Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 7
STJARNAN 5o “Sonur Guðs” eða sonur einhvers <íp ♦» r rumshms fEftirfarandi greinarstúfur er eftir hinn nafnfræga rithöfund H. L. Hastings Moses staðhæfir, aÖ “GuS skapaði manninn eftir sinni mynd,” en nú er oss sagt að Mose hafi skjátlast. Og sumir efagjarnir vísindamenn staðhæfa—þeir ímynda sér a8 vita þaS, sem aðrir giska á,—að þeir hafi komið frá apanum eða einhverri skrípamynd af þessum tigulega ættföður. Hér komum vér að spursmál- inu um ætterni. Eg ætla mér ekki að sletta mér fram í f jölskyldumál annara eSa ræða við nokkurn mann um ætterni hans. Ef einhver kýs heldur að leita að forfeðrum sínum í dýragörðunum, þá kemur mér það ekkert við; og ef ein- hver kýs að trúa því, að ættfaðir hans hafi verið api, górilla, skjaldbaka eða frumludýr, svo má hann gjarnan trúa því mín vegna. En þegar hann heimtar af mér að ég leiti að ættföSur mínum í þeim sama flokk, þá segi ég: “Nei þökk!” — því að málið er (ébki vel skýrt enn og ég ætla að nota mér það þangað til seinna og á meðan bíða ró- legur. Aleðan ’aðrir l'ejita að “hinum týnda hlekk,” sem á að sameina þá hinni viöbjóðslegu tegund óhreinna, skynlausra dýra, þá kýs ég heldur að leita að þeim sambandslið, sem sameinar mig Guði, Skapara mínum. Eg vil heldur að ætt- artalan mín endi eins og hún gerir, með því að ég er: “Sonur Adams, sonar Guðs,” ístaðinn fyrir að reyna að semja ættartölu, sem myndi líta þannig út: “Sonur Guðsafneitara, sonar apa, sonar frumlu, sonar frumslíms.” Þetta. er ætt- artala, sem byrjar í forarpolli og endar í malargröf, sem byrjar á slimdýri, hefir apa í miðjunni og endar á guðsafneitara.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.