ■Hið mikla spursmál verður þess vegna: Hvað mun koma næst ? Hinn spámannlegi uppdráttur, sem byrjar með fornaldarríkinu Babel, sýnir oss einnig viðburði, sem munu eiga sér stað á vorum dögum. Boðskapur sá, sem Daniel flutti Nebúkadnezar fyrir svo mörgum öldum, hefir einnig mikla þýðingu í þessari kyn- slóð: “En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja riki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annari þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gera öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu, þar sem þú sást að steinn nokkur losnaði úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann, og mölvaði járnið, eir- inn, leirinn, silfrið og gullið. Mikill Guð hefir kunngjört konunginum hvað hér eftir mun verða. Draumurinn er sannur og þýðing hans áreiðanleg.” Dan. 2:44, 45. (Framh. á bls. 63)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.