Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 8
Raunir Raunirnar eru margvíslegar og aí5 ein- hverju leyti hafa allir menn í þessum syndumspilta heimi komist i kynni viS þær. Einnig þær geta, eins og margt annað, orÖiÖ oss aÖ gagni, ef vér aðeins lítum réttum augum á þær. Já, þær eru í sumurn tilfellum nauðsynlegar til að auka vöxt trúarlífsins. Snúum vér oss að þeim mönnum, sem Biblían fjallar um, komumst vér að raun um að marg- ir þeirra hafa á einn eða annan hátt lent í svartasta vonleysi, þar sem þeir virtust vera útlokaðir frá sól réttlætisins og morg- unstjörnunni hinni skæru. Það var eins og stormur hefði sópað öllum festum sál- arinnar í burtu. Á þ'esskonar rauna- stundum er það oft að Guðs tími er kom- inn, til að opiníbera mönnum hinn mikla kraft sinn og hjálpræði. Þegar maður- inn hefir náð enda götu sinnar, þá tekur vegur Guðs við. Þetta reyndu Abraham og Sara. Þau eignuðust son fyrirheitis- ins þegar þau bæði voru orðin ellihrum. Jakob varð að stynja og andvarpa: Þér gerið mig barnslausan, Jósep er farinn, Símon er farinn og nú ætlið þér að taka Benjamín; alt þetta kemur yfir mig.” I. Mós. 42136. En hversu stutt var ekki leiðin frá bústöðum raunanna til hallar gleðinnar, þar sem hann dvaldi innan um höfðingja og konunga. Eíttu á hvernig GuS bjargaði ísraels- mönnum frá auðsjáanlegurn dauða. Vér viljum minnast dálítið á viðburðinn við Mara. Þeir komu þangað mji% svo lúnir, eftir að hafa ferðast þrjá daga um eyðimörkina og leitað að vatni, en ekk- ert fundið. Hitinn að ofan frá sólunni og að neðan frá sandinum hafði kvalið þá allan þennan tíma. Þegar þeir voru farnir að örvæntast fundu þeir að lokum vatn. . En fögnuðurnn breyttist óðum í tár og mögl, því að vatnið var beiskt og ekki til að drekka. Þeir horfðust í augu við dauða og gröf. En Guð breytir tím- um og tækifærum. Lítilf jörleg grein var verkfærið, sem að Guð notaði til að breyta beiskjubragðinu í vatninu, og gera það sætt og heilnæmt, til þess að bæði menn og skepnur gætu svalað þorst- anum. Hinu beiskja vatni má líkja við hið óendurfædda mannshjarta, en grein- ina við Krist. Þegar hann tekur sér bíí- staö í hjarta manns, þá gjörbreytist það frá því að vera vont og beiskt, til að sýna hið ljúfa hugarfar Frelsarans. Það er eftirtektarvert hversu margir höfðingjar Gyðinganna hröpuðu frá sín- um háu tindum ofan í herleiðingu í Bábel, þar sem sumir þeirra urðu að sitja í viðbjóðslegum fangaklefum fyrir innan hina rammbyggilegu ' mprveggi Babelsborgar, til þess að GuS gæti fengið tækifæri til að tala til þeirra og þeir við hann. Meðal þeirra var Manasse kon- ungur. 1 varðhaldinu í Babel fór hann fyrst fyrir alvöru að leita Drottins. 2. Kron. 33:10-13. Þar kemur það einnig í ljós að Guð er fús til að fyrirgefa og upphefja þá til sannra virðinga, er leita hans af öllu hjarta. Manasse konungur varð nýr og mikill maður. Hann er einn- ig ljóst dæmi upp á hvernig sumir menn geta um tíma á móti betri vitund af-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.